Tveir til viðbótar látnir í flóðunum í Grikklandi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. september 2023 19:49 Mikið tjón hefur orðið í borginni Volos vegna flóðanna. EPA Þrír eru látnir og fjögurra er enn saknað eftir að gríðarmikil flóð urðu víðsvegar um Grikkland vegna óveðursins Daniel sem nú ríður yfir landið. Skógareldar hafa leikið grísku þjóðina grátt í allt sumar og ekkert lát virðist vera á hamförum í landinu. Óveðrið hefur ollið skriðuföllum, brýr og rafmagnsstaurar, auk annarra innviða, hafa eyðilagst. Einungis nokkrir dagar eru síðan skógareldum, sem urðu minnst tuttugu manns að bana, lauk. Á þriðjudag lét einn maður lífið eftir að veggur féll á hann í borginni Volos. Andlát hans hefur verið rakið til flóðanna. Síðan þá hafa minnst tveir til viðbótar látist í flóðunum. Fjögurra er enn saknað að sögn loftslags- og varnarmálaráðherra Grikklands, Vassilis Kikilias. Hann segir hundruði björgunarmanna vera við störf vegna flóðanna sem orðið hafa víðs vegar um landið. Í frétt Reuters segir að lík gamallar konu hafi fundist í sjávarþorpi nálægi Volos í dag. Síðar hafi karlmaður orðið fyrir bifreið í borginni Karditsa með þeim afleiðingum að hann lést. Óveðrið, auk gróðureldanna, hefur haft í för með sér tilheyrandi tjón fyrir ferðaþjónustuna en rúmur mánuður er eftir af háannatíma ferðamanna í landinu. Breska ferðaskrifstofan Jet2 tilkynnti í dag að öllum flugferðum til landsins yrði aflýst til 12. september vegna veðursins. Þá hafði félagið þegar aflýst sex flugferðum til Grikklands. Búist er við að draga muni úr veðrinu í fyrsta lagi í morgun. Grikkland Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23. ágúst 2023 07:32 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Skógareldar hafa leikið grísku þjóðina grátt í allt sumar og ekkert lát virðist vera á hamförum í landinu. Óveðrið hefur ollið skriðuföllum, brýr og rafmagnsstaurar, auk annarra innviða, hafa eyðilagst. Einungis nokkrir dagar eru síðan skógareldum, sem urðu minnst tuttugu manns að bana, lauk. Á þriðjudag lét einn maður lífið eftir að veggur féll á hann í borginni Volos. Andlát hans hefur verið rakið til flóðanna. Síðan þá hafa minnst tveir til viðbótar látist í flóðunum. Fjögurra er enn saknað að sögn loftslags- og varnarmálaráðherra Grikklands, Vassilis Kikilias. Hann segir hundruði björgunarmanna vera við störf vegna flóðanna sem orðið hafa víðs vegar um landið. Í frétt Reuters segir að lík gamallar konu hafi fundist í sjávarþorpi nálægi Volos í dag. Síðar hafi karlmaður orðið fyrir bifreið í borginni Karditsa með þeim afleiðingum að hann lést. Óveðrið, auk gróðureldanna, hefur haft í för með sér tilheyrandi tjón fyrir ferðaþjónustuna en rúmur mánuður er eftir af háannatíma ferðamanna í landinu. Breska ferðaskrifstofan Jet2 tilkynnti í dag að öllum flugferðum til landsins yrði aflýst til 12. september vegna veðursins. Þá hafði félagið þegar aflýst sex flugferðum til Grikklands. Búist er við að draga muni úr veðrinu í fyrsta lagi í morgun.
Grikkland Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23. ágúst 2023 07:32 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23. ágúst 2023 07:32
Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40