Neymar orðinn sá markahæsti en knattspyrnusambandið viðurkennir ekki metið Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 12:30 Neymar fagnar marki sínu í gær. Vísir/Getty Neymar varð í nótt markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins í knattspyrnu þegar hann skoraði tvö mörk í 5-1 sigri liðsins gegn Bólivíu. Með fyrra marki sínu í leiknum tók Neymar fram úr þrefalda heimsmeistaranum Pelé og varð markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins sem fimm sinnum hefur hampað heimsmeistaratitlinum. Markið kom á 61. mínútu leiksins og var mark númer sjötíu og átta á landsliðsferli Neymar en hann skoraði annað mark í uppbótartíma. Hann fagnaði metmarkinu með því að steyta hnefann upp í loftið, fagn sem Pelé var þekktur fyrir. „Ég er mjög ánægður, það eru enginn orð til að lýsa þessu,“ sagði Neymar í viðtali eftir leikinn í nótt. Neymar has surpassed Pele as Brazil's male all-time top scorer pic.twitter.com/aVaeeiQfym— Match of the Day (@BBCMOTD) September 9, 2023 „Ég hélt aldrei að ég myndi ná þessu meti.“ Neymar hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum en náði svo metinu í síðari hálfleiknum. Brasilíska knattspyrnusambandið er reyndar enn með Pelé efstan á lista yfir markahæstu leikmenn landsliðsins. Þar er hann skráður með 95 mörk í 114 leikjum en FIFA telur ekki með mörk sem Pelé skoraði í æfingaleikjum gegn félagsliðum. Neymar has surpassed Pele s Brazil goalscoring record.He s the only person to score in both Champions League & Copa Libertadores finals and be on the winning side.There s a refusal to give him due credit, but he should be considered one of the greats. @Zonal_Marking— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 9, 2023 Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali eftir leik að Neymar væri nú orðinn markahæsti leikmaður Brasilíu í leikjum gegn landsliðum. Góðgerðasamtök í nafni Pelé viðurkenndu hins vegar metið. „Til hamingju Neymar Jr. með að hafa farið uppfyrir Kónginn á lista yfir markahæstu leikmenn Brasilíu í opinberum leikjum. Pelé klappar án efa fyrir þér í dag,“ mátti lesa á samfélagsmiðlum samtakanna. Pelé lést úr krabbameini undir lok síðasta árs 82 ára að aldri. Brasilía mætir Perú á miðvikudagskvöldið. Brasilía Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Með fyrra marki sínu í leiknum tók Neymar fram úr þrefalda heimsmeistaranum Pelé og varð markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins sem fimm sinnum hefur hampað heimsmeistaratitlinum. Markið kom á 61. mínútu leiksins og var mark númer sjötíu og átta á landsliðsferli Neymar en hann skoraði annað mark í uppbótartíma. Hann fagnaði metmarkinu með því að steyta hnefann upp í loftið, fagn sem Pelé var þekktur fyrir. „Ég er mjög ánægður, það eru enginn orð til að lýsa þessu,“ sagði Neymar í viðtali eftir leikinn í nótt. Neymar has surpassed Pele as Brazil's male all-time top scorer pic.twitter.com/aVaeeiQfym— Match of the Day (@BBCMOTD) September 9, 2023 „Ég hélt aldrei að ég myndi ná þessu meti.“ Neymar hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum en náði svo metinu í síðari hálfleiknum. Brasilíska knattspyrnusambandið er reyndar enn með Pelé efstan á lista yfir markahæstu leikmenn landsliðsins. Þar er hann skráður með 95 mörk í 114 leikjum en FIFA telur ekki með mörk sem Pelé skoraði í æfingaleikjum gegn félagsliðum. Neymar has surpassed Pele s Brazil goalscoring record.He s the only person to score in both Champions League & Copa Libertadores finals and be on the winning side.There s a refusal to give him due credit, but he should be considered one of the greats. @Zonal_Marking— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 9, 2023 Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali eftir leik að Neymar væri nú orðinn markahæsti leikmaður Brasilíu í leikjum gegn landsliðum. Góðgerðasamtök í nafni Pelé viðurkenndu hins vegar metið. „Til hamingju Neymar Jr. með að hafa farið uppfyrir Kónginn á lista yfir markahæstu leikmenn Brasilíu í opinberum leikjum. Pelé klappar án efa fyrir þér í dag,“ mátti lesa á samfélagsmiðlum samtakanna. Pelé lést úr krabbameini undir lok síðasta árs 82 ára að aldri. Brasilía mætir Perú á miðvikudagskvöldið.
Brasilía Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira