Tugir þúsunda hátíðargesta fastir í eyðimörkinni vegna rigningar Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2023 08:07 Gervihnattarmynd af hátíðarsvæðinu en talið er að 73 þúsund manns hafi sótt hátíðina. Margir þeirra eru fastir á svæðinu vegna leðju. AP/Maxar Gestum Burning man hátíðarinnar í eyðimörk Nevada í Bandaríkjunum var sagt í gær að spara matvæli, vatn og eldsneyti þar sem þúsundir sitja fastir á hátíðarsvæðinu vegna mikilla rigninga. Hátíðarsvæðið og nærliggjandi umhverfi er þakið þykkri leðju eftir rigningarnar. Öllum vegum við hátíðarsvæðið hefur verið lokað og hefur ekki verið hægt að tæma klósett á hátíðarsvæðinu um helgina. Von er á enn meiri rigningu í dag en hátíðinni líkur formlega á morgun og er áætlað að um 73 þúsund manns séu á hátíðarsvæðinu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að enn sé ekki ljóst hvenær hátíðargestir munu geta yfirgefið svæðið. Héraðsmiðillinn Reno Gazette Journal segir þó að einhverjir hafi gengið rúma átta kílómetra í gegnum leðjuna til að komast af svæðinu. Í frétt RGJ segir að gífurlega erfitt sé að ganga í leðjunni. Fógetinn í Washoe-sýslu, þar sem hátíðin er haldin, hefur beðið gesti um að reyna ekki að keyra af hátíðarsvæðinu eða inn á það. Fólk hefur líka verið beðið um að hætta að hringja í Neyðarlínuna til að fá almennar upplýsingar en forsvarsmenn hátíðarinnar hafa sett upp vefsíðu þar sem gestir eiga að geta nálgast helstu upplýsingar. Due to flooding, the Nevada Department of Transportation has announced the closure of all travel lanes at Nevada State Route 447 near W Pyramid Lake Rd.— Washoe Sheriff (@WashoeSheriff) September 2, 2023 Ákveðið var að fresta því að halda hina frægu brennu, sem hátíðin fær nafn sitt frá, en það átti að gerast í gærkvöldi. Óttast var að fólk myndi reyna að yfirgefa svæðið í massavís eftir brennuna. Bandaríkin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Öllum vegum við hátíðarsvæðið hefur verið lokað og hefur ekki verið hægt að tæma klósett á hátíðarsvæðinu um helgina. Von er á enn meiri rigningu í dag en hátíðinni líkur formlega á morgun og er áætlað að um 73 þúsund manns séu á hátíðarsvæðinu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að enn sé ekki ljóst hvenær hátíðargestir munu geta yfirgefið svæðið. Héraðsmiðillinn Reno Gazette Journal segir þó að einhverjir hafi gengið rúma átta kílómetra í gegnum leðjuna til að komast af svæðinu. Í frétt RGJ segir að gífurlega erfitt sé að ganga í leðjunni. Fógetinn í Washoe-sýslu, þar sem hátíðin er haldin, hefur beðið gesti um að reyna ekki að keyra af hátíðarsvæðinu eða inn á það. Fólk hefur líka verið beðið um að hætta að hringja í Neyðarlínuna til að fá almennar upplýsingar en forsvarsmenn hátíðarinnar hafa sett upp vefsíðu þar sem gestir eiga að geta nálgast helstu upplýsingar. Due to flooding, the Nevada Department of Transportation has announced the closure of all travel lanes at Nevada State Route 447 near W Pyramid Lake Rd.— Washoe Sheriff (@WashoeSheriff) September 2, 2023 Ákveðið var að fresta því að halda hina frægu brennu, sem hátíðin fær nafn sitt frá, en það átti að gerast í gærkvöldi. Óttast var að fólk myndi reyna að yfirgefa svæðið í massavís eftir brennuna.
Bandaríkin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira