Áhrifamenn í tæknigeiranum sammála um nauðsyn regluverks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2023 10:34 Elon Musk segir nær alla hafa rétt upp hönd þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir styddu regluverk um gervigreind. Getty/Chesnot Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX og eigandi samskiptamiðilsins X (áður Twitter), segir menn hafa verið á einu máli um mikilvægi regluverks um gervigreind þegar margir af helstu þungavigtarmönnum tæknigeirans funduðu með stjórnmálamönnum vestanhafs í miðvikudag. Það var Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem boðaði til fundarins en á meðal viðstaddra voru Musk, Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, Sundar Pichai, yfirmaður Google, Bill Gates, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Microsoft, og Satya Nadella, núverandi forstjóri Microsoft. Fundurinn var haldinn fyrir lokuðum tjöldum en Musk sagði í samtali við blaðamenn eftir fundinn að hann gerði ráð fyrir að regluverk myndi líta dagsins ljós. Ómögulegt væri að segja hvenær eða hvernig framsetningin yrði. Elon Musk on the AI Insight Forum: Something good will come out if this. It was a very civilized discussion among some of the smartest people in the world, he said. I thought Senator Schumer did a great service to humanity here, with the support of the rest of the Senate, pic.twitter.com/GAPzAzp0gO— K10 (@Kristennetten) September 14, 2023 Musk sagði á fundinum að hann vildi „dómara“ yfir gervigreindariðnaðinum og Zuckerberg sagði að þingið þyrfti að koma að málum, bæði til að styðja við þróun en einnig sem eftirlitsaðili. Hann sagði best að fyrirtækin í Bandaríkjunum sem ynnu að gervigreind stigu fram og sýndu frumkvæði að því að setja reglur og viðmið í samvinnu við stjórnvöld. Mike Rounds, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði þingið engan vegið í stakk búið til að setja reglur um gervigreind; það myndi taka tíma. Þá sagði Demókratinn Cory Booker að viðstaddir hefðu verið sammála um eftirlitshlutverk stjórnvalda en að reglugerðasmíðarnar yrðu vandasamar. Bandaríkin Tækni Gervigreind Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Það var Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem boðaði til fundarins en á meðal viðstaddra voru Musk, Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, Sundar Pichai, yfirmaður Google, Bill Gates, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Microsoft, og Satya Nadella, núverandi forstjóri Microsoft. Fundurinn var haldinn fyrir lokuðum tjöldum en Musk sagði í samtali við blaðamenn eftir fundinn að hann gerði ráð fyrir að regluverk myndi líta dagsins ljós. Ómögulegt væri að segja hvenær eða hvernig framsetningin yrði. Elon Musk on the AI Insight Forum: Something good will come out if this. It was a very civilized discussion among some of the smartest people in the world, he said. I thought Senator Schumer did a great service to humanity here, with the support of the rest of the Senate, pic.twitter.com/GAPzAzp0gO— K10 (@Kristennetten) September 14, 2023 Musk sagði á fundinum að hann vildi „dómara“ yfir gervigreindariðnaðinum og Zuckerberg sagði að þingið þyrfti að koma að málum, bæði til að styðja við þróun en einnig sem eftirlitsaðili. Hann sagði best að fyrirtækin í Bandaríkjunum sem ynnu að gervigreind stigu fram og sýndu frumkvæði að því að setja reglur og viðmið í samvinnu við stjórnvöld. Mike Rounds, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði þingið engan vegið í stakk búið til að setja reglur um gervigreind; það myndi taka tíma. Þá sagði Demókratinn Cory Booker að viðstaddir hefðu verið sammála um eftirlitshlutverk stjórnvalda en að reglugerðasmíðarnar yrðu vandasamar.
Bandaríkin Tækni Gervigreind Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira