Þegar gefur á bátinn Hildur Björnsdóttir skrifar 1. september 2023 09:30 Á vordögum við afgreiðslu ársreiknings, sem sýndi nær sextán milljarða hallarekstur, sagði borgarstjóri gríðarlegan viðsnúning framundan í rekstri borgarinnar. Oddviti Framsóknar boðaði aðgerðir, nú skyldi tekið í hornin á rekstrinum. Það var því fróðlegt að líta þriggja mánaða uppgjör borgarsjóðs á dögunum. Þar birtist rekstrarniðurstaða sem reyndist nær tveimur milljörðum lakari en áætlanir borgarstjóra gáfu til kynna. Þegar sex mánaða uppgjör fyrirtækja og félaga í eigu Reykjavíkurborgar eru svo skoðuð málast upp sífellt dekkri mynd af fjármálum borgarinnar. Um margra ára skeið hefur rekstur borgarsjóðs stigversnað. Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga borgarinnar hafa hins vegar gert meirihlutanum kleift að klappa sér á bakið fyrir rekstrarafrek við erfiðar aðstæður. Hækkandi álverð á heimsmörkuðum og sprenging í húsnæðisverði áranna 2020 til 2022 reyndust helstu ástæður þess að samstæða Reykjavíkuborgar skilaði jákvæðri niðurstöðu - jafnvel þó rekstur borgarinnar hafi í reynd farið versnandi með hverju árshlutauppgjörinu. Nú gefur hins vegar á bátinn. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar átti samstæða borgarinnar að skila ríflega átta milljarða afgangi á árinu 2023. Var það ekki síst vegna væntrar afkomu tveggja stærstu dótturfélaga borgarinnar, Félagsbústaða og Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2023 átti matsbreyting á fjárfestingaeignum Félagsbústaða að skila tæpum 7,6 milljörðum króna á yfirstandandi ári. Reyndin er sú að á fyrstu sex mánuðum ársins nemur matsbreyting á eignum Félagsbústaða um 580 milljónum króna. Að sama skapi var áætluð afkoma Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2023 ríflega 13,3 milljarðar króna. Reyndin er sú að Orkuveita Reykjavíkur tapaði 795 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Til að bíta höfuðuð af skömm ámælisverðrar áæltanagerðar meirihlutans voru verðbólguforsendur ársins 2023 4,9 prósent. Nú er ljóst að sú forsenda er strax fallin um sjálfa sig. Ekki nema til komi sprenging í húsnæðisverði á Íslandi, rokhækkun í alþjóðlegu álverði og hraður samdráttur í innlendri verðbólgu (óháð því hversu ósamrýmanlegir þessir þrír þættir eru), þá er augljóst að rekstur borgarinnar verður mörgum milljörðum lakari en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Sé einungis litið til Félagsbústaða og Orkuveitunnar vantar um það bil 10 milljarða upp á að áætlanir samstæðu borgarinnar gangi eftir. Ekki er boðlegt að kvarta undan verðbólgu umfram væntingar. Að styðjast við verðbólguspá sem var gefin út í júnílok 2022 er í besta falli vanþekking og í versta falli einbeittur vilji til að blekkja kjósendur. Nú má ljóst vera að hvorki verður af þeim viðsnúningi sem borgarstjóri lofaði - né heldur þeim aðgerðum sem tilvonandi borgarstjóri boðaði. Þá er ekki síður ljóst að ekki verður tekið í hornin á rekstrinum, fyrr en tekið hefur verið í hornin á meirihlutanum. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Hildur Björnsdóttir Borgarstjórn Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á vordögum við afgreiðslu ársreiknings, sem sýndi nær sextán milljarða hallarekstur, sagði borgarstjóri gríðarlegan viðsnúning framundan í rekstri borgarinnar. Oddviti Framsóknar boðaði aðgerðir, nú skyldi tekið í hornin á rekstrinum. Það var því fróðlegt að líta þriggja mánaða uppgjör borgarsjóðs á dögunum. Þar birtist rekstrarniðurstaða sem reyndist nær tveimur milljörðum lakari en áætlanir borgarstjóra gáfu til kynna. Þegar sex mánaða uppgjör fyrirtækja og félaga í eigu Reykjavíkurborgar eru svo skoðuð málast upp sífellt dekkri mynd af fjármálum borgarinnar. Um margra ára skeið hefur rekstur borgarsjóðs stigversnað. Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga borgarinnar hafa hins vegar gert meirihlutanum kleift að klappa sér á bakið fyrir rekstrarafrek við erfiðar aðstæður. Hækkandi álverð á heimsmörkuðum og sprenging í húsnæðisverði áranna 2020 til 2022 reyndust helstu ástæður þess að samstæða Reykjavíkuborgar skilaði jákvæðri niðurstöðu - jafnvel þó rekstur borgarinnar hafi í reynd farið versnandi með hverju árshlutauppgjörinu. Nú gefur hins vegar á bátinn. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar átti samstæða borgarinnar að skila ríflega átta milljarða afgangi á árinu 2023. Var það ekki síst vegna væntrar afkomu tveggja stærstu dótturfélaga borgarinnar, Félagsbústaða og Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2023 átti matsbreyting á fjárfestingaeignum Félagsbústaða að skila tæpum 7,6 milljörðum króna á yfirstandandi ári. Reyndin er sú að á fyrstu sex mánuðum ársins nemur matsbreyting á eignum Félagsbústaða um 580 milljónum króna. Að sama skapi var áætluð afkoma Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2023 ríflega 13,3 milljarðar króna. Reyndin er sú að Orkuveita Reykjavíkur tapaði 795 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Til að bíta höfuðuð af skömm ámælisverðrar áæltanagerðar meirihlutans voru verðbólguforsendur ársins 2023 4,9 prósent. Nú er ljóst að sú forsenda er strax fallin um sjálfa sig. Ekki nema til komi sprenging í húsnæðisverði á Íslandi, rokhækkun í alþjóðlegu álverði og hraður samdráttur í innlendri verðbólgu (óháð því hversu ósamrýmanlegir þessir þrír þættir eru), þá er augljóst að rekstur borgarinnar verður mörgum milljörðum lakari en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Sé einungis litið til Félagsbústaða og Orkuveitunnar vantar um það bil 10 milljarða upp á að áætlanir samstæðu borgarinnar gangi eftir. Ekki er boðlegt að kvarta undan verðbólgu umfram væntingar. Að styðjast við verðbólguspá sem var gefin út í júnílok 2022 er í besta falli vanþekking og í versta falli einbeittur vilji til að blekkja kjósendur. Nú má ljóst vera að hvorki verður af þeim viðsnúningi sem borgarstjóri lofaði - né heldur þeim aðgerðum sem tilvonandi borgarstjóri boðaði. Þá er ekki síður ljóst að ekki verður tekið í hornin á rekstrinum, fyrr en tekið hefur verið í hornin á meirihlutanum. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun