Telur Greenwood ekki hafa brotið af sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2023 07:01 Framkvæmdastjóri Man United hefur tjáð sig um mál Mason Greenwood. Ash Donelon/Getty Images Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, trúir ekki að enski framherjinn Mason Greenwood hafi framið þá glæpi sem hann var ákærður fyrir. Arnold skrifaði í dag opið bréf til stuðningsfólks Man United eftir að tilkynnt var að Mason Greenwood yrði ekki áfram hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. An open letter from our Chief Executive Officer, Richard Arnold.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023 Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli Greenwoods en henni er nú lokið. Samkvæmt fyrstu fregnum ætlaði United að gefa Greenwood grænt ljós á að snúa aftur en það mæltist illa fyrir, bæði innan félagsins og í bresku samfélagi. Svo virðist því sem United hafi snúist hugur. Greenwood sjálfur hefur tjáð sig um málið og segist ekki sekur um þá glæpi sem hann var ásakaður um og ákærður fyrir. Hann samþykkti þó ákvörðun Man United að það væri best fyrir alla aðila að hann myndi halda knattspyrnuferli sínum áfram annarsstaðar en hjá Man Utd. Í bréfi sínu fer Arnold yfir það sem gekk á eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Man United hugðist taka Greenwood inn í leikmannahóp félagsins á nýjan leik. Hann segist hafa tekið tillit til ýmissa þátta áður en hann tók lokaákvörðun en eins og hefur áður komið fram var það Arnold sem tók lokaákvörðun fyrir hönd Manchester United. Jafnframt segir Arnold að Man Unitef hafi ekki fengið aðgang að öllum þeim gögnum sem lögreglan hafði en að lokinni innanbúðar rannsókn félagsins hafi niðurstaðan verið sú að Greenwood hafi ekki framið þá glæpi sem hann var sakaður um. Arnold segir þó að Greenwood hafi gert mistök sem hann beri ábyrgð á. Að öllu þessu sögðu þá hafi það verið ákvörðun Arnold að best væri fyrir Greenwood að reyna endurvekja feril sinn hjá öðru félagi heldur en Man United. Hvar sem það svo verður þá mun félagið styðja við bakið á leikmanninum, kærustu og ófæddu barni þeirra. Bréf Richard Arnold í heild sinni má finna á vef Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Arnold skrifaði í dag opið bréf til stuðningsfólks Man United eftir að tilkynnt var að Mason Greenwood yrði ekki áfram hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. An open letter from our Chief Executive Officer, Richard Arnold.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023 Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli Greenwoods en henni er nú lokið. Samkvæmt fyrstu fregnum ætlaði United að gefa Greenwood grænt ljós á að snúa aftur en það mæltist illa fyrir, bæði innan félagsins og í bresku samfélagi. Svo virðist því sem United hafi snúist hugur. Greenwood sjálfur hefur tjáð sig um málið og segist ekki sekur um þá glæpi sem hann var ásakaður um og ákærður fyrir. Hann samþykkti þó ákvörðun Man United að það væri best fyrir alla aðila að hann myndi halda knattspyrnuferli sínum áfram annarsstaðar en hjá Man Utd. Í bréfi sínu fer Arnold yfir það sem gekk á eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Man United hugðist taka Greenwood inn í leikmannahóp félagsins á nýjan leik. Hann segist hafa tekið tillit til ýmissa þátta áður en hann tók lokaákvörðun en eins og hefur áður komið fram var það Arnold sem tók lokaákvörðun fyrir hönd Manchester United. Jafnframt segir Arnold að Man Unitef hafi ekki fengið aðgang að öllum þeim gögnum sem lögreglan hafði en að lokinni innanbúðar rannsókn félagsins hafi niðurstaðan verið sú að Greenwood hafi ekki framið þá glæpi sem hann var sakaður um. Arnold segir þó að Greenwood hafi gert mistök sem hann beri ábyrgð á. Að öllu þessu sögðu þá hafi það verið ákvörðun Arnold að best væri fyrir Greenwood að reyna endurvekja feril sinn hjá öðru félagi heldur en Man United. Hvar sem það svo verður þá mun félagið styðja við bakið á leikmanninum, kærustu og ófæddu barni þeirra. Bréf Richard Arnold í heild sinni má finna á vef Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira