Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 15:49 Rudy Giuliani ræðir við blaðamenn við fangelsi í Fulton-sýslu í Georgíu þegar hann gaf sig fram þar á dögunum. Fyrir aftan han stendur maður sem heldur á klút sem á er letrað „Trúðabílsvaldarán“. Vísir/EPA Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. Giuliani afhenti ekki stefnendunum rafræn gögn sem þeir kröfðust í málinu. Því úrskurðaði dómari að hann hefði fyrirgert rétti sínum til málsvarnar. Hann gæti nú átt yfir höfði sér þunga sekt sem fjallað verður sérstaklega um fyrir dómi í Washington-borg seinna á þessu ári eða snemma á því næsta, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Mæðgurnar Ruby Freeman og Wandrea Moss sökuðu Giuliani um að valda sér tilfinningalegum skaða og mannorðshnekk auk þess að stefna öryggi þeirra í hættu með lygum hans um að þær hefðu átt við atkvæði við talningu eftir forsetakosningarnar árið 2020. Giulani hefur áður viðurkennt að ásakanir hans á hendur mæðgunum hafi verið rangar og að þær hafi skaðað mannorð þeirra. Giuliani er einn nítján sakborninga sem eru nefndir í ákæru umdæmissaksóknara í Georgíu fyrir samsæri um að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna þar ólöglega. Trump, sem er einnig ákærður í því máli, hefur haldið því ranglega fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í Georgíu. Hluti sakborninganna í málinu eru ákærðir fyrir sinn þátt í að áreita Freeman og Moss. Stjarna Giuliani hefur fallið skarpt undanfarin ár en hann naut nokkuð almennrar aðdáunar sem borgarstjóri New York eftir hryðjuverkaárásirnar þar 11. september árið 2001. Hann er nú sagður í fjárhagskröggum, ekki síst vegna sligandi lögfræðikostnaðar í tengslum við herferð hans og Trump til þess að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna fyrir tæpum þremur árum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. 10. desember 2021 16:13 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Giuliani afhenti ekki stefnendunum rafræn gögn sem þeir kröfðust í málinu. Því úrskurðaði dómari að hann hefði fyrirgert rétti sínum til málsvarnar. Hann gæti nú átt yfir höfði sér þunga sekt sem fjallað verður sérstaklega um fyrir dómi í Washington-borg seinna á þessu ári eða snemma á því næsta, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Mæðgurnar Ruby Freeman og Wandrea Moss sökuðu Giuliani um að valda sér tilfinningalegum skaða og mannorðshnekk auk þess að stefna öryggi þeirra í hættu með lygum hans um að þær hefðu átt við atkvæði við talningu eftir forsetakosningarnar árið 2020. Giulani hefur áður viðurkennt að ásakanir hans á hendur mæðgunum hafi verið rangar og að þær hafi skaðað mannorð þeirra. Giuliani er einn nítján sakborninga sem eru nefndir í ákæru umdæmissaksóknara í Georgíu fyrir samsæri um að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna þar ólöglega. Trump, sem er einnig ákærður í því máli, hefur haldið því ranglega fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í Georgíu. Hluti sakborninganna í málinu eru ákærðir fyrir sinn þátt í að áreita Freeman og Moss. Stjarna Giuliani hefur fallið skarpt undanfarin ár en hann naut nokkuð almennrar aðdáunar sem borgarstjóri New York eftir hryðjuverkaárásirnar þar 11. september árið 2001. Hann er nú sagður í fjárhagskröggum, ekki síst vegna sligandi lögfræðikostnaðar í tengslum við herferð hans og Trump til þess að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna fyrir tæpum þremur árum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. 10. desember 2021 16:13 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59
„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29
Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. 10. desember 2021 16:13