Lækum ekki brunaútsölu á „læk“ Tómas Guðbjartsson skrifar 22. ágúst 2023 14:01 Salan á verksmiðju Icelandic Water Holdings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi. Það er öðru nær, því á komandi árum á hreint drykkjarvatn eftir að verða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar og heimsins. Þetta hafa erlendir milljarðamæringar sem sótt hafa Ísland heim oft haft á orði. Drykkjarvatn ætti að vera þjóðareign Það ætti þvi ekki að vera hægt að selja vatn til erlendra auðmanna, enda flókið að skilgreina eignarrétt á fyrirbæri sem rennur víða á leið sinni til sjávar. Það gerði Síle á tímum einræðisstjórnar Pinocet með skelfilegum afleiðingum. Myndu Norðmenn selja hluta af olíulindnum sínum? Aldrei, enda auðlindin í eigu þjóðarinnar og hagnaðinum komið í sameiginlega olíusjóð - öllum Norðmönnum til góða. Náttúrunýlendan Ísland Hættum að verða nýlenda græðgisafla - sem munu pottþétt ásælast fleiri "læki" á komandi misserum. Hreint drykkjarvatn er okkar olía - og sem betur fer mun grænni auðlind. Eða erum við eftir allt þriðjaheims ríki? Munum að sum fyrirtæki á Íslandi nota meira af köldu vatni en höfuðborgarsvæðið. Eða þurfum við að fara að setja í lög, líkt og með rafmagnið, að kalt vatn til heimila verði að setja í forgang! Af hverju er Ísland ekki búið að innleiða til fulls sérstaka vatnatilskipun líkt og hin Norðurlöndin hafa gert - enda sáu þau fyrir löngu hvaða hagsmunir eru í húfi? Í dag var tilkynnt að viðskiptin myndu tefjast um að minnsta kosti viku.Skjáskot af mbl Uppboð á náttúruauðlindum í boði bæjarstjóra Bæjarstjórinn í Ölfushreppi segir þetta bara sölu á „læk“ en ekki eru margir sem trúa því eða læka. Enda er hann reiðubúinn að rifa niður fjallið Litla-Sandfell í nágrenni Þorlákshafnar og reisa verksmiðjur fyrir sementsframleiðslu í plássinu. Ekki mjög umhverfisvænt, líkt og vikurnámið á Mýrdalssandi - sem á jú að ferja um sömu Þorlákshöfn eftir griðarlega vörubílaumferð um Suðurlandsundirlendið. Eru íbúar þar og í Þorlákshöfn virkilega til í þessa öfugþróun, engum til heilla nema þeim sem rukka hafnagjöld og auðvitað gírugum fjárfestum? Bönnum brunaútsölu Nú þurfa stjórnvöld og almenningur að spyrna við fótum og banna að náttúruauðlindir séu settar á gapastokkinn og seldar hæstbjóðanda á brunaútsölu. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Vatn Umhverfismál Ölfus Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Salan á verksmiðju Icelandic Water Holdings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi. Það er öðru nær, því á komandi árum á hreint drykkjarvatn eftir að verða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar og heimsins. Þetta hafa erlendir milljarðamæringar sem sótt hafa Ísland heim oft haft á orði. Drykkjarvatn ætti að vera þjóðareign Það ætti þvi ekki að vera hægt að selja vatn til erlendra auðmanna, enda flókið að skilgreina eignarrétt á fyrirbæri sem rennur víða á leið sinni til sjávar. Það gerði Síle á tímum einræðisstjórnar Pinocet með skelfilegum afleiðingum. Myndu Norðmenn selja hluta af olíulindnum sínum? Aldrei, enda auðlindin í eigu þjóðarinnar og hagnaðinum komið í sameiginlega olíusjóð - öllum Norðmönnum til góða. Náttúrunýlendan Ísland Hættum að verða nýlenda græðgisafla - sem munu pottþétt ásælast fleiri "læki" á komandi misserum. Hreint drykkjarvatn er okkar olía - og sem betur fer mun grænni auðlind. Eða erum við eftir allt þriðjaheims ríki? Munum að sum fyrirtæki á Íslandi nota meira af köldu vatni en höfuðborgarsvæðið. Eða þurfum við að fara að setja í lög, líkt og með rafmagnið, að kalt vatn til heimila verði að setja í forgang! Af hverju er Ísland ekki búið að innleiða til fulls sérstaka vatnatilskipun líkt og hin Norðurlöndin hafa gert - enda sáu þau fyrir löngu hvaða hagsmunir eru í húfi? Í dag var tilkynnt að viðskiptin myndu tefjast um að minnsta kosti viku.Skjáskot af mbl Uppboð á náttúruauðlindum í boði bæjarstjóra Bæjarstjórinn í Ölfushreppi segir þetta bara sölu á „læk“ en ekki eru margir sem trúa því eða læka. Enda er hann reiðubúinn að rifa niður fjallið Litla-Sandfell í nágrenni Þorlákshafnar og reisa verksmiðjur fyrir sementsframleiðslu í plássinu. Ekki mjög umhverfisvænt, líkt og vikurnámið á Mýrdalssandi - sem á jú að ferja um sömu Þorlákshöfn eftir griðarlega vörubílaumferð um Suðurlandsundirlendið. Eru íbúar þar og í Þorlákshöfn virkilega til í þessa öfugþróun, engum til heilla nema þeim sem rukka hafnagjöld og auðvitað gírugum fjárfestum? Bönnum brunaútsölu Nú þurfa stjórnvöld og almenningur að spyrna við fótum og banna að náttúruauðlindir séu settar á gapastokkinn og seldar hæstbjóðanda á brunaútsölu. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun