„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2023 12:35 Katrín Oddsdóttir er lögmaður Náttúruverndarsamtakanna. Hún segir leitt að Svandís hafi ekki staðið betur með fyrri ákvörðun sinni. Stöð 2 „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. Katrín segist þó ekki vera á því að þetta verði endilega niðurstaðan. „Ég held að það séu nú ýmsir sem séu að reyna að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að við lendum í þeim augljósa orðsporshnekki sem yfirvofandi er ef við höldum þessum veiðum áfram.“ Svandís tilkynnti í hádeginu að hún ætli að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað sé að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni verði brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. Hefði átt að standa betur með fyrri ákvörðun Katrín segir að sér þyki leitt að Svandís hafi ekki staðið betur með fyrri ákvörðun sinni, en fyrr í sumar frestaði veiðum til loka ágústmánaðar. „Ég hef skoðað þessa skýrslu starfshóps lítillega og í raun finnst mér að þar sé bara verið að fjalla um það sem Hvalur segist ætla að gera og segist geta gert án þess að sannleiksgildið sé rannsakað sérstaklega. Við erum bara að horfa fram á það að Kristján Loftsson sé að fara að senda langreyðum raflost ofan á allt annað. Ég held að við séum að missa svakalega sjónar af stóru myndinni, bæði hvað varðar náttúruna – að við séum hluti af vistkerfi jarðar – og líka hvað varðar orðsporsáættuna sem við erum að taka sem samfélag.“ Sjálfmiðaður fókus Katrín segist sömuleiðis hrygg og það vera sorglegt að heyra fólk segja að hér sé hvort eð er nóg af ferðamönnum eða að einhverjir útlendingar eigi ekki að segja okkur fyrir verkum. „Þetta snýst um að skilja að við séum hluti af heildarsamhenginu og að þær ákvarðanir sem eru teknar hér hafa áhrif á vistkerfi alls staðar og þar með mannfólk alls staðar. Við þurfum kannski svolítið að taka þennan sjálfmiðaða fókus niður um nokkrar tommur,“ segir Katrín. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54 Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Katrín segist þó ekki vera á því að þetta verði endilega niðurstaðan. „Ég held að það séu nú ýmsir sem séu að reyna að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að við lendum í þeim augljósa orðsporshnekki sem yfirvofandi er ef við höldum þessum veiðum áfram.“ Svandís tilkynnti í hádeginu að hún ætli að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað sé að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni verði brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. Hefði átt að standa betur með fyrri ákvörðun Katrín segir að sér þyki leitt að Svandís hafi ekki staðið betur með fyrri ákvörðun sinni, en fyrr í sumar frestaði veiðum til loka ágústmánaðar. „Ég hef skoðað þessa skýrslu starfshóps lítillega og í raun finnst mér að þar sé bara verið að fjalla um það sem Hvalur segist ætla að gera og segist geta gert án þess að sannleiksgildið sé rannsakað sérstaklega. Við erum bara að horfa fram á það að Kristján Loftsson sé að fara að senda langreyðum raflost ofan á allt annað. Ég held að við séum að missa svakalega sjónar af stóru myndinni, bæði hvað varðar náttúruna – að við séum hluti af vistkerfi jarðar – og líka hvað varðar orðsporsáættuna sem við erum að taka sem samfélag.“ Sjálfmiðaður fókus Katrín segist sömuleiðis hrygg og það vera sorglegt að heyra fólk segja að hér sé hvort eð er nóg af ferðamönnum eða að einhverjir útlendingar eigi ekki að segja okkur fyrir verkum. „Þetta snýst um að skilja að við séum hluti af heildarsamhenginu og að þær ákvarðanir sem eru teknar hér hafa áhrif á vistkerfi alls staðar og þar með mannfólk alls staðar. Við þurfum kannski svolítið að taka þennan sjálfmiðaða fókus niður um nokkrar tommur,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54 Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54
Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52