Byggjum upp betra heilbrigðiskerfi, hlustum á raddir notenda Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Ásta Kristín Andrésdóttir, Málfríður Stefanía Þórðardóttir og Sigríður Magnúsdóttir skrifa 17. september 2023 08:00 Árið 2019 ákvað WHO að 17. september ár hvert verði alþjóðlegur dagur „öryggis sjúklinga“. Alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga 2023 verður tileinkaður þemanu „Engaging patients for patient safety“, in recognition of the crucial role patients, families and caregivers play in the safety of health care. Það er: „Að þátttaka sjúklinga sé mikilvæg fyrir öryggi þeirra og viðurkenning sé á mikilvægu hlutverki sem sjúklingar, fjölskyldur og umönnunaraðilar gegna í öryggi í heilbrigðisþjónustu.“ Við höfum öll ábyrgð, við þurfum að vita um mikilvægi okkar sem neytendur, sem veitendur og við þurfum að gera kröfu um að stjórnvöld sem eru að vinna í okkar þjónustu hlusti, framkvæmi mikilvæga hluti sem stuðla að bættri heilbrigðisþjónustu og séu meðvituð um hvað skiptir máli. Við í stjórn Heilsuhags búum yfir reynslu úr heilbrigðiskerfinu, þar sem í öllum tilfellum var brugðist við með röngum hætti. Reynsla að missa barn, aðstandandi barns sem hefur hlotið varanlegt tjón, líkamsskaði í aðgerð sem ekki verður bættur og svo starfsmaður sem var ákærður fyrir að hafa valdið dauða. Við höfum allar einnig unnið í heilbrigðiskerfinu til margra ára sem hjúkrunafræðingar þar sem við höfum séð góða hluti gerst. En einnig höfum við orðið vitni að skelfilegri framkomu og mistökum, því var farið af stað að leita uppi verkfæri sem gætu stutt við kerfið, fækkað mistökum og stutt við faglega úrvinnslu. Viðurkenning og rétt úrvinnsla á mistökum, gæti verið sú eina „hjálp“ sem hægt er að veita þeim sem eiga um sárt að binda. MedStar Health, stofnun sem hefur með öryggi og gæði að gera hefur búið til verkfæri sem heilbrigðisyfirvöld hér á landi gætu notað í þessum tilgangi. CANDOR (Communication and Optimal Resolution) er grunnþáttur í alhliða öryggisáætlun fyrir sjúklinga þar sem kerfisnálgun er með áreiðanleiki til að greina, skoða og bæta veikleika í heilbrigðiskerfinu. Candor öryggisáætlun kemur í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmaður „fresti, afneiti eða fari í vörn þegar verkferlar eru notaðir í samskiptum við sjúklinga og fjölskyldur sem verða fyrir miska og leiðir til tímanlegrar úrlausnar og kerfisbóta þar sem við á.“ Af hverju CANDOR? Óvæntur skaði sjúklinga er allt of algengur og viðbrögðin uppfylla venjulega ekki þarfir sjúklings og fjölskyldu, eða stuðla að lærdómi sem gæti komið í veg fyrir skaða í framtíðinni. Samskipta- og verkferlar (CRP), eins og CANDOR, eru grundvallaraðferð til að bregðast við skaða sjúklinga og aðstandenda. Verkferlarnir eru hluti af áhrifaríkum, samúðarfullum öryggis- og gæðaumbótum sem nauðsynlegt er að, innleiða í íslenskt heilbrigðiskerfi í þágu sjúklinga, starfsfólks og samfélagsins í heild til að bæta þá hnökra og þau ómarkvissu vinnubrögð sem við höfum allt og oft orðið vitni að. Lykilupplýsingafærni í samskiptum eru líka kennd heilbrigðisfólki. Að sýna samúð og leyfa sjúklingum að tjá tilfinningar sínar. Mikilvægt er einnig að viðurkenna tilfinningar sjúklinga. Það er gert með því að samþykkja og segja að viðbrögðin séu skiljanleg, því þau eru það þegar áfall dynur yfir. Umfram allt er mikilvægt að vera heiðarlegur og útskýra staðreyndir. Þegar skjólstæðingur/þjónustuþeginn spyr spurninga og viðkomandi heilbrigðismaður veit ekki svarið er áríðandi að gefa bein svör og ef vitneskja er ekki til staðar að þá skal tilgreina það beint og gefa áætlun um hvenær svars er að vænta. Nota þarf árangursríkar samskiptaaðferðir því öllum spurningum og áhyggjum sem skjólstæðingar tjá þarf að sýna einlægjan áhuga og hlustun, augnsamband er mikilvægt í því sambandi. Það sem fagfólk þarf að forðast er að nota læknisfræðileg heiti. Það þarf að vera einlægt, vera það sjálft og vakandi fyrir því að sjúklingar skilji upplýsingar sem þeir fá. Hvaða breytingum megum við búast við með því að nota CANDOR? Notkun Candor hefur sýnt: Að öryggi sjúklinga eykst til muna og starfsfólk, sem verður á mistök í starfi, finnur fyrir miklu meira öryggi í verkferlum sem leiðbeinir þeim í að takast á við mistökin sem hafa átt sér stað. Andleg líðan verður mun betri bæði hjá skjólstæðingum og starfsfólki. Rannsóknir hafa sýnt að fækkun á alvarlegum mistökum var um 74%, aukning varð á atburðatilkynningum um 12%, heildarkostnaður sjúkratrygginga lækkaði um 55%, lækkun varð um 42% á tjónum og 47% fækkun varð á málaferlum. AHRQ (Agency for Healthcare Research and Quality)segir að CANDOR verkferlarnir séu leiðbeiningar um framkvæmd til að virkja sjúklinga og fjölskyldur í upplýsingamiðlun í kjölfar mistaka. Þetta breytir því að samstarf verður við sjúklinga og fjölskyldur um öryggislausnir sem skapa líka meira traust, bæði hjá notendum og veitendum þjónustunnar. Mikilvægur hluti þess er líka að innleiða umönnunaráætlun fyrir heilbrigðisstarfsfólk eftir mistök og hjálpa til við að greina þau og koma í veg fyrir endurtekningu í framtíðinni. Jafnframt á sá sem verður fyrir mistökum á rétt á að fá vitneskju um hverju var breytt í kjölfar mistakanna. Þegar CANDOR verkferli er notað má sjá aukningu á starfsánægju hjá heilbrigðisfólki og bætta líðan hjá skjólstæðingum í kjölfar mistaka. Heilsuhagur, hagsmunasamtök í heilbrigðisþjónustu, skora á heilbrigðisyfirvöld að vinna að því að innleiða verkferla sem bæta öryggismenningu, auka fræðslu og koma á sívirkri þjónustukönnun þar sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins geta verið virkir þátttakendur. f.h. Stjórnar Heilsuhags. Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Ásta Kristín Andrésdóttir, Málfríður Stefanía Þórðardóttir, Sigríður Magnúsdóttir. Hægt er að fara inn á síðuna https://heilsuhagurinn.is/ og gerast félagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Árið 2019 ákvað WHO að 17. september ár hvert verði alþjóðlegur dagur „öryggis sjúklinga“. Alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga 2023 verður tileinkaður þemanu „Engaging patients for patient safety“, in recognition of the crucial role patients, families and caregivers play in the safety of health care. Það er: „Að þátttaka sjúklinga sé mikilvæg fyrir öryggi þeirra og viðurkenning sé á mikilvægu hlutverki sem sjúklingar, fjölskyldur og umönnunaraðilar gegna í öryggi í heilbrigðisþjónustu.“ Við höfum öll ábyrgð, við þurfum að vita um mikilvægi okkar sem neytendur, sem veitendur og við þurfum að gera kröfu um að stjórnvöld sem eru að vinna í okkar þjónustu hlusti, framkvæmi mikilvæga hluti sem stuðla að bættri heilbrigðisþjónustu og séu meðvituð um hvað skiptir máli. Við í stjórn Heilsuhags búum yfir reynslu úr heilbrigðiskerfinu, þar sem í öllum tilfellum var brugðist við með röngum hætti. Reynsla að missa barn, aðstandandi barns sem hefur hlotið varanlegt tjón, líkamsskaði í aðgerð sem ekki verður bættur og svo starfsmaður sem var ákærður fyrir að hafa valdið dauða. Við höfum allar einnig unnið í heilbrigðiskerfinu til margra ára sem hjúkrunafræðingar þar sem við höfum séð góða hluti gerst. En einnig höfum við orðið vitni að skelfilegri framkomu og mistökum, því var farið af stað að leita uppi verkfæri sem gætu stutt við kerfið, fækkað mistökum og stutt við faglega úrvinnslu. Viðurkenning og rétt úrvinnsla á mistökum, gæti verið sú eina „hjálp“ sem hægt er að veita þeim sem eiga um sárt að binda. MedStar Health, stofnun sem hefur með öryggi og gæði að gera hefur búið til verkfæri sem heilbrigðisyfirvöld hér á landi gætu notað í þessum tilgangi. CANDOR (Communication and Optimal Resolution) er grunnþáttur í alhliða öryggisáætlun fyrir sjúklinga þar sem kerfisnálgun er með áreiðanleiki til að greina, skoða og bæta veikleika í heilbrigðiskerfinu. Candor öryggisáætlun kemur í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmaður „fresti, afneiti eða fari í vörn þegar verkferlar eru notaðir í samskiptum við sjúklinga og fjölskyldur sem verða fyrir miska og leiðir til tímanlegrar úrlausnar og kerfisbóta þar sem við á.“ Af hverju CANDOR? Óvæntur skaði sjúklinga er allt of algengur og viðbrögðin uppfylla venjulega ekki þarfir sjúklings og fjölskyldu, eða stuðla að lærdómi sem gæti komið í veg fyrir skaða í framtíðinni. Samskipta- og verkferlar (CRP), eins og CANDOR, eru grundvallaraðferð til að bregðast við skaða sjúklinga og aðstandenda. Verkferlarnir eru hluti af áhrifaríkum, samúðarfullum öryggis- og gæðaumbótum sem nauðsynlegt er að, innleiða í íslenskt heilbrigðiskerfi í þágu sjúklinga, starfsfólks og samfélagsins í heild til að bæta þá hnökra og þau ómarkvissu vinnubrögð sem við höfum allt og oft orðið vitni að. Lykilupplýsingafærni í samskiptum eru líka kennd heilbrigðisfólki. Að sýna samúð og leyfa sjúklingum að tjá tilfinningar sínar. Mikilvægt er einnig að viðurkenna tilfinningar sjúklinga. Það er gert með því að samþykkja og segja að viðbrögðin séu skiljanleg, því þau eru það þegar áfall dynur yfir. Umfram allt er mikilvægt að vera heiðarlegur og útskýra staðreyndir. Þegar skjólstæðingur/þjónustuþeginn spyr spurninga og viðkomandi heilbrigðismaður veit ekki svarið er áríðandi að gefa bein svör og ef vitneskja er ekki til staðar að þá skal tilgreina það beint og gefa áætlun um hvenær svars er að vænta. Nota þarf árangursríkar samskiptaaðferðir því öllum spurningum og áhyggjum sem skjólstæðingar tjá þarf að sýna einlægjan áhuga og hlustun, augnsamband er mikilvægt í því sambandi. Það sem fagfólk þarf að forðast er að nota læknisfræðileg heiti. Það þarf að vera einlægt, vera það sjálft og vakandi fyrir því að sjúklingar skilji upplýsingar sem þeir fá. Hvaða breytingum megum við búast við með því að nota CANDOR? Notkun Candor hefur sýnt: Að öryggi sjúklinga eykst til muna og starfsfólk, sem verður á mistök í starfi, finnur fyrir miklu meira öryggi í verkferlum sem leiðbeinir þeim í að takast á við mistökin sem hafa átt sér stað. Andleg líðan verður mun betri bæði hjá skjólstæðingum og starfsfólki. Rannsóknir hafa sýnt að fækkun á alvarlegum mistökum var um 74%, aukning varð á atburðatilkynningum um 12%, heildarkostnaður sjúkratrygginga lækkaði um 55%, lækkun varð um 42% á tjónum og 47% fækkun varð á málaferlum. AHRQ (Agency for Healthcare Research and Quality)segir að CANDOR verkferlarnir séu leiðbeiningar um framkvæmd til að virkja sjúklinga og fjölskyldur í upplýsingamiðlun í kjölfar mistaka. Þetta breytir því að samstarf verður við sjúklinga og fjölskyldur um öryggislausnir sem skapa líka meira traust, bæði hjá notendum og veitendum þjónustunnar. Mikilvægur hluti þess er líka að innleiða umönnunaráætlun fyrir heilbrigðisstarfsfólk eftir mistök og hjálpa til við að greina þau og koma í veg fyrir endurtekningu í framtíðinni. Jafnframt á sá sem verður fyrir mistökum á rétt á að fá vitneskju um hverju var breytt í kjölfar mistakanna. Þegar CANDOR verkferli er notað má sjá aukningu á starfsánægju hjá heilbrigðisfólki og bætta líðan hjá skjólstæðingum í kjölfar mistaka. Heilsuhagur, hagsmunasamtök í heilbrigðisþjónustu, skora á heilbrigðisyfirvöld að vinna að því að innleiða verkferla sem bæta öryggismenningu, auka fræðslu og koma á sívirkri þjónustukönnun þar sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins geta verið virkir þátttakendur. f.h. Stjórnar Heilsuhags. Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Ásta Kristín Andrésdóttir, Málfríður Stefanía Þórðardóttir, Sigríður Magnúsdóttir. Hægt er að fara inn á síðuna https://heilsuhagurinn.is/ og gerast félagi.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun