Endurskoðun samgöngusáttmálans Ó. Ingi Tómasson skrifar 29. ágúst 2023 11:30 Við undirritun Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þann 26. september 2019 var brotið blað í framtíðarsýn um bættar samgöngur, aukið samgönguöryggi, minni umferðartafir og stórefldar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stóðu þétt saman við undirritun sáttmálans. Áætlaður kostnaður var um 120 milljarðar. Nokkuð jafnskiptur kostnaður var áætlaður vegna Borgarlínu og uppbyggingu stofnvega auk þess sem verulegir fjármunir voru áætlaðir í göngu- og hjólastíga svo og bættar ljósastýringar. Nú nákvæmlega fjórum árum seinna stendur yfir endurskoðun á Samgöngusáttmálanum, ýmsar forsendur hafa breyst, svo sem verðlagsbreytingar, búið er að greina ýmsar framkvæmdir betur sem leiðir til hærri kostnaðar ásamt öðrum þáttum sem hafa komið fram við hönnun verkefnisins. Samgöngusáttmálinn og jarðgöng Nokkuð fróðlegt er að fylgjast með umræðunni um kostnað annars vegar um Samgöngusáttmálann og jarðgöng hins vegar. Forystumenn í stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni að kostnaður við Samgöngusáttmálann sé of mikill á sama tíma er lítil sem engin umræða um göng sem samkvæmt áætlun frá árinu 2019 munu kosta á bilinu 33,5 – 64,3 milljarða. Göngin eru undir Fjarðarheiði- Seiðisfjörður- Mjóifjörður og Mjóifjörður-Norðfjörður. Þess má geta að íbúafjöldi Seyðisfjarðar er um 900-1000 og um Seyðisfjarðarveg aka um 640 bílar að meðaltali á dag og yfir sumarmánuðina um 1145 bílar. Ef við færum okkur yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 223.285 skráð ökutæki eru og íbúafjöldi er um 250.000 og berum saman þörfina á fjármagni í vegaframkvæmdir, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga þá verður að segjast eins og er að umræðan um fjármagn í þennan málaflokk er mjög brengluð. Stjórnmálamenn verða að líta til forgangsröðunar í þágu fjöldans og þá hvar fjármunum sé best varið. Hvort sem Samgöngusáttmálinn kosti 120 milljarða eða 200 milljarða eru það fjármunir sem vel er varið í samanburði við jarðgöng sem munu kosta allt að 70 milljörðum og eru fyrir örfáa. Reykjanesbrautin - Samgöngusáttmáli Framkvæmdir eru að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Allir notendur brautarinnar fagna þessari löngu tímabærri framkvæmd. Eftir stendur tvöföldun brautarinnar frá N-1 hringtorginu að Kaplakrika. Á verðlagi 2019 gerir sáttmálinn ráð fyrir 13,1 milljarði í framkvæmdir við Reykjanesbraut-Álftanesveg (frá Reykjanesbraut í Engidal)-Lækjargata og framkvæmdum verði lokið 2028. Um Reykjanesbrautina ofan við Sólvang aka um 50.000 bílar á hverjum degi. Um Reykjanesbrautina við Bústaðaveg þar sem áttu að vera komin mislæg gatnamót árið 2021 samkvæmt Samgöngusáttmálanum aka um 70.000 bílar á hverjum degi. Á þessum stöðum svo og mörgum öðrum sitjum við daglega föst í umferðinni. Borgarlína og önnur samgöngumannvirki Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samþykktu svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins árið 2015, þar er gert ráð fyrir þéttingu byggðar og skilvirkum samgöngum, einkabílsins og almenningssamgöngum. Nokkrar breytur hafa verið frá árinu 2015 varðandi kostnað og þróun Borgarlínu, sama á við um kostnað við önnur samgöngumannvirki. Í samanburði við ein jarðgöng sem nýtast fáum má segja að umræðan um Borgarlínu sem kostar álíka og jarðgöng fyrir austan sé nokkuð brengluð. Ávinningur af skilvirkum samgöngum er ótvíræður. Bíllaus lífstíll verður í boði fyrir þau sem það kjósa eða bara einn bíll á heimili. Stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, aukin notkun almenningssamgangna er stór liður í þeirri þróun auk þess að bætt umferðarflæði með bættum samgöngumannvirkjum mun draga úr mengun og ekki síður bæta lífsgæði íbúa með styttri ferðatíma og minni mengun. Þingmenn höfuðborgarsvæðisins svo og Suðurkjördæmis þurfa að setja hagsmuni íbúa sinna í forgang áður en tugum milljarða er forgangsraðað í jarðgöng sem nýtast fáum. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Hafnarfjörður Borgarlína Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við undirritun Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þann 26. september 2019 var brotið blað í framtíðarsýn um bættar samgöngur, aukið samgönguöryggi, minni umferðartafir og stórefldar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stóðu þétt saman við undirritun sáttmálans. Áætlaður kostnaður var um 120 milljarðar. Nokkuð jafnskiptur kostnaður var áætlaður vegna Borgarlínu og uppbyggingu stofnvega auk þess sem verulegir fjármunir voru áætlaðir í göngu- og hjólastíga svo og bættar ljósastýringar. Nú nákvæmlega fjórum árum seinna stendur yfir endurskoðun á Samgöngusáttmálanum, ýmsar forsendur hafa breyst, svo sem verðlagsbreytingar, búið er að greina ýmsar framkvæmdir betur sem leiðir til hærri kostnaðar ásamt öðrum þáttum sem hafa komið fram við hönnun verkefnisins. Samgöngusáttmálinn og jarðgöng Nokkuð fróðlegt er að fylgjast með umræðunni um kostnað annars vegar um Samgöngusáttmálann og jarðgöng hins vegar. Forystumenn í stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni að kostnaður við Samgöngusáttmálann sé of mikill á sama tíma er lítil sem engin umræða um göng sem samkvæmt áætlun frá árinu 2019 munu kosta á bilinu 33,5 – 64,3 milljarða. Göngin eru undir Fjarðarheiði- Seiðisfjörður- Mjóifjörður og Mjóifjörður-Norðfjörður. Þess má geta að íbúafjöldi Seyðisfjarðar er um 900-1000 og um Seyðisfjarðarveg aka um 640 bílar að meðaltali á dag og yfir sumarmánuðina um 1145 bílar. Ef við færum okkur yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 223.285 skráð ökutæki eru og íbúafjöldi er um 250.000 og berum saman þörfina á fjármagni í vegaframkvæmdir, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga þá verður að segjast eins og er að umræðan um fjármagn í þennan málaflokk er mjög brengluð. Stjórnmálamenn verða að líta til forgangsröðunar í þágu fjöldans og þá hvar fjármunum sé best varið. Hvort sem Samgöngusáttmálinn kosti 120 milljarða eða 200 milljarða eru það fjármunir sem vel er varið í samanburði við jarðgöng sem munu kosta allt að 70 milljörðum og eru fyrir örfáa. Reykjanesbrautin - Samgöngusáttmáli Framkvæmdir eru að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Allir notendur brautarinnar fagna þessari löngu tímabærri framkvæmd. Eftir stendur tvöföldun brautarinnar frá N-1 hringtorginu að Kaplakrika. Á verðlagi 2019 gerir sáttmálinn ráð fyrir 13,1 milljarði í framkvæmdir við Reykjanesbraut-Álftanesveg (frá Reykjanesbraut í Engidal)-Lækjargata og framkvæmdum verði lokið 2028. Um Reykjanesbrautina ofan við Sólvang aka um 50.000 bílar á hverjum degi. Um Reykjanesbrautina við Bústaðaveg þar sem áttu að vera komin mislæg gatnamót árið 2021 samkvæmt Samgöngusáttmálanum aka um 70.000 bílar á hverjum degi. Á þessum stöðum svo og mörgum öðrum sitjum við daglega föst í umferðinni. Borgarlína og önnur samgöngumannvirki Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samþykktu svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins árið 2015, þar er gert ráð fyrir þéttingu byggðar og skilvirkum samgöngum, einkabílsins og almenningssamgöngum. Nokkrar breytur hafa verið frá árinu 2015 varðandi kostnað og þróun Borgarlínu, sama á við um kostnað við önnur samgöngumannvirki. Í samanburði við ein jarðgöng sem nýtast fáum má segja að umræðan um Borgarlínu sem kostar álíka og jarðgöng fyrir austan sé nokkuð brengluð. Ávinningur af skilvirkum samgöngum er ótvíræður. Bíllaus lífstíll verður í boði fyrir þau sem það kjósa eða bara einn bíll á heimili. Stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, aukin notkun almenningssamgangna er stór liður í þeirri þróun auk þess að bætt umferðarflæði með bættum samgöngumannvirkjum mun draga úr mengun og ekki síður bæta lífsgæði íbúa með styttri ferðatíma og minni mengun. Þingmenn höfuðborgarsvæðisins svo og Suðurkjördæmis þurfa að setja hagsmuni íbúa sinna í forgang áður en tugum milljarða er forgangsraðað í jarðgöng sem nýtast fáum. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun