Landsvirkjun hagnaðist um tæpa sextán milljarða Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2023 18:06 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Hagnaður Landsvirkjunar á fyrri helmingi ársins var 15,6 milljarðar króna, samanborið við 18,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins. Í fréttatilkynningu um árshlutareikning Landsvirkjunar er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra félagsins, að reksturinn gangi áfram vel. Hagnaður af grunnrekstri hafi aukist um 27 prósent frá sama tímabili ársins 2022, sem hafi þó verið metár í sögu fyrirtækisins. Rekstrartekjur hafi aukist um 12,5 prósent frá fyrri helmingi ársins 2022. Muni þar mestu um tekjur vegna innleystra áhættuvarna, auk þess sem raforkusala hafi áfram verið mikil, en á móti komi verðlækkun á þeim mörkuðum sem raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt við. Á sama tíma hafi rekstrar- og viðhaldskostnaður um lækkað 6 prósent frá fyrra ári. Helstu atriði árshlutareiknings Landsvirkjunar Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 196 milljónum USD (26,8 mö.kr.), en var 154,3 milljónir USD á sama tímabili árið áður og hækkar því um 27,0% þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 114 milljónir USD (15,6 ma.kr.), en var 137,5 milljónir USD á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins. Rekstrartekjur námu 331,8 milljónum USD (45,5 ma.kr.) og hækka um 36,8 milljónir USD(12,5%) frá sama tímabili á árinu áður. Nettó skuldir lækkuðu um 182,4 milljónir USD (25 ma.kr.) frá áramótum og voru í lok júní 665,7 milljónir USD (91,2 ma.kr.). Handbært fé frá rekstri nam 248,8 milljónum USD (34,1 ma.kr.), sem er 29,7% hækkun frá sama tímabili árið áður. Á öðrum ársfjórðungi var 125 milljóna USD lánalína endurfjármögnuð til þriggja ára. Kjör lánalínunnar eru hagstæð, eða 45 punktar yfir SOFR millibankavöxtum. Matsfyrirtækið S&P Global Ratings breytti horfum á lánshæfi Landsvirkjunar úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti BBB+ lánshæfiseinkunn fyrirtækisins. Landsvirkjun gerir ekki samstæðuárshlutareikning með dótturfélögum sínum Icelandic Power Insurance Ltd. og Landsvirkjun Power ehf., þar sem áhrif þeirra eru talin vera óveruleg. Þess í stað eru reikningsskilin gerð í samræmi við staðalinn IAS 27, Aðgreind reikningsskil. Nauðsynlegt að virkja meira Haft er eftir Herði að rekstur aflstöðva hafi gengið vel á fyrri helmingi ársins, en á fyrsta fjórðungi hafi þó þurft að takmarka afhendingu á skerðanlegri orku til gagnavera og fiskmjölsframleiðenda, þar sem raforkukerfið sé nú rekið nærri hámarks afkastagetu. „Eins og við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað bent á síðustu ár og misseri ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að uppfylla þá augljósu orkuþörf sem er í samfélaginu vegna orkuskipta og almenns vaxtar í atvinnulífinu. Landsvirkjun vinnur nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo fyrirtækinu sé unnt að mæta þessum sjálfsögðu kröfum samfélags og stefnu stjórnvalda.“ Landsvirkjun er sameignarfélag sem er alfarið í eigu ríkisins. Árshlutareikninginn má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FréttatilkynningPDF146KBSækja skjal Landsvirkjun Rekstur hins opinbera Orkumál Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Í fréttatilkynningu um árshlutareikning Landsvirkjunar er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra félagsins, að reksturinn gangi áfram vel. Hagnaður af grunnrekstri hafi aukist um 27 prósent frá sama tímabili ársins 2022, sem hafi þó verið metár í sögu fyrirtækisins. Rekstrartekjur hafi aukist um 12,5 prósent frá fyrri helmingi ársins 2022. Muni þar mestu um tekjur vegna innleystra áhættuvarna, auk þess sem raforkusala hafi áfram verið mikil, en á móti komi verðlækkun á þeim mörkuðum sem raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt við. Á sama tíma hafi rekstrar- og viðhaldskostnaður um lækkað 6 prósent frá fyrra ári. Helstu atriði árshlutareiknings Landsvirkjunar Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 196 milljónum USD (26,8 mö.kr.), en var 154,3 milljónir USD á sama tímabili árið áður og hækkar því um 27,0% þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 114 milljónir USD (15,6 ma.kr.), en var 137,5 milljónir USD á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins. Rekstrartekjur námu 331,8 milljónum USD (45,5 ma.kr.) og hækka um 36,8 milljónir USD(12,5%) frá sama tímabili á árinu áður. Nettó skuldir lækkuðu um 182,4 milljónir USD (25 ma.kr.) frá áramótum og voru í lok júní 665,7 milljónir USD (91,2 ma.kr.). Handbært fé frá rekstri nam 248,8 milljónum USD (34,1 ma.kr.), sem er 29,7% hækkun frá sama tímabili árið áður. Á öðrum ársfjórðungi var 125 milljóna USD lánalína endurfjármögnuð til þriggja ára. Kjör lánalínunnar eru hagstæð, eða 45 punktar yfir SOFR millibankavöxtum. Matsfyrirtækið S&P Global Ratings breytti horfum á lánshæfi Landsvirkjunar úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti BBB+ lánshæfiseinkunn fyrirtækisins. Landsvirkjun gerir ekki samstæðuárshlutareikning með dótturfélögum sínum Icelandic Power Insurance Ltd. og Landsvirkjun Power ehf., þar sem áhrif þeirra eru talin vera óveruleg. Þess í stað eru reikningsskilin gerð í samræmi við staðalinn IAS 27, Aðgreind reikningsskil. Nauðsynlegt að virkja meira Haft er eftir Herði að rekstur aflstöðva hafi gengið vel á fyrri helmingi ársins, en á fyrsta fjórðungi hafi þó þurft að takmarka afhendingu á skerðanlegri orku til gagnavera og fiskmjölsframleiðenda, þar sem raforkukerfið sé nú rekið nærri hámarks afkastagetu. „Eins og við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað bent á síðustu ár og misseri ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að uppfylla þá augljósu orkuþörf sem er í samfélaginu vegna orkuskipta og almenns vaxtar í atvinnulífinu. Landsvirkjun vinnur nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo fyrirtækinu sé unnt að mæta þessum sjálfsögðu kröfum samfélags og stefnu stjórnvalda.“ Landsvirkjun er sameignarfélag sem er alfarið í eigu ríkisins. Árshlutareikninginn má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FréttatilkynningPDF146KBSækja skjal
Landsvirkjun Rekstur hins opinbera Orkumál Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira