Óskar fyrir stórleik dagsins: „Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 10:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks Vísir/Hulda Margrét Stærsti leikur í sögu karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, að margra mati, fer fram á Kópavogsvelli síðar í dag þegar að liðið tekur á móti FC Struga í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik vann fyrri leikinn úti í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu og getur, með annað hvort jafntefli eða sigri í dag tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópu fyrst allra karlaliða á Íslandi. „Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni.“ „Þetta er bara blanda af mikilli eftirvæntingu og auðvitað finnur maður fyrir stærð leiksins. Það er alveg ljóst,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um tilfinningarnar sem bærast um innra með honum fyrir leiknum. „Maður finnur fyrir stressi, það er smá ótti en mest eftirvænting.“ En hvernig nálgast Óskar leikmenn sína í aðdraganda þessa stórleiks? „Maður reynir að hafa þetta eins venjulegt og þetta getur orðið, þetta er auðvitað bara fótboltaleikur sem við þurfum að vinna en í grunninn þurfum við að umvefja þá staðreynd að við erum komnir á þennan stað, í þessa stöðu og menn eru búnir að vinna fyrir því. Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni, það eru ekki allir sem fá að upplifa það og við þurfum að vera þakklátir fyrir það. Passa upp á að orkan sem við komum með inn í þennan leik sé jákvæð, að allar neikvæðu tilfinningarnar á borð við stress, ótti og allt þetta þar sem að hlutir sem þú óttast mest í heiminum að tapa eða falla á sverð. Að það dragi þig ekki niður heldur, af því að við erum meðvitaðir um það og þorum að tala um það, geti óttinn verið öflugur drifkraftur.“ Segir Óskar sem telur að innst inni séu menn að hugsa hvað gerist ef þeir klikki. „Að falla á þessari síðustu hindrun, sem er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Við höfum áhyggjur af öllu, alltaf, alls staðar en þegar að hópurinn er saman, hópurinn er meðvitaður um það og allir í sömu stöðu, þá er auðveldara að takast á við það og nýta það sem jákvæða orku, öflugan drifkraft.“ Viðtalið við Óskar í heild sinni fyrir stórleik dagsins gegn Struga FC má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Óskar fyrir stórleikinn: Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Breiðablik vann fyrri leikinn úti í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu og getur, með annað hvort jafntefli eða sigri í dag tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópu fyrst allra karlaliða á Íslandi. „Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni.“ „Þetta er bara blanda af mikilli eftirvæntingu og auðvitað finnur maður fyrir stærð leiksins. Það er alveg ljóst,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um tilfinningarnar sem bærast um innra með honum fyrir leiknum. „Maður finnur fyrir stressi, það er smá ótti en mest eftirvænting.“ En hvernig nálgast Óskar leikmenn sína í aðdraganda þessa stórleiks? „Maður reynir að hafa þetta eins venjulegt og þetta getur orðið, þetta er auðvitað bara fótboltaleikur sem við þurfum að vinna en í grunninn þurfum við að umvefja þá staðreynd að við erum komnir á þennan stað, í þessa stöðu og menn eru búnir að vinna fyrir því. Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni, það eru ekki allir sem fá að upplifa það og við þurfum að vera þakklátir fyrir það. Passa upp á að orkan sem við komum með inn í þennan leik sé jákvæð, að allar neikvæðu tilfinningarnar á borð við stress, ótti og allt þetta þar sem að hlutir sem þú óttast mest í heiminum að tapa eða falla á sverð. Að það dragi þig ekki niður heldur, af því að við erum meðvitaðir um það og þorum að tala um það, geti óttinn verið öflugur drifkraftur.“ Segir Óskar sem telur að innst inni séu menn að hugsa hvað gerist ef þeir klikki. „Að falla á þessari síðustu hindrun, sem er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Við höfum áhyggjur af öllu, alltaf, alls staðar en þegar að hópurinn er saman, hópurinn er meðvitaður um það og allir í sömu stöðu, þá er auðveldara að takast á við það og nýta það sem jákvæða orku, öflugan drifkraft.“ Viðtalið við Óskar í heild sinni fyrir stórleik dagsins gegn Struga FC má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Óskar fyrir stórleikinn: Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira