„Svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. ágúst 2023 17:12 Ólíkir heimar mættust í húsinu á Hverfisgötu sem hýsti bæði athvarf Framsóknarflokksins og skemmtistaðarins Miami. vísir/vilhelm Hús Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33 hefur verið skráð á ný til sölu. Húsið, sem er í meirihlutaeigu flokksins, hefur verið falt í rúm fjögur ár. Á fasteignavef Vísis kemur fram að fasteignamat efri hæða, sem eru í eigu flokksins, séu 465 fermetrar og er fasteignamatið 303 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1965 en Framsóknarflokkurinn eignaðist húsið árið 1998. Áður hefur verið fjallað um sögu hússins og eignarhald þar sem fram kom að eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félaginu Skúlagarði hf., sem átti höfuðstöðvar Framsóknarflokksins, séu farnir yfir móðuna miklu. Árið 2016 voru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Meðal skráðra eigenda voru til að mynda Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins. Helgi Héðinsson framkvæmdastjóri flokksins segir að búið sé að greiða úr eignarhaldi í dag. „Þetta er nánast eingöngu í eigu flokksins,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Það er búið að taka töluvert til í þessu.“ „Við höfum verið með þetta til sölu af og á, frá árinu 2019. Það er ekki fyrr en núna sem eignin er til sölu í heilu lagi.“ Samkvæmt núverandi auglýsingu er reiknað með að kaupandi geti eignast allt húsið. Skemmtistaðurinn Miami var rekinn á neðri hæð hússins en staðnum var lokað í júlí á síðasta ári. „Planið er að losa þessa eign. Aðgengismál eru ekki nógu heppileg og húsið hentar okkur ekki nógu vel. Planið er að selja þessa eign, það er nokkur áhugi núna og þegar það fer í gegn er næsta skref að finna okkur heppilegt húsnæði. Þetta er mjög álitleg eign og spennandi tækifæri til að gera ýmislegt. Heilt hús í miðbænum, rúmir átta hundruð fermetrar, svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi,“ segir Helgi að lokum. Framsóknarflokkurinn Reykjavík Veitingastaðir Hús og heimili Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Á fasteignavef Vísis kemur fram að fasteignamat efri hæða, sem eru í eigu flokksins, séu 465 fermetrar og er fasteignamatið 303 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1965 en Framsóknarflokkurinn eignaðist húsið árið 1998. Áður hefur verið fjallað um sögu hússins og eignarhald þar sem fram kom að eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félaginu Skúlagarði hf., sem átti höfuðstöðvar Framsóknarflokksins, séu farnir yfir móðuna miklu. Árið 2016 voru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Meðal skráðra eigenda voru til að mynda Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins. Helgi Héðinsson framkvæmdastjóri flokksins segir að búið sé að greiða úr eignarhaldi í dag. „Þetta er nánast eingöngu í eigu flokksins,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Það er búið að taka töluvert til í þessu.“ „Við höfum verið með þetta til sölu af og á, frá árinu 2019. Það er ekki fyrr en núna sem eignin er til sölu í heilu lagi.“ Samkvæmt núverandi auglýsingu er reiknað með að kaupandi geti eignast allt húsið. Skemmtistaðurinn Miami var rekinn á neðri hæð hússins en staðnum var lokað í júlí á síðasta ári. „Planið er að losa þessa eign. Aðgengismál eru ekki nógu heppileg og húsið hentar okkur ekki nógu vel. Planið er að selja þessa eign, það er nokkur áhugi núna og þegar það fer í gegn er næsta skref að finna okkur heppilegt húsnæði. Þetta er mjög álitleg eign og spennandi tækifæri til að gera ýmislegt. Heilt hús í miðbænum, rúmir átta hundruð fermetrar, svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi,“ segir Helgi að lokum.
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Veitingastaðir Hús og heimili Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira