Leitar eftir stuðningi Hamilton í máli sem gæti tekið af honum heimsmeistaratitil Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 15:31 Massa og Hamilton tímabilið 2008 Vísir/EPA Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, biðlar til sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton að beita sér í máli sem kennt er við Crashgate skandalinn í mótaröðinni tímabilið 2008, tímabilið sem Hamilton vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil, og sýna það í verki að hann tali fyrir heilindum í íþróttum í máli sem gæti endað með því að hann myndi missa einn af sínum sjö heimsmeistaratitlum. Atburðarásin árið 2008 í Singapúr kappakstrinum er orðin vel þekkt undir nafninu Crashgate skandallinn í Formúlu 1 en þar ók Nelson Piquet, ökumaður Renault, vísvitandi utan í vegg til að láta kalla út öryggisbíl. Athæfi sem hagnaðist liðsfélaga hans hjá franska liðinu, Fernando Alonso sem vann kappaksturinn. Massa, sem leiddi kappaksturinn og stigakeppni ökumanna áður en atvikið átti sér stað, varð með þessu af mikilvægum stigum og átti eftir að enda í 2. sæti í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, einu stigi á eftir Hamilton. Ári eftir Singapúr kappaksturinn steig Piquet fram og sagði liðsstjóra Renault hafa sagt sér að aka bíl sínum utan í vegg og seinna meir voru stjórnendur liðsins settir í bann frá mótaröðinni. Nú ætlar Massa sér í skaðabótamál á hendur fyrrum stjórnendum Formúlu 1 sem og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) vegna meints samsæris sem lögmenn Massa segja hafa kostað hann heimsmeistaratitil ökumanna tímabilið 2008. Sýni að orð hans hafi merkingu Lögmenn Massa telja hann hafa orðið af um tíu milljónum evra sökum afleiðinga Crashgate skandalsins en það er ekki aðal krafan sem hann vill ná fram, heldur réttlæti á niðurstöðu tímabilsins 2008 og í viðtali við Reuters segir Bernardo Viana, einn af lögmönnum Massa, vonast eftir stuðningi Hamilton í málinu sem á endanum gæti tekið af honum einn af hans heimsmeistaratitlum. Hamilton eftir að titillinn var í höfn árið 2008Vísir/EPA „Hamilton er mikilvægur sendiherra íþróttarinnar og hefur alltaf talað fyrir heilindum í íþróttum,“ sagði Viana í samtali við Reuters. „Þá hefur hann verið gerður að heiðursborgara í Brasilíu og er miklum metum hjá brasilísku þjóðinni. Við vonumst eftir stuðningi hans.“ Bernie Ecclestone var árið 2008 helsti stjórnandi Formúlu 1 og haft var eftir honum í mars fyrr á þessu ári að bæði hann sem og Max Mosley, þá forseti FIA, hafi vitað að Piquet hefði verið fyrirskipað að aka utan í vegg í Singapúr kappakstrinum en að þeir hafi ekkert aðhafst í málinu. Er þetta viðtal sem Eccleston fór í fyrr á árinu helsta ástæða þess að Massa, ásamt teymi lögmanna, heldur í þessa vegferð því efst settu stjórnendur Formúlu 1 og FIA hafi ekkert gert þrátt fyrir að hafa vitað af óheillindum Renault-manna allt frá því fljótlega eftir að atvikið átti sér stað. Singapúr Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Atburðarásin árið 2008 í Singapúr kappakstrinum er orðin vel þekkt undir nafninu Crashgate skandallinn í Formúlu 1 en þar ók Nelson Piquet, ökumaður Renault, vísvitandi utan í vegg til að láta kalla út öryggisbíl. Athæfi sem hagnaðist liðsfélaga hans hjá franska liðinu, Fernando Alonso sem vann kappaksturinn. Massa, sem leiddi kappaksturinn og stigakeppni ökumanna áður en atvikið átti sér stað, varð með þessu af mikilvægum stigum og átti eftir að enda í 2. sæti í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, einu stigi á eftir Hamilton. Ári eftir Singapúr kappaksturinn steig Piquet fram og sagði liðsstjóra Renault hafa sagt sér að aka bíl sínum utan í vegg og seinna meir voru stjórnendur liðsins settir í bann frá mótaröðinni. Nú ætlar Massa sér í skaðabótamál á hendur fyrrum stjórnendum Formúlu 1 sem og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) vegna meints samsæris sem lögmenn Massa segja hafa kostað hann heimsmeistaratitil ökumanna tímabilið 2008. Sýni að orð hans hafi merkingu Lögmenn Massa telja hann hafa orðið af um tíu milljónum evra sökum afleiðinga Crashgate skandalsins en það er ekki aðal krafan sem hann vill ná fram, heldur réttlæti á niðurstöðu tímabilsins 2008 og í viðtali við Reuters segir Bernardo Viana, einn af lögmönnum Massa, vonast eftir stuðningi Hamilton í málinu sem á endanum gæti tekið af honum einn af hans heimsmeistaratitlum. Hamilton eftir að titillinn var í höfn árið 2008Vísir/EPA „Hamilton er mikilvægur sendiherra íþróttarinnar og hefur alltaf talað fyrir heilindum í íþróttum,“ sagði Viana í samtali við Reuters. „Þá hefur hann verið gerður að heiðursborgara í Brasilíu og er miklum metum hjá brasilísku þjóðinni. Við vonumst eftir stuðningi hans.“ Bernie Ecclestone var árið 2008 helsti stjórnandi Formúlu 1 og haft var eftir honum í mars fyrr á þessu ári að bæði hann sem og Max Mosley, þá forseti FIA, hafi vitað að Piquet hefði verið fyrirskipað að aka utan í vegg í Singapúr kappakstrinum en að þeir hafi ekkert aðhafst í málinu. Er þetta viðtal sem Eccleston fór í fyrr á árinu helsta ástæða þess að Massa, ásamt teymi lögmanna, heldur í þessa vegferð því efst settu stjórnendur Formúlu 1 og FIA hafi ekkert gert þrátt fyrir að hafa vitað af óheillindum Renault-manna allt frá því fljótlega eftir að atvikið átti sér stað.
Singapúr Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira