Ný þjóðarhöll mun aldrei rísa árið 2025 Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 11:31 Gunnar Einarsson er formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll í innanhússíþróttum Vísir/Samsett mynd Ljóst er að ný þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir mun ekki rísa árið 2025 líkt og stefnt hafði verið að. Hægt hefur verið á verkefninu og segist Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll, nú vonast til að þjóðarhöll verði risin í fyrsta lagi í árslok 2026. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lagt til að eitt hundrað milljón króna framlag til undirbúnings framkvæmda vegna Þjóðarhallar verði fellt niður. Gunnar, sem fer fyrir framkvæmdanefndar um þjóðarhöll í innanhússíþróttum, segir það ekki hafa áhrif á starf nefndarinnar. „Varðandi þessar eitt hundrað milljónir þá er ég ekki alveg kunnugur því en við skiluðum af okkur frumathugun í desember árið 2022 um þjóðarhöll og fengum þá heimild fyrir því að vinna áfram að verkefninu eftir það. Við höfum verið með í undirbúningi forvalsgögn, samkeppnislýsingu, tækni- og rýmislýsingu ásamt öðru.“ Viljayfirlýsing ríkis og borgar, um að ráðast í byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal, var undirrituð þann 6. maí árið 2022. Kom þar fram að stefnt yrði að því að framkvæmdum myndi ljúka árið 2025. Nú sé beðið eftir formlegri niðurstöðu ríkisins um næstu skref. „Til að mynda um kostnaðarskiptingu ríkis og borgar í þessari framkvæmd og heimild til þess að auglýsa samkeppni sem við erum með gögn tilbúin fyrir. Við gætum þess vegna auglýst þá samkeppni í byrjun október. Það er ekkert því til fyrirstöðu, af okkar hálfu, að auglýsa samkeppnina. Þá er deiliskipulagið klárt.“ Rís í fyrsta lagi í árslok 2026 Hann les ekkert í tillöguna í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að fella niður þær eitt hundrað milljónir sem áttu að fara í undirbúning framkvæmdarinnar. „Ég les ekkert í það sérstaklega því við erum með nægt fé í það út þetta ár sem og árið 2024. Það voru settar í þetta eitt hundrað milljónir frá Reykjavíkurborg og aðrar eitt hundrað milljónir frá ríkinu á sínum tíma. Við erum bara að vinna með þá fjármuni í undirbúningsvinnu okkar og þurfum ekkert meira fé en það til þess að geta auglýst samkeppnina.“ Miðast áætlanir enn við það að ný þjóðarhöll rísi árið 2025? „Nei, við erum að horfa á lengri tíma en það. Það var hægt örlítið á verkefninu á meðan að menn voru að ná áttum. Við vissulega stefndum á árslok 2025 en ég gæti trúað því, með því að auglýsa samkeppnina núna í október, að ný þjóðarhöll gæti risið í árslok 2026 eða upphaf ársins 2027.“ Þannig að í lok ársins 2026 gæti ný þjóðarhöll verið risin? „Ég geri mér vonir um það en svo getur alltaf eitthvað komið upp á leiðinni. Við bíðum eftir þessari formlegu niðurstöðu ríkisins núna.“ Laugardalshöllin á undanþágu Landslið Íslands í hand- og körfubolta hafa verið að leika heimaleiki sína í Laugardalshöllinni undanfarin ár á undanþágum. Sérsamböndin hér á landi, HSÍ og KKÍ hafa þurft að sækja um leyfi til þess að spila í höllinni sem uppfyllir ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru til leikstaða á alþjóðagrundvelli. Fjárlagafrumvarp 2024 Ný þjóðarhöll Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Handbolti Körfubolti Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lagt til að eitt hundrað milljón króna framlag til undirbúnings framkvæmda vegna Þjóðarhallar verði fellt niður. Gunnar, sem fer fyrir framkvæmdanefndar um þjóðarhöll í innanhússíþróttum, segir það ekki hafa áhrif á starf nefndarinnar. „Varðandi þessar eitt hundrað milljónir þá er ég ekki alveg kunnugur því en við skiluðum af okkur frumathugun í desember árið 2022 um þjóðarhöll og fengum þá heimild fyrir því að vinna áfram að verkefninu eftir það. Við höfum verið með í undirbúningi forvalsgögn, samkeppnislýsingu, tækni- og rýmislýsingu ásamt öðru.“ Viljayfirlýsing ríkis og borgar, um að ráðast í byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal, var undirrituð þann 6. maí árið 2022. Kom þar fram að stefnt yrði að því að framkvæmdum myndi ljúka árið 2025. Nú sé beðið eftir formlegri niðurstöðu ríkisins um næstu skref. „Til að mynda um kostnaðarskiptingu ríkis og borgar í þessari framkvæmd og heimild til þess að auglýsa samkeppni sem við erum með gögn tilbúin fyrir. Við gætum þess vegna auglýst þá samkeppni í byrjun október. Það er ekkert því til fyrirstöðu, af okkar hálfu, að auglýsa samkeppnina. Þá er deiliskipulagið klárt.“ Rís í fyrsta lagi í árslok 2026 Hann les ekkert í tillöguna í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að fella niður þær eitt hundrað milljónir sem áttu að fara í undirbúning framkvæmdarinnar. „Ég les ekkert í það sérstaklega því við erum með nægt fé í það út þetta ár sem og árið 2024. Það voru settar í þetta eitt hundrað milljónir frá Reykjavíkurborg og aðrar eitt hundrað milljónir frá ríkinu á sínum tíma. Við erum bara að vinna með þá fjármuni í undirbúningsvinnu okkar og þurfum ekkert meira fé en það til þess að geta auglýst samkeppnina.“ Miðast áætlanir enn við það að ný þjóðarhöll rísi árið 2025? „Nei, við erum að horfa á lengri tíma en það. Það var hægt örlítið á verkefninu á meðan að menn voru að ná áttum. Við vissulega stefndum á árslok 2025 en ég gæti trúað því, með því að auglýsa samkeppnina núna í október, að ný þjóðarhöll gæti risið í árslok 2026 eða upphaf ársins 2027.“ Þannig að í lok ársins 2026 gæti ný þjóðarhöll verið risin? „Ég geri mér vonir um það en svo getur alltaf eitthvað komið upp á leiðinni. Við bíðum eftir þessari formlegu niðurstöðu ríkisins núna.“ Laugardalshöllin á undanþágu Landslið Íslands í hand- og körfubolta hafa verið að leika heimaleiki sína í Laugardalshöllinni undanfarin ár á undanþágum. Sérsamböndin hér á landi, HSÍ og KKÍ hafa þurft að sækja um leyfi til þess að spila í höllinni sem uppfyllir ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru til leikstaða á alþjóðagrundvelli.
Fjárlagafrumvarp 2024 Ný þjóðarhöll Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Handbolti Körfubolti Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Sjá meira