Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. september 2023 21:39 Mæðginin vildu ekki koma fram undir nafni en fannst mikilvægt að deila reynslu sinni í von um að sagan endurtaki sig ekki. Vísir/Einar Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. Sautján ára drengur sem lagði leið sína á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ með vini sínum segir ferðina hafa breyst í martröð. Samkvæmt drengnum, sem er dökkur á hörund, og móður hans veittist lögreglan að honum á harkalegan hátt við komuna á hátíðina á meðan vinur hans var látinn afskiptalaus. Mæðginin vildu ekki koma fram undir nafni en fannst mikilvægt að deila reynslu sinni í von um að sagan endurtaki sig ekki. Drengurinn segir atvikið hafa átt sér stað skömmu eftir komuna á hátíðina. Þar hafi þeir vinirnir labbað fram hjá lögreglumönnum. „Við erum bara að labba fram hjá. Lögreglan labbar að mér og spyr hvað ég heiti og ég bara hvað er í gangi og svara því. Næsta spurning, ertu efnaður eða ertu með vopn á þér. Ég ætlaði að sýna þeim hvað ég var með í vasanum og þá segja þau ekki setja hendur í vasann og ég spyr hvað er í gangi og svo segir hún mér að fara upp við vegg og nær í hund og lætur leita á mér og enginn er að tala við hinn vin minn sem er ekki með sama húðlit og ég,“ útskýrir drengurinn. Hrein og bein kynþáttamörkun Eftir þetta hafi kvöldinu verið lokið og þeir vinirnir hafi snúið aftur heim. Móðirin segir að sér hafi verið brugðið þegar sonur hennar hringdi og lýsti atvikum. Tilfinningin hafi ekki verið góð og aðgerðir lögreglu hafi verið hrein og bein kynþáttamörkun. „Líka bara í mínu uppeldi hef ég alltaf lagt áherslu á að kenna börnunum mínum að löggan sé vinur þeirra. Ég er á móti því þegar fólk talar um lögregluna sem grýlu og hef alltaf sagt þeim ef eitthvað kemur upp á þá talarðu við lögregluna. Lögreglan er vinur þinn. Þarna eru þeir að bregðast þessu trausti svolítið að barnið mitt geti treyst þeim,“ segir móðirin. Á ekki að viðgangast Drengurinn segir atvikið hafa verið leiðinlegt og að honum hafi eðlilega brugðið. „Ástæðan fyrir því að ég er hér er að koma skilaboðunum áleiðis að þetta á ekki að vera í gangi árið 2023,“ segir hann. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að málið væri litið alvarlegum augum og að það væri komið inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu til rannsóknar. Lögreglan hafði samband við móðurina í morgun og segir hún þann sem hringdi hafa verið mjög almennilegan. „En hann hafði engin svör fyrir mig, hver ástæðan var fyrir þessu, af hverju hann en ekki hvíti vinur hans við hliðina á honum. Og af hverju svona harkalegar aðgerðir, ég er líka bara svo reið yfir því og að enginn hafi haft samband við mig. Hann er undir lögaldri og það er enginn sem talar við mig,“ segir hún. Áður komið fyrir Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan hefur haft afskipti af drengnum vegna húðlitar. „Þegar það var eitthvað atvik í gangi þá hefur mér verið líkt við einhvern og ég hef farið í yfirheyrslu uppi á lögreglustöð því einhver litaður var að gera eitthvað,“ segir drengurinn. Aðspurður hvort hann muni geta treyst lögreglunni eftir þetta svarar hann játandi. „Lögreglan er búin að gera frábæra hluti, þetta er gott fólk en maður á ekki að þurfa að hugsa um svona hluti þegar maður labbar framhjá lögreglunni.“ Mæðginin hyggjast leita réttar síns vegna málsins. Reykjanesbær Lögreglan Kynþáttafordómar Lögreglumál Ljósanótt Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35 Stígur fram vegna máls sonar síns Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. 24. apríl 2022 15:38 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Sautján ára drengur sem lagði leið sína á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ með vini sínum segir ferðina hafa breyst í martröð. Samkvæmt drengnum, sem er dökkur á hörund, og móður hans veittist lögreglan að honum á harkalegan hátt við komuna á hátíðina á meðan vinur hans var látinn afskiptalaus. Mæðginin vildu ekki koma fram undir nafni en fannst mikilvægt að deila reynslu sinni í von um að sagan endurtaki sig ekki. Drengurinn segir atvikið hafa átt sér stað skömmu eftir komuna á hátíðina. Þar hafi þeir vinirnir labbað fram hjá lögreglumönnum. „Við erum bara að labba fram hjá. Lögreglan labbar að mér og spyr hvað ég heiti og ég bara hvað er í gangi og svara því. Næsta spurning, ertu efnaður eða ertu með vopn á þér. Ég ætlaði að sýna þeim hvað ég var með í vasanum og þá segja þau ekki setja hendur í vasann og ég spyr hvað er í gangi og svo segir hún mér að fara upp við vegg og nær í hund og lætur leita á mér og enginn er að tala við hinn vin minn sem er ekki með sama húðlit og ég,“ útskýrir drengurinn. Hrein og bein kynþáttamörkun Eftir þetta hafi kvöldinu verið lokið og þeir vinirnir hafi snúið aftur heim. Móðirin segir að sér hafi verið brugðið þegar sonur hennar hringdi og lýsti atvikum. Tilfinningin hafi ekki verið góð og aðgerðir lögreglu hafi verið hrein og bein kynþáttamörkun. „Líka bara í mínu uppeldi hef ég alltaf lagt áherslu á að kenna börnunum mínum að löggan sé vinur þeirra. Ég er á móti því þegar fólk talar um lögregluna sem grýlu og hef alltaf sagt þeim ef eitthvað kemur upp á þá talarðu við lögregluna. Lögreglan er vinur þinn. Þarna eru þeir að bregðast þessu trausti svolítið að barnið mitt geti treyst þeim,“ segir móðirin. Á ekki að viðgangast Drengurinn segir atvikið hafa verið leiðinlegt og að honum hafi eðlilega brugðið. „Ástæðan fyrir því að ég er hér er að koma skilaboðunum áleiðis að þetta á ekki að vera í gangi árið 2023,“ segir hann. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að málið væri litið alvarlegum augum og að það væri komið inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu til rannsóknar. Lögreglan hafði samband við móðurina í morgun og segir hún þann sem hringdi hafa verið mjög almennilegan. „En hann hafði engin svör fyrir mig, hver ástæðan var fyrir þessu, af hverju hann en ekki hvíti vinur hans við hliðina á honum. Og af hverju svona harkalegar aðgerðir, ég er líka bara svo reið yfir því og að enginn hafi haft samband við mig. Hann er undir lögaldri og það er enginn sem talar við mig,“ segir hún. Áður komið fyrir Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan hefur haft afskipti af drengnum vegna húðlitar. „Þegar það var eitthvað atvik í gangi þá hefur mér verið líkt við einhvern og ég hef farið í yfirheyrslu uppi á lögreglustöð því einhver litaður var að gera eitthvað,“ segir drengurinn. Aðspurður hvort hann muni geta treyst lögreglunni eftir þetta svarar hann játandi. „Lögreglan er búin að gera frábæra hluti, þetta er gott fólk en maður á ekki að þurfa að hugsa um svona hluti þegar maður labbar framhjá lögreglunni.“ Mæðginin hyggjast leita réttar síns vegna málsins.
Reykjanesbær Lögreglan Kynþáttafordómar Lögreglumál Ljósanótt Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35 Stígur fram vegna máls sonar síns Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. 24. apríl 2022 15:38 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35
Stígur fram vegna máls sonar síns Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. 24. apríl 2022 15:38
Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23