Manneskjumiðuð stjórnun – Vegferð að farsælu vinnuumhverfi Unnur Magnúsdóttir skrifar 1. september 2023 14:31 Í leitinni að tryggð og skuldbindingu starfsfólks benda niðurstöður rannsókna til þess að sveigjanlegir, manneskjumiðaðir stjórnunarhættir séu nauðsynlegir til að endurspegla breytt gildismat fólks á vinnumarkaði í dag. Fyrirtæki verða að leggja jafnvel enn meiri áherslu á að byggja upp virk tengsl; setja saman teymi sem byggja á trausti, efla frumkvæði starfsfólks og gæta vel að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Fyrirtæki ættu að endurskilgreina gildi á vinnustaðnum með því að leggja áherslu á bæði skipulagslega og tilfinningalega þenkjandi stjórnendur sem bregðast við þörfum starfsfólks í nútímanum; sem felur í sér að þau skilji virði síns vinnuframlags, upplifi vinnustaðamenningu sem tilfinningalega örugga og finnist þau hafa hlutverki að gegna varðandi framtíðaráform og velgengni félagsins. Manneskjumiðaðir stjórnendur stuðla að því að starfsfólk læri að meta sjálft sig að verðleikum sem starfsmenn, þeir sjá til þess að vinnustaðamenningin sé tilfinningalega traust og hjálpa starfsfólkinu að sjá hvernig þau leggja sitt af mörkum í vegferð og velgengni félagsins. Millistjórnendur gegna núorðið veigameira hlutverki þegar kemur að andlegri líðan starfsfólks. Starfsfólk sem er skuldbundið og virkt, vill hafa tilfinningalega hagsmuni sína í forgangi. Hér getur hluttekningarsamur stjórnandi, sem er til staðar jafnt fyrir alla, gert gæfumuninn varðandi það hvort starfsmanni finnist hann metinn að verðleikum. Framkvæmdastjórar setja ekki einungis fram markmið heldur útskýra hvað þau þýða fyrir einstaklingana. Þeir bregðast við vandamálum, hlusta á áhyggjuraddir og miðla viðbrögðum til yfirstjórnar. Þeir leiða starfsfólk gegnum breytingar, auðvelda teymis- og samvinnu og styðja við þörf starfsmanna fyrir faglega og persónulega þróun. Á móti kemur að starfsfólk sem er undir stjórn manneskjumiðaðra stjórnenda er líklegra til að „gera hlutina óumbeðið, endast lengur hjá fyrirtækinu og mæla með þvi sem frábærum vinnustað. Þegar allt kemur til alls þá eru manneskjumiðaðir stjórnunarhættir nauðsynlegir til að knýja áfram og efla tryggð og virkni. Öflugir stjórnendur og skuldbundið, virkt starfsfólk fara saman – en rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningatengsl skipta máli. Félög með frumkvæði og stjórnendateymi þeirra geta laðað að og haldið í hæfileikaríka einstaklinga með því að gera eftirfarandi: Æðstu stjórnendurr þurfa að innleiða manneskjumiðuð kerfi og fyrirkomulag sem samræmist þörfum starfsfólks, eins og sveigjanlegan vinnutíma, þróun í starfi og menningu sem byggir á gagnsæi og tilfinningalegum stuðningi. Millistjórnendur þurfa að hafa aðgang að þeim úrræðum og stuðningi sem þeir þurfa til að geta sinnt starfi sínu vel og byggt upp öflug samstarfsteymi og ekki síðst þurfa þeir að líta á það sem hlutverk sitt að sýna fólki áhuga. Þegar allt kemur til alls þá eru það ekki flóknar aðferðir sem hjálpa stjórnendum skapa manneskjumiðað umhverfi. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir sem hjálpa stjórnenum að byggja upp traust og jákvæða samvinnu. Byrjaðu á hrósi og einlægu þakklæti. Vektu óbeint athygli á mistökum fólks. Talaðu um eigin mistök áður en þú gagnrýnir hinn aðilann. Spyrðu spurninga í stað þess að gefa bein fyrirmæli. Leyfðu hinum aðilanum að halda andlitinu. Hrósaðu smávægilegri framför og lofaðu allar framfarir. Vertu leiðtoginn sem setur manneskjuna í fyrsta sæti og þú uppskerð öfluga liðsheild sem skapar árangur fyrir fyrirtækið. Höfundur er þjálfari og ráðgjafi hjá Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í leitinni að tryggð og skuldbindingu starfsfólks benda niðurstöður rannsókna til þess að sveigjanlegir, manneskjumiðaðir stjórnunarhættir séu nauðsynlegir til að endurspegla breytt gildismat fólks á vinnumarkaði í dag. Fyrirtæki verða að leggja jafnvel enn meiri áherslu á að byggja upp virk tengsl; setja saman teymi sem byggja á trausti, efla frumkvæði starfsfólks og gæta vel að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Fyrirtæki ættu að endurskilgreina gildi á vinnustaðnum með því að leggja áherslu á bæði skipulagslega og tilfinningalega þenkjandi stjórnendur sem bregðast við þörfum starfsfólks í nútímanum; sem felur í sér að þau skilji virði síns vinnuframlags, upplifi vinnustaðamenningu sem tilfinningalega örugga og finnist þau hafa hlutverki að gegna varðandi framtíðaráform og velgengni félagsins. Manneskjumiðaðir stjórnendur stuðla að því að starfsfólk læri að meta sjálft sig að verðleikum sem starfsmenn, þeir sjá til þess að vinnustaðamenningin sé tilfinningalega traust og hjálpa starfsfólkinu að sjá hvernig þau leggja sitt af mörkum í vegferð og velgengni félagsins. Millistjórnendur gegna núorðið veigameira hlutverki þegar kemur að andlegri líðan starfsfólks. Starfsfólk sem er skuldbundið og virkt, vill hafa tilfinningalega hagsmuni sína í forgangi. Hér getur hluttekningarsamur stjórnandi, sem er til staðar jafnt fyrir alla, gert gæfumuninn varðandi það hvort starfsmanni finnist hann metinn að verðleikum. Framkvæmdastjórar setja ekki einungis fram markmið heldur útskýra hvað þau þýða fyrir einstaklingana. Þeir bregðast við vandamálum, hlusta á áhyggjuraddir og miðla viðbrögðum til yfirstjórnar. Þeir leiða starfsfólk gegnum breytingar, auðvelda teymis- og samvinnu og styðja við þörf starfsmanna fyrir faglega og persónulega þróun. Á móti kemur að starfsfólk sem er undir stjórn manneskjumiðaðra stjórnenda er líklegra til að „gera hlutina óumbeðið, endast lengur hjá fyrirtækinu og mæla með þvi sem frábærum vinnustað. Þegar allt kemur til alls þá eru manneskjumiðaðir stjórnunarhættir nauðsynlegir til að knýja áfram og efla tryggð og virkni. Öflugir stjórnendur og skuldbundið, virkt starfsfólk fara saman – en rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningatengsl skipta máli. Félög með frumkvæði og stjórnendateymi þeirra geta laðað að og haldið í hæfileikaríka einstaklinga með því að gera eftirfarandi: Æðstu stjórnendurr þurfa að innleiða manneskjumiðuð kerfi og fyrirkomulag sem samræmist þörfum starfsfólks, eins og sveigjanlegan vinnutíma, þróun í starfi og menningu sem byggir á gagnsæi og tilfinningalegum stuðningi. Millistjórnendur þurfa að hafa aðgang að þeim úrræðum og stuðningi sem þeir þurfa til að geta sinnt starfi sínu vel og byggt upp öflug samstarfsteymi og ekki síðst þurfa þeir að líta á það sem hlutverk sitt að sýna fólki áhuga. Þegar allt kemur til alls þá eru það ekki flóknar aðferðir sem hjálpa stjórnendum skapa manneskjumiðað umhverfi. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir sem hjálpa stjórnenum að byggja upp traust og jákvæða samvinnu. Byrjaðu á hrósi og einlægu þakklæti. Vektu óbeint athygli á mistökum fólks. Talaðu um eigin mistök áður en þú gagnrýnir hinn aðilann. Spyrðu spurninga í stað þess að gefa bein fyrirmæli. Leyfðu hinum aðilanum að halda andlitinu. Hrósaðu smávægilegri framför og lofaðu allar framfarir. Vertu leiðtoginn sem setur manneskjuna í fyrsta sæti og þú uppskerð öfluga liðsheild sem skapar árangur fyrir fyrirtækið. Höfundur er þjálfari og ráðgjafi hjá Dale Carnegie.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun