Áhrifamenn í tæknigeiranum sammála um nauðsyn regluverks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2023 10:34 Elon Musk segir nær alla hafa rétt upp hönd þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir styddu regluverk um gervigreind. Getty/Chesnot Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX og eigandi samskiptamiðilsins X (áður Twitter), segir menn hafa verið á einu máli um mikilvægi regluverks um gervigreind þegar margir af helstu þungavigtarmönnum tæknigeirans funduðu með stjórnmálamönnum vestanhafs í miðvikudag. Það var Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem boðaði til fundarins en á meðal viðstaddra voru Musk, Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, Sundar Pichai, yfirmaður Google, Bill Gates, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Microsoft, og Satya Nadella, núverandi forstjóri Microsoft. Fundurinn var haldinn fyrir lokuðum tjöldum en Musk sagði í samtali við blaðamenn eftir fundinn að hann gerði ráð fyrir að regluverk myndi líta dagsins ljós. Ómögulegt væri að segja hvenær eða hvernig framsetningin yrði. Elon Musk on the AI Insight Forum: Something good will come out if this. It was a very civilized discussion among some of the smartest people in the world, he said. I thought Senator Schumer did a great service to humanity here, with the support of the rest of the Senate, pic.twitter.com/GAPzAzp0gO— K10 (@Kristennetten) September 14, 2023 Musk sagði á fundinum að hann vildi „dómara“ yfir gervigreindariðnaðinum og Zuckerberg sagði að þingið þyrfti að koma að málum, bæði til að styðja við þróun en einnig sem eftirlitsaðili. Hann sagði best að fyrirtækin í Bandaríkjunum sem ynnu að gervigreind stigu fram og sýndu frumkvæði að því að setja reglur og viðmið í samvinnu við stjórnvöld. Mike Rounds, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði þingið engan vegið í stakk búið til að setja reglur um gervigreind; það myndi taka tíma. Þá sagði Demókratinn Cory Booker að viðstaddir hefðu verið sammála um eftirlitshlutverk stjórnvalda en að reglugerðasmíðarnar yrðu vandasamar. Bandaríkin Tækni Gervigreind Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Það var Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem boðaði til fundarins en á meðal viðstaddra voru Musk, Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, Sundar Pichai, yfirmaður Google, Bill Gates, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Microsoft, og Satya Nadella, núverandi forstjóri Microsoft. Fundurinn var haldinn fyrir lokuðum tjöldum en Musk sagði í samtali við blaðamenn eftir fundinn að hann gerði ráð fyrir að regluverk myndi líta dagsins ljós. Ómögulegt væri að segja hvenær eða hvernig framsetningin yrði. Elon Musk on the AI Insight Forum: Something good will come out if this. It was a very civilized discussion among some of the smartest people in the world, he said. I thought Senator Schumer did a great service to humanity here, with the support of the rest of the Senate, pic.twitter.com/GAPzAzp0gO— K10 (@Kristennetten) September 14, 2023 Musk sagði á fundinum að hann vildi „dómara“ yfir gervigreindariðnaðinum og Zuckerberg sagði að þingið þyrfti að koma að málum, bæði til að styðja við þróun en einnig sem eftirlitsaðili. Hann sagði best að fyrirtækin í Bandaríkjunum sem ynnu að gervigreind stigu fram og sýndu frumkvæði að því að setja reglur og viðmið í samvinnu við stjórnvöld. Mike Rounds, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði þingið engan vegið í stakk búið til að setja reglur um gervigreind; það myndi taka tíma. Þá sagði Demókratinn Cory Booker að viðstaddir hefðu verið sammála um eftirlitshlutverk stjórnvalda en að reglugerðasmíðarnar yrðu vandasamar.
Bandaríkin Tækni Gervigreind Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira