Atlético skoraði sjö í ótrúlegum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. ágúst 2023 22:30 Memphis og Saúl Ñíguez fagna einu af sjö mörkum Atlético í kvöld. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez Atlético Madríd gerði sér lítið fyrir og vann 7-0 útisigur á nágrönnum sínum í Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það tók gestina í Atlético ekki langan tíma að opna markareikning kvöldsins en Antoine Griezmann skoraði strax á 2. mínútu eftir undirbúning Rodrigo de Paul. Þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn tvöfaldaði Memphis forystu gestanna eftir undirbúning Saúl Ñíguez. Memphis fór meiddur af velli á 35. mínútu en í hans stað kom Álvaro Morata inn á. Mínútu síðar var staðan orðin 3-0 Atlético í vil. Að þessu sinni var það Nahuel Molina sem skilaði boltanum í netið eftir undirbúning De Paul, staðan 0-3 í hálfleik. Það tók gestina dágóða stund að bæta við fjórða markinu en það gerði Morata á 73. mínútu eftir sendingu frá Ñíguez. Sex mínútum síðar kom Angel Correa gestunum í 5-0. Morata bætti svo við sjötta markinu áður en Marcos Llorente tryggði ótrúlegan 7-0 sigur Atlético Madríd á 86. mínútu leiksins. FINAL #RayoAtleti 0-7 ¡Contundente triunfo del @Atleti a domicilio!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/dwzwXwq5Md— LALIGA (@LaLiga) August 28, 2023 Með sigrinum fer Atlético upp í 3. sæti með 7 stig, tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í Real sem tróna á toppi deildarinnar með níu stig. Önnur lið með sjö stig eftir þrjár umferðir eru Girona og Barcelona. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Það tók gestina í Atlético ekki langan tíma að opna markareikning kvöldsins en Antoine Griezmann skoraði strax á 2. mínútu eftir undirbúning Rodrigo de Paul. Þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn tvöfaldaði Memphis forystu gestanna eftir undirbúning Saúl Ñíguez. Memphis fór meiddur af velli á 35. mínútu en í hans stað kom Álvaro Morata inn á. Mínútu síðar var staðan orðin 3-0 Atlético í vil. Að þessu sinni var það Nahuel Molina sem skilaði boltanum í netið eftir undirbúning De Paul, staðan 0-3 í hálfleik. Það tók gestina dágóða stund að bæta við fjórða markinu en það gerði Morata á 73. mínútu eftir sendingu frá Ñíguez. Sex mínútum síðar kom Angel Correa gestunum í 5-0. Morata bætti svo við sjötta markinu áður en Marcos Llorente tryggði ótrúlegan 7-0 sigur Atlético Madríd á 86. mínútu leiksins. FINAL #RayoAtleti 0-7 ¡Contundente triunfo del @Atleti a domicilio!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/dwzwXwq5Md— LALIGA (@LaLiga) August 28, 2023 Með sigrinum fer Atlético upp í 3. sæti með 7 stig, tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í Real sem tróna á toppi deildarinnar með níu stig. Önnur lið með sjö stig eftir þrjár umferðir eru Girona og Barcelona.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira