Djokovic heiðraði Kobe eftir sögulegan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 07:30 Djokovic hefur nú kysst 24 bikara á mögnuðum ferli sínum. EPA-EFE/CJ GUNTHER Novak Djokovic skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hans 24. sigur á risamóti en enginn karlmaður hefur unnið jafn marga risatitla í sögu íþróttarinnar. Hann tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigurinn. Djokovic lagði Daniil Medvedev í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis á sunnudag. Þar með jafnaði hann met Margaret Court sem vann á sínum tíma 24 risatitla í íþróttinni. Djokovic er nú tveimur risatitlum á undan Rafael Nadal sem hefur unnið 22 á felri sínum og fjórum á undan Roger Federer sem lagði spaðann á hilluna í fyrra. Novak Djokovic continues to write history.@AustralianOpen | @rolandgarros | @Wimbledon pic.twitter.com/RrBFOQdiN6— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2023 Hinn 36 ára gamli Djokovic fór nokkuð lét með Medvedev í úrslitum en Serbinn vann í þremur settum; 6-3, 7-6 (7-5) og 6-3. Þetta var þriðji sigur Djokovic á árinu en hann hafði þegar unnið Opna ástralska og Opna franska. Þá komst hann alla leið í úrslit á Wimbledon en tapaði þar fyrri Carlos Alcaraz. Djokovic, sem trónir á toppi heimslistans, heiðraði Kobe Bryant heitinn eftir sigurinn. Kobe lék lengi vel í treyju númer 24 og vitnaði Djokovic í töluna sem og vináttu þeirra í sigurræðu sinni. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þetta skiptir mig augljóslega öllu máli. Ég er að upplifa bernskudrauminn, að keppa á hæsta getustigi íþróttarinnar sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni svo mikið.“ „Mér datt aldrei í hug að ég myndi standa hér og tala um 24 sigra á risamótum. En á undanförnum tveimur árum hefur mér liðið eins og það sé tækifæri á að skrá sig á spjöld sögunnar, svo af hverju ekki að grípa það?“ Mamba Mentality. pic.twitter.com/2lHTxDl7zI— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 11, 2023 „Kobe var góður vinur, við töluðum mikið um hugarfar. Þegar ég var að glíma við meiðsli var hann sá sem ég talaði hvað mest við. Hann var alltaf tilbúinn að gefa manni ráð. Ég hugsaði með mér að hann var númer 24 þegar hann var goðsögn hjá Los Angeles Lakers og um allan heim,“ sagði sigurvegarinn Djokovic að lokum. Tennis Körfubolti NBA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira
Djokovic lagði Daniil Medvedev í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis á sunnudag. Þar með jafnaði hann met Margaret Court sem vann á sínum tíma 24 risatitla í íþróttinni. Djokovic er nú tveimur risatitlum á undan Rafael Nadal sem hefur unnið 22 á felri sínum og fjórum á undan Roger Federer sem lagði spaðann á hilluna í fyrra. Novak Djokovic continues to write history.@AustralianOpen | @rolandgarros | @Wimbledon pic.twitter.com/RrBFOQdiN6— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2023 Hinn 36 ára gamli Djokovic fór nokkuð lét með Medvedev í úrslitum en Serbinn vann í þremur settum; 6-3, 7-6 (7-5) og 6-3. Þetta var þriðji sigur Djokovic á árinu en hann hafði þegar unnið Opna ástralska og Opna franska. Þá komst hann alla leið í úrslit á Wimbledon en tapaði þar fyrri Carlos Alcaraz. Djokovic, sem trónir á toppi heimslistans, heiðraði Kobe Bryant heitinn eftir sigurinn. Kobe lék lengi vel í treyju númer 24 og vitnaði Djokovic í töluna sem og vináttu þeirra í sigurræðu sinni. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þetta skiptir mig augljóslega öllu máli. Ég er að upplifa bernskudrauminn, að keppa á hæsta getustigi íþróttarinnar sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni svo mikið.“ „Mér datt aldrei í hug að ég myndi standa hér og tala um 24 sigra á risamótum. En á undanförnum tveimur árum hefur mér liðið eins og það sé tækifæri á að skrá sig á spjöld sögunnar, svo af hverju ekki að grípa það?“ Mamba Mentality. pic.twitter.com/2lHTxDl7zI— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 11, 2023 „Kobe var góður vinur, við töluðum mikið um hugarfar. Þegar ég var að glíma við meiðsli var hann sá sem ég talaði hvað mest við. Hann var alltaf tilbúinn að gefa manni ráð. Ég hugsaði með mér að hann var númer 24 þegar hann var goðsögn hjá Los Angeles Lakers og um allan heim,“ sagði sigurvegarinn Djokovic að lokum.
Tennis Körfubolti NBA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira