Endurskoðun samgöngusáttmálans Ó. Ingi Tómasson skrifar 29. ágúst 2023 11:30 Við undirritun Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þann 26. september 2019 var brotið blað í framtíðarsýn um bættar samgöngur, aukið samgönguöryggi, minni umferðartafir og stórefldar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stóðu þétt saman við undirritun sáttmálans. Áætlaður kostnaður var um 120 milljarðar. Nokkuð jafnskiptur kostnaður var áætlaður vegna Borgarlínu og uppbyggingu stofnvega auk þess sem verulegir fjármunir voru áætlaðir í göngu- og hjólastíga svo og bættar ljósastýringar. Nú nákvæmlega fjórum árum seinna stendur yfir endurskoðun á Samgöngusáttmálanum, ýmsar forsendur hafa breyst, svo sem verðlagsbreytingar, búið er að greina ýmsar framkvæmdir betur sem leiðir til hærri kostnaðar ásamt öðrum þáttum sem hafa komið fram við hönnun verkefnisins. Samgöngusáttmálinn og jarðgöng Nokkuð fróðlegt er að fylgjast með umræðunni um kostnað annars vegar um Samgöngusáttmálann og jarðgöng hins vegar. Forystumenn í stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni að kostnaður við Samgöngusáttmálann sé of mikill á sama tíma er lítil sem engin umræða um göng sem samkvæmt áætlun frá árinu 2019 munu kosta á bilinu 33,5 – 64,3 milljarða. Göngin eru undir Fjarðarheiði- Seiðisfjörður- Mjóifjörður og Mjóifjörður-Norðfjörður. Þess má geta að íbúafjöldi Seyðisfjarðar er um 900-1000 og um Seyðisfjarðarveg aka um 640 bílar að meðaltali á dag og yfir sumarmánuðina um 1145 bílar. Ef við færum okkur yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 223.285 skráð ökutæki eru og íbúafjöldi er um 250.000 og berum saman þörfina á fjármagni í vegaframkvæmdir, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga þá verður að segjast eins og er að umræðan um fjármagn í þennan málaflokk er mjög brengluð. Stjórnmálamenn verða að líta til forgangsröðunar í þágu fjöldans og þá hvar fjármunum sé best varið. Hvort sem Samgöngusáttmálinn kosti 120 milljarða eða 200 milljarða eru það fjármunir sem vel er varið í samanburði við jarðgöng sem munu kosta allt að 70 milljörðum og eru fyrir örfáa. Reykjanesbrautin - Samgöngusáttmáli Framkvæmdir eru að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Allir notendur brautarinnar fagna þessari löngu tímabærri framkvæmd. Eftir stendur tvöföldun brautarinnar frá N-1 hringtorginu að Kaplakrika. Á verðlagi 2019 gerir sáttmálinn ráð fyrir 13,1 milljarði í framkvæmdir við Reykjanesbraut-Álftanesveg (frá Reykjanesbraut í Engidal)-Lækjargata og framkvæmdum verði lokið 2028. Um Reykjanesbrautina ofan við Sólvang aka um 50.000 bílar á hverjum degi. Um Reykjanesbrautina við Bústaðaveg þar sem áttu að vera komin mislæg gatnamót árið 2021 samkvæmt Samgöngusáttmálanum aka um 70.000 bílar á hverjum degi. Á þessum stöðum svo og mörgum öðrum sitjum við daglega föst í umferðinni. Borgarlína og önnur samgöngumannvirki Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samþykktu svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins árið 2015, þar er gert ráð fyrir þéttingu byggðar og skilvirkum samgöngum, einkabílsins og almenningssamgöngum. Nokkrar breytur hafa verið frá árinu 2015 varðandi kostnað og þróun Borgarlínu, sama á við um kostnað við önnur samgöngumannvirki. Í samanburði við ein jarðgöng sem nýtast fáum má segja að umræðan um Borgarlínu sem kostar álíka og jarðgöng fyrir austan sé nokkuð brengluð. Ávinningur af skilvirkum samgöngum er ótvíræður. Bíllaus lífstíll verður í boði fyrir þau sem það kjósa eða bara einn bíll á heimili. Stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, aukin notkun almenningssamgangna er stór liður í þeirri þróun auk þess að bætt umferðarflæði með bættum samgöngumannvirkjum mun draga úr mengun og ekki síður bæta lífsgæði íbúa með styttri ferðatíma og minni mengun. Þingmenn höfuðborgarsvæðisins svo og Suðurkjördæmis þurfa að setja hagsmuni íbúa sinna í forgang áður en tugum milljarða er forgangsraðað í jarðgöng sem nýtast fáum. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Hafnarfjörður Borgarlína Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Við undirritun Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þann 26. september 2019 var brotið blað í framtíðarsýn um bættar samgöngur, aukið samgönguöryggi, minni umferðartafir og stórefldar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stóðu þétt saman við undirritun sáttmálans. Áætlaður kostnaður var um 120 milljarðar. Nokkuð jafnskiptur kostnaður var áætlaður vegna Borgarlínu og uppbyggingu stofnvega auk þess sem verulegir fjármunir voru áætlaðir í göngu- og hjólastíga svo og bættar ljósastýringar. Nú nákvæmlega fjórum árum seinna stendur yfir endurskoðun á Samgöngusáttmálanum, ýmsar forsendur hafa breyst, svo sem verðlagsbreytingar, búið er að greina ýmsar framkvæmdir betur sem leiðir til hærri kostnaðar ásamt öðrum þáttum sem hafa komið fram við hönnun verkefnisins. Samgöngusáttmálinn og jarðgöng Nokkuð fróðlegt er að fylgjast með umræðunni um kostnað annars vegar um Samgöngusáttmálann og jarðgöng hins vegar. Forystumenn í stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni að kostnaður við Samgöngusáttmálann sé of mikill á sama tíma er lítil sem engin umræða um göng sem samkvæmt áætlun frá árinu 2019 munu kosta á bilinu 33,5 – 64,3 milljarða. Göngin eru undir Fjarðarheiði- Seiðisfjörður- Mjóifjörður og Mjóifjörður-Norðfjörður. Þess má geta að íbúafjöldi Seyðisfjarðar er um 900-1000 og um Seyðisfjarðarveg aka um 640 bílar að meðaltali á dag og yfir sumarmánuðina um 1145 bílar. Ef við færum okkur yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 223.285 skráð ökutæki eru og íbúafjöldi er um 250.000 og berum saman þörfina á fjármagni í vegaframkvæmdir, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga þá verður að segjast eins og er að umræðan um fjármagn í þennan málaflokk er mjög brengluð. Stjórnmálamenn verða að líta til forgangsröðunar í þágu fjöldans og þá hvar fjármunum sé best varið. Hvort sem Samgöngusáttmálinn kosti 120 milljarða eða 200 milljarða eru það fjármunir sem vel er varið í samanburði við jarðgöng sem munu kosta allt að 70 milljörðum og eru fyrir örfáa. Reykjanesbrautin - Samgöngusáttmáli Framkvæmdir eru að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Allir notendur brautarinnar fagna þessari löngu tímabærri framkvæmd. Eftir stendur tvöföldun brautarinnar frá N-1 hringtorginu að Kaplakrika. Á verðlagi 2019 gerir sáttmálinn ráð fyrir 13,1 milljarði í framkvæmdir við Reykjanesbraut-Álftanesveg (frá Reykjanesbraut í Engidal)-Lækjargata og framkvæmdum verði lokið 2028. Um Reykjanesbrautina ofan við Sólvang aka um 50.000 bílar á hverjum degi. Um Reykjanesbrautina við Bústaðaveg þar sem áttu að vera komin mislæg gatnamót árið 2021 samkvæmt Samgöngusáttmálanum aka um 70.000 bílar á hverjum degi. Á þessum stöðum svo og mörgum öðrum sitjum við daglega föst í umferðinni. Borgarlína og önnur samgöngumannvirki Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samþykktu svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins árið 2015, þar er gert ráð fyrir þéttingu byggðar og skilvirkum samgöngum, einkabílsins og almenningssamgöngum. Nokkrar breytur hafa verið frá árinu 2015 varðandi kostnað og þróun Borgarlínu, sama á við um kostnað við önnur samgöngumannvirki. Í samanburði við ein jarðgöng sem nýtast fáum má segja að umræðan um Borgarlínu sem kostar álíka og jarðgöng fyrir austan sé nokkuð brengluð. Ávinningur af skilvirkum samgöngum er ótvíræður. Bíllaus lífstíll verður í boði fyrir þau sem það kjósa eða bara einn bíll á heimili. Stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, aukin notkun almenningssamgangna er stór liður í þeirri þróun auk þess að bætt umferðarflæði með bættum samgöngumannvirkjum mun draga úr mengun og ekki síður bæta lífsgæði íbúa með styttri ferðatíma og minni mengun. Þingmenn höfuðborgarsvæðisins svo og Suðurkjördæmis þurfa að setja hagsmuni íbúa sinna í forgang áður en tugum milljarða er forgangsraðað í jarðgöng sem nýtast fáum. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun