Segir hefndarbrot gegn lögreglu viðvörunarmerki fyrir samfélagið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 10:33 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Vísir/Einar Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir íkveikju í bíl lögreglumanns sem rannsökuð er sem hefndaraðgerð vera viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og íslenskt samfélag. Hann segir ofbeldisbrotum gegn lögreglu þó ekki fara fjölgandi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, gestur. Rætt var við hann um rannsókn héraðssaksóknara á íkveikju í bíl lögreglumanns í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Íkveikjan er rannsökuð sem hefndaraðgerð og því sem brot gegn valdstjórninni. „Ef við skoðum ofbeldisbrot gegn lögreglu, þá höfum við ekki séð aukningu í slíkum málum síðustu misseri. Það hefur þó verið til staðar og þá er um að ræða ofbeldi gegn lögreglumönnum sem þá meiðast á vettvangi við skyldustörf,“ segir Helgi. Hann segir dæmið frá því í síðustu viku, þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans, tiltölulega einstakt. Vonandi sé um að ræða einangrað atvik. „En þetta er samt sem áður einhverskonar viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og kannski líka okkur sem samfélag um það hvernig við ætlum að takast á við þessa þjóðfélagsmynd sem er smám saman að myndast og verða til hjá okkur.“ Samfélagið sé orðið miklu margbreytilegra en það var heldur en til dæmis síðustu aldamót. Nú séu ólíkir menningarstraumar í íslensku samfélagi og segir Helgi mikilvægt að lögreglan sé næm á það hvernig taka megi á þeim straumum. „Menn þurfa að vera næmir á þessa ólíku þjóðfélagshópa og hafa skilning á aðstæðum þeirra og vera til þess búin að takast á við erfiðar aðstæður sem geta komið upp. Spurningin er alltaf hvers eðlis viðbúnaður lögreglu á að vera.“ Lögreglumál Bítið Lögreglan Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, gestur. Rætt var við hann um rannsókn héraðssaksóknara á íkveikju í bíl lögreglumanns í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Íkveikjan er rannsökuð sem hefndaraðgerð og því sem brot gegn valdstjórninni. „Ef við skoðum ofbeldisbrot gegn lögreglu, þá höfum við ekki séð aukningu í slíkum málum síðustu misseri. Það hefur þó verið til staðar og þá er um að ræða ofbeldi gegn lögreglumönnum sem þá meiðast á vettvangi við skyldustörf,“ segir Helgi. Hann segir dæmið frá því í síðustu viku, þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans, tiltölulega einstakt. Vonandi sé um að ræða einangrað atvik. „En þetta er samt sem áður einhverskonar viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og kannski líka okkur sem samfélag um það hvernig við ætlum að takast á við þessa þjóðfélagsmynd sem er smám saman að myndast og verða til hjá okkur.“ Samfélagið sé orðið miklu margbreytilegra en það var heldur en til dæmis síðustu aldamót. Nú séu ólíkir menningarstraumar í íslensku samfélagi og segir Helgi mikilvægt að lögreglan sé næm á það hvernig taka megi á þeim straumum. „Menn þurfa að vera næmir á þessa ólíku þjóðfélagshópa og hafa skilning á aðstæðum þeirra og vera til þess búin að takast á við erfiðar aðstæður sem geta komið upp. Spurningin er alltaf hvers eðlis viðbúnaður lögreglu á að vera.“
Lögreglumál Bítið Lögreglan Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira