Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu: „Svona er bara lífið í fótboltanum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2023 07:30 Ásmundur Arnarsson þjálfaði Blika frá árinu 2021. Vísir/Vilhelm Leikmenn kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta fengu óvænt sjokk þegar að þær fréttu af brotthvarfi þjálfarans Ásmundar Arnarssonar frá félaginu á æfingu á mánudaginn. Þau tíðindi bárust á mánudaginn að knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson hefðu komist að samkomulagi um að binda enda á samstarf sitt. Ásmundur hafði þjálfað kvennalið Breiðabliks síðan haustið 2021 en árangur liðsins upp á síðkastið hefur verið undir væntingum og því var ákveðið að leiðir skildu skilja. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Blika, en hún og aðrir leikmenn liðsins fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu á mánudaginn. „Þetta var náttúrulega bara mikið sjokk og bara leiðinlegar aðstæður. Það er sama hvað gengur á inni á vellinum, þetta er alltaf leiðinlegt,“ sagði Ásta í Sportpakkanum í gær. „Það voru kannski smá sérstakar aðstæður á æfingu í gær [á mánudaginn] og líka pirringur í leikmönnum eftir leiðinleg úrslit deginum áður. Við þurfum bara að horfa á framhaldið núna. Það er bara þannig.“ Ásta hefur aðeins góða hluti að segja um Ásmund og hans starf hjá Breiðabliki. „Ási er frábær náungi og bara mjög góður maður og góður þjálfari. Þannig ég hef bara góða hluti um Ása að segja. Stundum er þetta bara svo grimmt sport og hlutirnir gerast svo hratt og það er mikil pressa. Svona er bara lífið í fótboltanum, því miður. En ég óska honum alls hins besta.“ Klippa: Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu Breiðablik situr í öðru sæti Bestu-deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í þriðja sæti. Fram undan er úrslitakeppni deildarinnar og vill Ásta Eir að Blikar stígi upp í þessum krefjandi aðstæðum. „Við erum ekkert að grafa okkur ofan í einhverja holu. Við erum í öðru sæti í deildinni og planið er að halda í það. Það eru 15 stig eftir í pottinum og ég ætla ekkert að útiloka neitt. Mótið er ekki búið,“ sagði Ásta að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira
Þau tíðindi bárust á mánudaginn að knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson hefðu komist að samkomulagi um að binda enda á samstarf sitt. Ásmundur hafði þjálfað kvennalið Breiðabliks síðan haustið 2021 en árangur liðsins upp á síðkastið hefur verið undir væntingum og því var ákveðið að leiðir skildu skilja. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Blika, en hún og aðrir leikmenn liðsins fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu á mánudaginn. „Þetta var náttúrulega bara mikið sjokk og bara leiðinlegar aðstæður. Það er sama hvað gengur á inni á vellinum, þetta er alltaf leiðinlegt,“ sagði Ásta í Sportpakkanum í gær. „Það voru kannski smá sérstakar aðstæður á æfingu í gær [á mánudaginn] og líka pirringur í leikmönnum eftir leiðinleg úrslit deginum áður. Við þurfum bara að horfa á framhaldið núna. Það er bara þannig.“ Ásta hefur aðeins góða hluti að segja um Ásmund og hans starf hjá Breiðabliki. „Ási er frábær náungi og bara mjög góður maður og góður þjálfari. Þannig ég hef bara góða hluti um Ása að segja. Stundum er þetta bara svo grimmt sport og hlutirnir gerast svo hratt og það er mikil pressa. Svona er bara lífið í fótboltanum, því miður. En ég óska honum alls hins besta.“ Klippa: Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu Breiðablik situr í öðru sæti Bestu-deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í þriðja sæti. Fram undan er úrslitakeppni deildarinnar og vill Ásta Eir að Blikar stígi upp í þessum krefjandi aðstæðum. „Við erum ekkert að grafa okkur ofan í einhverja holu. Við erum í öðru sæti í deildinni og planið er að halda í það. Það eru 15 stig eftir í pottinum og ég ætla ekkert að útiloka neitt. Mótið er ekki búið,“ sagði Ásta að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira