Fimm hjá hinu opinbera með hærri tekjur en forsetinn Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2023 22:07 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. vísir Forstjóri Landspítala raðar sér efst á lista yfir tekjuhæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera. Runólfur Pálsson var með 4,5 milljónir króna á mánuði að jafnaði í tekjur á síðasta ári, miðað við greitt útsvar en næstur er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar með 4,1 milljón króna á mánuði. Greint er frá þessu í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær og má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Forstjórar og framkvæmdastjórar innan hins opinbera raða sér ofarlega á listann fyrir árið 2022 en þar má einnig finna Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins með 3,8 milljónir króna og Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra með 3,4 milljónir. Öll voru þau með hærri tekjur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á síðasta ári miðað við útsvarsgreiðslur en Guðni var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins með 3,2 milljónir á mánuði að jafnaði. Einungis tvær konur birtast í efstu tíu sætum á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir starfsmenn hins opinbera en ásamt Ragnhildi má þar sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins í tíunda sæti með 2,8 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Tekjuhæstu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala – 4,5 milljónir króna Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar – 4,1 milljónir króna Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó – 4,0 milljónir króna Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytis – 3,8 milljónir króna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri – 3,4 milljónir króna Gestur Pétursson, fv. Framkvæmdastjóri Veitna – 3,2 milljónir króna Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri Skagafjarðarveitna – 3,1 milljón króna Sigurður Guðjónsson, fv. Forstjóri Hafrannsóknarstofu – 3,0 milljónir króna Ingvar Stefánsson, fv. Frkstj. Fjármála Orkuveitu Rvk. – 3,0 milljónir króna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti – 2,8 milljónir króna Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Rekstur hins opinbera Strætó Landsvirkjun Landspítalinn Tengdar fréttir Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Greint er frá þessu í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær og má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Forstjórar og framkvæmdastjórar innan hins opinbera raða sér ofarlega á listann fyrir árið 2022 en þar má einnig finna Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins með 3,8 milljónir króna og Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra með 3,4 milljónir. Öll voru þau með hærri tekjur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á síðasta ári miðað við útsvarsgreiðslur en Guðni var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins með 3,2 milljónir á mánuði að jafnaði. Einungis tvær konur birtast í efstu tíu sætum á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir starfsmenn hins opinbera en ásamt Ragnhildi má þar sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins í tíunda sæti með 2,8 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Tekjuhæstu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala – 4,5 milljónir króna Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar – 4,1 milljónir króna Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó – 4,0 milljónir króna Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytis – 3,8 milljónir króna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri – 3,4 milljónir króna Gestur Pétursson, fv. Framkvæmdastjóri Veitna – 3,2 milljónir króna Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri Skagafjarðarveitna – 3,1 milljón króna Sigurður Guðjónsson, fv. Forstjóri Hafrannsóknarstofu – 3,0 milljónir króna Ingvar Stefánsson, fv. Frkstj. Fjármála Orkuveitu Rvk. – 3,0 milljónir króna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti – 2,8 milljónir króna Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Rekstur hins opinbera Strætó Landsvirkjun Landspítalinn Tengdar fréttir Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45