Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2023 16:47 Svandís Svavarsdóttir þarf að taka ákvörðun um hvalveiðar fljótlega. Vísir/Vilhelm Starfshópur, sem matvælaráðherra skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í dag. Í starfshópnum sátu fulltrúar matvælaráðuneytis, fulltrúi Matvælastofnunar og fulltrúi Fiskistofu, auk þess sem hópurinn kallaði utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. „Ráðuneytið hefur nú skýrslu starfshópsins til skoðunar þannig að hægt sé að undirbyggja næstu skref. Hér eftir sem hingað til verða allar ráðstafanir byggðar á gildandi lögum, faglegum sjónarmiðum og í samræmi við vandaða stjórnsýslu,“ segir í tilkynningu. Skýrslu starfshópsins má lesa hér. Ekki hægt að útiloka að nýjar aðferðir séu betri en gamlar Starfshópurinn rýndi fram komnar tillögur að bættum veiðiaðferðum í skýrslunni, auk þess sem fjallað er um önnur atriði sem lúta að ákvarðanatöku um veiðarnar. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Starfshópurinn telur að mögulegt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Að mati starfshópsins eru framkomnar tillögur og þær úrbætur sem þeim er ætlað að hafa til þess fallnar að hafa áhrif á árangur við veiðarnar. Starfshópurinn telur ekki unnt að útiloka miðað við lýsingar á þeim ólíku aðferðum sem lagt hefur verið mat á að veiðar með breyttum aðferðum séu betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum sé litið til mögulegra samlegðaráhrifa þeirra. Utan verksviðs að ákveða hvort hvalveiðar séu ásættanlegar Í lokaorðum skýrslunnar segir að starfshópnum hafi verið falið að rýna fyrirliggjandi tillögur sem snúa að úrbótum að veiðiaðferðum og veiðarfærum sem notaðar eru við veiðar á langreyðum, bæta við tillögum eftir atvikum og skila tillögum um valkosti eða mögulegar lausnir um hvað sé raunhæft. Þær úrbótatillögur sem starfshópurinn telji að komi helst til greina séu ný gerð miðs, ný skotlína, skotlínukarfa, mat á færi og þjálfun og reynsla skotmanna og áhafna. Í þeim tilvikum þegar skjóta þarf lausum skutli sé það mat starfshópsins að skutulskott sé til bóta. „Rýni starfshópsins hefur tekið til þess hvort og þá hvernig unnt er að bæta búnað og aðferðir við veiðar á langreyðum. Eins og fram kemur telur starfshópurinn að ýmsar leiðir séu færar í þeim efnum. Í þessu felst hins vegar ekki mat á því hvort framkomnar úrbætur séu til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Fellur það utan við verksvið starfshópsins,“ segir í lokaorðum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28. ágúst 2023 12:15 Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í dag. Í starfshópnum sátu fulltrúar matvælaráðuneytis, fulltrúi Matvælastofnunar og fulltrúi Fiskistofu, auk þess sem hópurinn kallaði utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. „Ráðuneytið hefur nú skýrslu starfshópsins til skoðunar þannig að hægt sé að undirbyggja næstu skref. Hér eftir sem hingað til verða allar ráðstafanir byggðar á gildandi lögum, faglegum sjónarmiðum og í samræmi við vandaða stjórnsýslu,“ segir í tilkynningu. Skýrslu starfshópsins má lesa hér. Ekki hægt að útiloka að nýjar aðferðir séu betri en gamlar Starfshópurinn rýndi fram komnar tillögur að bættum veiðiaðferðum í skýrslunni, auk þess sem fjallað er um önnur atriði sem lúta að ákvarðanatöku um veiðarnar. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Starfshópurinn telur að mögulegt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Að mati starfshópsins eru framkomnar tillögur og þær úrbætur sem þeim er ætlað að hafa til þess fallnar að hafa áhrif á árangur við veiðarnar. Starfshópurinn telur ekki unnt að útiloka miðað við lýsingar á þeim ólíku aðferðum sem lagt hefur verið mat á að veiðar með breyttum aðferðum séu betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum sé litið til mögulegra samlegðaráhrifa þeirra. Utan verksviðs að ákveða hvort hvalveiðar séu ásættanlegar Í lokaorðum skýrslunnar segir að starfshópnum hafi verið falið að rýna fyrirliggjandi tillögur sem snúa að úrbótum að veiðiaðferðum og veiðarfærum sem notaðar eru við veiðar á langreyðum, bæta við tillögum eftir atvikum og skila tillögum um valkosti eða mögulegar lausnir um hvað sé raunhæft. Þær úrbótatillögur sem starfshópurinn telji að komi helst til greina séu ný gerð miðs, ný skotlína, skotlínukarfa, mat á færi og þjálfun og reynsla skotmanna og áhafna. Í þeim tilvikum þegar skjóta þarf lausum skutli sé það mat starfshópsins að skutulskott sé til bóta. „Rýni starfshópsins hefur tekið til þess hvort og þá hvernig unnt er að bæta búnað og aðferðir við veiðar á langreyðum. Eins og fram kemur telur starfshópurinn að ýmsar leiðir séu færar í þeim efnum. Í þessu felst hins vegar ekki mat á því hvort framkomnar úrbætur séu til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Fellur það utan við verksvið starfshópsins,“ segir í lokaorðum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28. ágúst 2023 12:15 Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28. ágúst 2023 12:15
Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53