Sameiningaráætlanir framhaldsskóla lausn á fjármagnsskorti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 09:30 Ásmundur segir að gætt verði að menningu og hefðum skóla verði þeir sameinaðir við aðra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða sameiningu framhaldsskóla. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Menntamálaráðherra kynnti ásamt rektorum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri skoðun á sameiningu skólanna tveggja fyrir nemendum og starfsfólki á þriðjudag. Nemendur MA mótmæltu fyrirhugaðri sameiningu harðlega í gær og lýstu yfir áhyggjum af því að menning innan skólanna tapaðist. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að mótmæla mögulegri sameiningu sem á þriðja þúsund hafa skrifað undir. „Ég hef lagt áherslu á það að í allri vinnu sem þessu tengist verði gætt að sögu, menningu og hefðum beggja skóla,“ segir Ásmundur Einar Daðason, menntamálaráðherra. Hann segir nýjar áskoranir í menntakerfinu að baki breytingunum. „Við erum að horfa upp á það að það er stór fjöldi nemenda sem bíður eftir að komast í starfsnám, sem er dýrara nám. Við erum með áskoranir þegar kemur að námsárangri, stöðu drengja. Stóraukinn fjölda barna af erlendum uppruna. Allt kallar þetta á að við gerum breytingar á menntakerfinu,“ segir hann. „Stærri einingar eru betur í stakk búnar að mæta þessum áskorunum.“ MA og VMA eru ekki einu menntaskólarnir sem viðrað hefur verið að sameina. Í vor tilkynnti menntamálaráðuneytið að til skoðunar kæmi að sameina Kvennó og MS, Tækniskólann og Flensborg og Keili og FS. Starfsmenn skólanna mótmæltu margir hverjir harðlega en þær sameiningarhugmyndir enn stutt á veg komnar. Ásmundur segir þessa skóla glíma við sömu áskoranir og MA og VMA. Til að mæta þeim sé nauðsynlegt að fá meira fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn inn í skólana. Það er það sem við lögðum upp með til að mæta þessum áskorunum sem ég nefndi. Það hefur ekki fengist, meðal annars vegna ástandsins í þjóðfélaginu.“ Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. 7. september 2023 13:30 Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01 Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Menntamálaráðherra kynnti ásamt rektorum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri skoðun á sameiningu skólanna tveggja fyrir nemendum og starfsfólki á þriðjudag. Nemendur MA mótmæltu fyrirhugaðri sameiningu harðlega í gær og lýstu yfir áhyggjum af því að menning innan skólanna tapaðist. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að mótmæla mögulegri sameiningu sem á þriðja þúsund hafa skrifað undir. „Ég hef lagt áherslu á það að í allri vinnu sem þessu tengist verði gætt að sögu, menningu og hefðum beggja skóla,“ segir Ásmundur Einar Daðason, menntamálaráðherra. Hann segir nýjar áskoranir í menntakerfinu að baki breytingunum. „Við erum að horfa upp á það að það er stór fjöldi nemenda sem bíður eftir að komast í starfsnám, sem er dýrara nám. Við erum með áskoranir þegar kemur að námsárangri, stöðu drengja. Stóraukinn fjölda barna af erlendum uppruna. Allt kallar þetta á að við gerum breytingar á menntakerfinu,“ segir hann. „Stærri einingar eru betur í stakk búnar að mæta þessum áskorunum.“ MA og VMA eru ekki einu menntaskólarnir sem viðrað hefur verið að sameina. Í vor tilkynnti menntamálaráðuneytið að til skoðunar kæmi að sameina Kvennó og MS, Tækniskólann og Flensborg og Keili og FS. Starfsmenn skólanna mótmæltu margir hverjir harðlega en þær sameiningarhugmyndir enn stutt á veg komnar. Ásmundur segir þessa skóla glíma við sömu áskoranir og MA og VMA. Til að mæta þeim sé nauðsynlegt að fá meira fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn inn í skólana. Það er það sem við lögðum upp með til að mæta þessum áskorunum sem ég nefndi. Það hefur ekki fengist, meðal annars vegna ástandsins í þjóðfélaginu.“
Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. 7. september 2023 13:30 Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01 Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. 7. september 2023 13:30
Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01
Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23