Samgöngusáttmáli um betri borg Birkir Ingibjartsson skrifar 4. september 2023 13:00 Nú stendur yfir vinna hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og ríkinu við að uppfæra Samgöngusáttmálann sem sömu aðilar undirrituðu haustið 2019 og hefur talsvert verið til umræðu síðustu daga. Frá þeim tímapunkti hefur margt breyst sem lá að baki þeim forsendum sem sáttmálinn byggir á. Munar þar miklu um þær verðlagsbreytingar sem orðið hafa vegna verðbólgunnar en einnig hefur mikil fjölgun íbúa höfuðborgarsvæðisins síðustu misseri gert framgang verkefna sáttmálans enn brýnni. Því er eðlilegt að staðan sé tekin nú áður en næstu skref eru ákvörðuð. Forsendurnar á bakvið gerð Samgöngusáttmálans voru ansi skýrar og sneru í einföldu máli að því að ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammældust um mikilvægi þess að sett yrði fram skýr langtímasýn fyrir uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem um væri breið samstaða. Í framkvæmdapakka sáttmálans var eitthvað fyrir alla en markmið sáttmálans sneru ekki síst að mikilvægi þess að auka hlutdeild almenningssamgangna og virkra ferðamáta til að bregðast við áætlaðri fólksfjölgun næstu áratuga og til að draga úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem núverandi samgöngukerfi veldur. Í sáttmálanum var því mörkuð nokkuð framsækin sýn um nauðsynlegar og krefjandi, en einnig jákvæðar breytingar á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Fjárhagslegar forsendur voru þær að þróun og uppbygging á Keldnalandinu átti að standa undir stórum hluta þess kostnaðar sem sáttmálanum fylgdi. Önnur fjárhagsleg forsenda var að hefja gjaldtöku á stofnvegum höfuðborgarsvæðisins til að greiða annan stóra hluta af áætluðum kostnaði. Síðan sáttmálinn var undirritaður hefur Reykjavíkurborg í slagtogi við Betri samgöngur ohf. staðið í ströngu við að leggja drög að skipulagi Keldnalandsins. Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr alþjóðlegri skipulagssamkeppni um svæðið liggi fyrir nú í september og eru sterkar vísbendingar um að verðmæti landsins muni reynast nokkuð meira en áætlað var í upphafi. Það eru jákvæðar fregnir en á sama tíma hefur umræðan um umferðargjöldin hvergi þokast. Frostið í kringum þann anga sáttmálans er algerlega á ábyrgð núverandi ríkisstjórnarflokka og alvarlegt að ekki hafi verið leitt í land hvernig tryggja á að þeir fjármunir skili sér til fjármögnunar sáttmálans. Útfrá þeim fjármunum sem áætlaðir voru í verkefni sáttmálans má í raun lýsa yfir jafntefli milli uppbyggingu stofnvega og innviða Borgarlínunnar. Ef við miðum hinsvegar forgangsröðina við þau verkefni sem hafa verið framkvæmd síðan sáttmálinn var undirritaður er ljóst að stofnvegakerfið hefur augljóslega vinninginn. Framkvæmdum við fjögur af ellefu stofnvegaverkefnum sáttmálans er lokið auk þess sem fyrsta gröfuskóflan var tekin fyrir Arnarnesveg fyrir rúmri viku. Á sama tíma hefur ekki einn einasti hluti Borgarlínunnar farið í framkvæmd frá undirritun. Í því samhengi er ljóst að hingað til hefur verulega hallað á hlut almenningssamgangna við framfylgd sáttmálans. Blessunarlega horfir til betri vegar í þeim efnum en gert er ráð fyrir að framkvæmdir við Fossvogsbrú hefjist á haustmánuðum. Um er að ræða lykilframkvæmd sem gera mun öllum leiðum Borgarlínu og Strætó sem liggja frá suðurhluta höfuðborgarsvæðisins inn í Vatnsmýrina og þaðan til miðborginnar kleift að skera hjá mestu umferðarhnútunum. Er brúin sem slík ekki síst mikilvægur hlekkur í áætlaðri framkvæmdaröð sáttmálans. Þess utan verður Fossvogsbrú frábær áfangastaður í sjálfu sér - gott almenningsrými á vinsælu útivistarsvæði. Með Borgarlínunni er verið að innleiða nýja tegund af hágæða almenningssamgöngum inn á höfuðborgarsvæðið. Flækjustig fyrirhugaðra framkvæmda er hátt enda verið að gera breytingar á flóknu og þéttu borgarumhverfi og oft í miklu návígi við aðra mikilvæga innviði s.s. veitu- og umferðarmannvirki. Það hjálpar ekki heldur til að allt of lengi var horft framhjá mikilvægi almenningssamgangna við þróun borgarinnar. Það ætti því að koma fáum á óvart að einstaka framkvæmdir hafi dregist eða tekið breytingum af ólíkum ástæðum. Það er eðli stórra framkvæmda en einmitt í því sannar samgöngusáttmálinn mikilvægi sitt. Hann verður að byggja á breiðri sátt og skýrum grunnmarkmiðum svo hægt sé að endurmeta stöðuna hverju sinni þegar minni eða stærri forsendur hliðrast eða breytast. Borgarlínan er hinsvegar í grunninn mjög einfalt kerfi – almenningsvagnar sem keyra á afmörkuðum akreinum í stað blandaðrar umferðar. Að draga sérrými Borgarlínunnar í gegnum borgina er í raun tiltölulega einfalt en stóri höfuðverkurinn er allt það magn bílaumferðar sem er á götum borgarinnar í dag og plássið sem það krefur. Það er fjöldi bílanna sem stoppar hér allt á háannatímum og það er fjöldi bílanna sem kallar fram þær kröfur sem skapar flækjurnar, þenur út mannvirkin og eykur kostnaðinn. Ef vilji er til að einfalda verkefni samgöngusáttmálans væri ef til vill rétt að byrja á að viðurkenna að vandamálið er fyrst og fremst of margir bílar. Við megum hið minnsta ekki nú þegar á reynir fara að gefa afslátt af þeim nauðsynlegu breytingum sem við þurfum að ná fram. Lausnin er ekki léttari Borgarlína, heldur meiri Borgarlína. Fyrir þessu er almennt góður skilningur, nema kannski hjá þeim stjórnmálamönnum sem hafa ekki annað erindi í pólitík en að standa vörð um óbreytt ástand. Uppfærsla Samgöngusáttmálans nú á haustmánuðum verður að taka mið af þeim grunn markmiðum sem hann byggir á hvað varðar fjölbreytta og vistvæna ferðamáta. Ríkið þarf að standa við sinn þátt og tryggja að þeir fjármunir sem það hefur skuldbundið sig til að leggja inn í sáttmálann skili sér. Hvort sem það er með innleiðingu gjaldtöku á stofnvegum borgarinnar og/eða öðrum hætti. Þar þarf Alþingi að bretta upp ermar. Loks er ljóst að forgangsröðun framkvæmda má ekki raskast frekar á kostnað Borgarlínunnar sem ætti að njóta skýrs forgangs þegar kemur að fjármögnun, bæði hvað varðar vegna framkvæmda og hönnunar. Að lokum þurfum við að vera alveg fullkomlega heiðarleg með það hvert vandamálið í dag er. Hér eru þegar of margir bílar og við viljum ekki að þeim fjölgi frekar. Einkabíllinn getur ekki fengið sama pláss og hann fær í dag ef við ætlum að setja almenningssamgöngur og virka ferðamáta í forgang og skapa hér mannvænt og gott borgarumhverfi. Um það ætti uppfærsla Samgöngusáttmálans að snúast. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Samgöngur Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir vinna hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og ríkinu við að uppfæra Samgöngusáttmálann sem sömu aðilar undirrituðu haustið 2019 og hefur talsvert verið til umræðu síðustu daga. Frá þeim tímapunkti hefur margt breyst sem lá að baki þeim forsendum sem sáttmálinn byggir á. Munar þar miklu um þær verðlagsbreytingar sem orðið hafa vegna verðbólgunnar en einnig hefur mikil fjölgun íbúa höfuðborgarsvæðisins síðustu misseri gert framgang verkefna sáttmálans enn brýnni. Því er eðlilegt að staðan sé tekin nú áður en næstu skref eru ákvörðuð. Forsendurnar á bakvið gerð Samgöngusáttmálans voru ansi skýrar og sneru í einföldu máli að því að ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammældust um mikilvægi þess að sett yrði fram skýr langtímasýn fyrir uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem um væri breið samstaða. Í framkvæmdapakka sáttmálans var eitthvað fyrir alla en markmið sáttmálans sneru ekki síst að mikilvægi þess að auka hlutdeild almenningssamgangna og virkra ferðamáta til að bregðast við áætlaðri fólksfjölgun næstu áratuga og til að draga úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem núverandi samgöngukerfi veldur. Í sáttmálanum var því mörkuð nokkuð framsækin sýn um nauðsynlegar og krefjandi, en einnig jákvæðar breytingar á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Fjárhagslegar forsendur voru þær að þróun og uppbygging á Keldnalandinu átti að standa undir stórum hluta þess kostnaðar sem sáttmálanum fylgdi. Önnur fjárhagsleg forsenda var að hefja gjaldtöku á stofnvegum höfuðborgarsvæðisins til að greiða annan stóra hluta af áætluðum kostnaði. Síðan sáttmálinn var undirritaður hefur Reykjavíkurborg í slagtogi við Betri samgöngur ohf. staðið í ströngu við að leggja drög að skipulagi Keldnalandsins. Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr alþjóðlegri skipulagssamkeppni um svæðið liggi fyrir nú í september og eru sterkar vísbendingar um að verðmæti landsins muni reynast nokkuð meira en áætlað var í upphafi. Það eru jákvæðar fregnir en á sama tíma hefur umræðan um umferðargjöldin hvergi þokast. Frostið í kringum þann anga sáttmálans er algerlega á ábyrgð núverandi ríkisstjórnarflokka og alvarlegt að ekki hafi verið leitt í land hvernig tryggja á að þeir fjármunir skili sér til fjármögnunar sáttmálans. Útfrá þeim fjármunum sem áætlaðir voru í verkefni sáttmálans má í raun lýsa yfir jafntefli milli uppbyggingu stofnvega og innviða Borgarlínunnar. Ef við miðum hinsvegar forgangsröðina við þau verkefni sem hafa verið framkvæmd síðan sáttmálinn var undirritaður er ljóst að stofnvegakerfið hefur augljóslega vinninginn. Framkvæmdum við fjögur af ellefu stofnvegaverkefnum sáttmálans er lokið auk þess sem fyrsta gröfuskóflan var tekin fyrir Arnarnesveg fyrir rúmri viku. Á sama tíma hefur ekki einn einasti hluti Borgarlínunnar farið í framkvæmd frá undirritun. Í því samhengi er ljóst að hingað til hefur verulega hallað á hlut almenningssamgangna við framfylgd sáttmálans. Blessunarlega horfir til betri vegar í þeim efnum en gert er ráð fyrir að framkvæmdir við Fossvogsbrú hefjist á haustmánuðum. Um er að ræða lykilframkvæmd sem gera mun öllum leiðum Borgarlínu og Strætó sem liggja frá suðurhluta höfuðborgarsvæðisins inn í Vatnsmýrina og þaðan til miðborginnar kleift að skera hjá mestu umferðarhnútunum. Er brúin sem slík ekki síst mikilvægur hlekkur í áætlaðri framkvæmdaröð sáttmálans. Þess utan verður Fossvogsbrú frábær áfangastaður í sjálfu sér - gott almenningsrými á vinsælu útivistarsvæði. Með Borgarlínunni er verið að innleiða nýja tegund af hágæða almenningssamgöngum inn á höfuðborgarsvæðið. Flækjustig fyrirhugaðra framkvæmda er hátt enda verið að gera breytingar á flóknu og þéttu borgarumhverfi og oft í miklu návígi við aðra mikilvæga innviði s.s. veitu- og umferðarmannvirki. Það hjálpar ekki heldur til að allt of lengi var horft framhjá mikilvægi almenningssamgangna við þróun borgarinnar. Það ætti því að koma fáum á óvart að einstaka framkvæmdir hafi dregist eða tekið breytingum af ólíkum ástæðum. Það er eðli stórra framkvæmda en einmitt í því sannar samgöngusáttmálinn mikilvægi sitt. Hann verður að byggja á breiðri sátt og skýrum grunnmarkmiðum svo hægt sé að endurmeta stöðuna hverju sinni þegar minni eða stærri forsendur hliðrast eða breytast. Borgarlínan er hinsvegar í grunninn mjög einfalt kerfi – almenningsvagnar sem keyra á afmörkuðum akreinum í stað blandaðrar umferðar. Að draga sérrými Borgarlínunnar í gegnum borgina er í raun tiltölulega einfalt en stóri höfuðverkurinn er allt það magn bílaumferðar sem er á götum borgarinnar í dag og plássið sem það krefur. Það er fjöldi bílanna sem stoppar hér allt á háannatímum og það er fjöldi bílanna sem kallar fram þær kröfur sem skapar flækjurnar, þenur út mannvirkin og eykur kostnaðinn. Ef vilji er til að einfalda verkefni samgöngusáttmálans væri ef til vill rétt að byrja á að viðurkenna að vandamálið er fyrst og fremst of margir bílar. Við megum hið minnsta ekki nú þegar á reynir fara að gefa afslátt af þeim nauðsynlegu breytingum sem við þurfum að ná fram. Lausnin er ekki léttari Borgarlína, heldur meiri Borgarlína. Fyrir þessu er almennt góður skilningur, nema kannski hjá þeim stjórnmálamönnum sem hafa ekki annað erindi í pólitík en að standa vörð um óbreytt ástand. Uppfærsla Samgöngusáttmálans nú á haustmánuðum verður að taka mið af þeim grunn markmiðum sem hann byggir á hvað varðar fjölbreytta og vistvæna ferðamáta. Ríkið þarf að standa við sinn þátt og tryggja að þeir fjármunir sem það hefur skuldbundið sig til að leggja inn í sáttmálann skili sér. Hvort sem það er með innleiðingu gjaldtöku á stofnvegum borgarinnar og/eða öðrum hætti. Þar þarf Alþingi að bretta upp ermar. Loks er ljóst að forgangsröðun framkvæmda má ekki raskast frekar á kostnað Borgarlínunnar sem ætti að njóta skýrs forgangs þegar kemur að fjármögnun, bæði hvað varðar vegna framkvæmda og hönnunar. Að lokum þurfum við að vera alveg fullkomlega heiðarleg með það hvert vandamálið í dag er. Hér eru þegar of margir bílar og við viljum ekki að þeim fjölgi frekar. Einkabíllinn getur ekki fengið sama pláss og hann fær í dag ef við ætlum að setja almenningssamgöngur og virka ferðamáta í forgang og skapa hér mannvænt og gott borgarumhverfi. Um það ætti uppfærsla Samgöngusáttmálans að snúast. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar