Óvíst að upplýsingar um þyngd og hæð séu réttar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. ágúst 2023 10:39 Donald Trump í Georgíu í gær þar sem hann gaf sig fram. AP Photo/Alex Brandon Óvíst er að upplýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í Atlanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post. Forsetinn var ásamt átján samstarfsmönnum ákærður vegna tilrauna til þess að snúa niðurstöðum forsetakosninga í Georgíu árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu í gær og var tekin fangamynd af honum. Þá var hann skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar á hæð. Í umfjöllun Washington Post segir að upplýsingar um þyngd og hæð samstarfsmanna hans hafi ekki reynst réttar. Þannig hafi samstarfsmenn hans líkt og Cathy Latham verið skráð með ljóst hár, á meðan hún sé í raun með grátt hár. Þá var Rudy Giuliani, lögmaður Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, fyrst skráður 81 kíló að þyngd og 175 sentímetrar að hæð. Síðar sama dag var þeim upplýsingum hins vegar breytt án skýringa og lögmaðurinn þá skráður 180 sentímetrar að hæð og 104 kíló að þyngd. Washington Post hefur eftir ónefndum aðila sem tengist einum af sakborningum í málinu að starfsfólk lögregluembættisins í Atlanta biðji sakborninga ekki um upplýsingar um hæð og þyngd og þá sé sakborningum ekki gert að stíga á vigt. Viðkomandi hafi fengið skráða þyngd og hæð en segir hana ekki stemma við upplýsingar á ökuskírteininu sínu og segist viðkomandi ekki hafa hugmynd um hvaðan upplýsingarnar komu. Ítrekað rætt holdafar Bandaríski miðillinn segir lögregluembættið í Fulton sýslu ekki hafa svarað fyrirspurnum sínum vegna málsins. Þess er getið að áhuginn á hæð og þyngd Bandaríkjaforsetans komi frá hans eigin fullyrðingum um þær en forsetinn hefur auk þess verið duglegur að minnast á holdafar annarra. Árið 2016 sagðist forsetinn vera 190 sentímetrar á hæð og 107 kíló. Sagðist forsetinn vita að hann yrði að léttast, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þá sagði læknir sem starfað hafði í Hvíta húsinu í janúar 2018 að forsetinn væri 190 sentímetrar að hæð og 108,4 kíló. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkaþings, skaut meðal annars á forsetann í heimsfaraldrinum og sagði hann allt of þungan til þess að taka inn umdeilt malaríulyf gegn Covid-19. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Forsetinn var ásamt átján samstarfsmönnum ákærður vegna tilrauna til þess að snúa niðurstöðum forsetakosninga í Georgíu árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu í gær og var tekin fangamynd af honum. Þá var hann skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar á hæð. Í umfjöllun Washington Post segir að upplýsingar um þyngd og hæð samstarfsmanna hans hafi ekki reynst réttar. Þannig hafi samstarfsmenn hans líkt og Cathy Latham verið skráð með ljóst hár, á meðan hún sé í raun með grátt hár. Þá var Rudy Giuliani, lögmaður Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, fyrst skráður 81 kíló að þyngd og 175 sentímetrar að hæð. Síðar sama dag var þeim upplýsingum hins vegar breytt án skýringa og lögmaðurinn þá skráður 180 sentímetrar að hæð og 104 kíló að þyngd. Washington Post hefur eftir ónefndum aðila sem tengist einum af sakborningum í málinu að starfsfólk lögregluembættisins í Atlanta biðji sakborninga ekki um upplýsingar um hæð og þyngd og þá sé sakborningum ekki gert að stíga á vigt. Viðkomandi hafi fengið skráða þyngd og hæð en segir hana ekki stemma við upplýsingar á ökuskírteininu sínu og segist viðkomandi ekki hafa hugmynd um hvaðan upplýsingarnar komu. Ítrekað rætt holdafar Bandaríski miðillinn segir lögregluembættið í Fulton sýslu ekki hafa svarað fyrirspurnum sínum vegna málsins. Þess er getið að áhuginn á hæð og þyngd Bandaríkjaforsetans komi frá hans eigin fullyrðingum um þær en forsetinn hefur auk þess verið duglegur að minnast á holdafar annarra. Árið 2016 sagðist forsetinn vera 190 sentímetrar á hæð og 107 kíló. Sagðist forsetinn vita að hann yrði að léttast, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þá sagði læknir sem starfað hafði í Hvíta húsinu í janúar 2018 að forsetinn væri 190 sentímetrar að hæð og 108,4 kíló. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkaþings, skaut meðal annars á forsetann í heimsfaraldrinum og sagði hann allt of þungan til þess að taka inn umdeilt malaríulyf gegn Covid-19.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira