Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 14:27 Kim Jong Un og Vladimír Pútín í Rússlandi árið 2019. AP/Alexander Zemlianichenko Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. Þetta sagði Sullivan á blaðamannafundi í gærkvöldi. Bandaríkjamenn segja að Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi átt í samskiptum undanfarið og að Kim sé mögulega á leið til Rússlands á fund við Pútín seinna í þessum mánuði. Ferðin yrði fyrsta ferð Kim til annars ríkis í rúm fjögur ár. Leiðtogarnir eru einnig sagðir hafa skipst á bréfum en fyrr í sumar fór Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í ferðalag til Pyongyang. Yfirvöld í Kreml hafa ekkert viljað segja um þessar yfirlýsingar Bandaríkjamanna. Providing weapons to Russia is not going to reflect well on North Korea and they will pay a price for this in the international community, US national security adviser Jake Sullivan told reporters at the White House https://t.co/rl2e82NjDC pic.twitter.com/f0OpKVGMxZ— Reuters (@Reuters) September 5, 2023 Bandaríkjamenn segja að Rússar freisti þess að fá skotfæri fyrir stórskotalið og önnur hergögn frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Úkraínskir hermenn segja stórskotaliðsárásum Rússa hafa fækkað að undanförnu og þykir það til marks um að framleiðslan í Rússlandi sé ekki nægileg, miðað við notkun stórskotaliðs. Stórskotalið skiptir sköpum í átökunum í Úkraínu. Sullivan sagði að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á hergagnaframleiðslu Rússa og því þurfi þeir að leita eftir aðstoð, samkvæmt frétt Reuters. Kim er talinn vonast eftir aðstoð við þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn ríkisins. Norður-Kórea hefur um árabil unnið að þróun slíkra vopna og er það í trássi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kórea hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna vopnaáætlana einræðisríkisins. Rússland Norður-Kórea Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15. júní 2023 07:57 Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Þetta sagði Sullivan á blaðamannafundi í gærkvöldi. Bandaríkjamenn segja að Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi átt í samskiptum undanfarið og að Kim sé mögulega á leið til Rússlands á fund við Pútín seinna í þessum mánuði. Ferðin yrði fyrsta ferð Kim til annars ríkis í rúm fjögur ár. Leiðtogarnir eru einnig sagðir hafa skipst á bréfum en fyrr í sumar fór Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í ferðalag til Pyongyang. Yfirvöld í Kreml hafa ekkert viljað segja um þessar yfirlýsingar Bandaríkjamanna. Providing weapons to Russia is not going to reflect well on North Korea and they will pay a price for this in the international community, US national security adviser Jake Sullivan told reporters at the White House https://t.co/rl2e82NjDC pic.twitter.com/f0OpKVGMxZ— Reuters (@Reuters) September 5, 2023 Bandaríkjamenn segja að Rússar freisti þess að fá skotfæri fyrir stórskotalið og önnur hergögn frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Úkraínskir hermenn segja stórskotaliðsárásum Rússa hafa fækkað að undanförnu og þykir það til marks um að framleiðslan í Rússlandi sé ekki nægileg, miðað við notkun stórskotaliðs. Stórskotalið skiptir sköpum í átökunum í Úkraínu. Sullivan sagði að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á hergagnaframleiðslu Rússa og því þurfi þeir að leita eftir aðstoð, samkvæmt frétt Reuters. Kim er talinn vonast eftir aðstoð við þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn ríkisins. Norður-Kórea hefur um árabil unnið að þróun slíkra vopna og er það í trássi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kórea hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna vopnaáætlana einræðisríkisins.
Rússland Norður-Kórea Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15. júní 2023 07:57 Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00
Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43
Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15. júní 2023 07:57
Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42