Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2023 11:23 Neðan eyðijarðarinnar Hallsteinsness, milli Djúpafjarðar og Þorskafjarðar, liggur nýi vegurinn um fagra strandlengju. Egill Aðalsteinsson Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. „Framkvæmdaleyfið áskilur að rask sé sem minnst og einnig á þeim tíma sem samningar voru gerðir voru landeigendur ekki áfjáðir í að setja áningarstað á þessari leið og því var ekki samið um það,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri Vestfjarðavegar hjá Vegagerðinni, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit.Egill Aðalsteinsson Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi var vakin athygli á því að hvergi á leiðinni væri gert ráð fyrir áningarstað svo vegfarendur gætu staldrað við og notið dásemdar svæðisins. Fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra verktakans Borgarverks, Atla Þór Jóhannsson, að við hönnun vegarins hefði Vegagerðin ekki gert ráð fyrir áningarstað. Atli Þór tók þó fram að hægt væri að bæta áningarstað inn í verkið, ef þess yrði óskað. Veglínan liggur að mestu ofan við hinn eiginlega Teigsskóg.Egill Aðalsteinsson „Það er aftur á móti ætlunin að setja áningarstað í Grónesi. Það er þó ekki endanlega búið að ganga frá þessu,“ segir Sigurþór hjá Vegagerðinni. Hér sést hvernig áningarstaður er hannaður á eyðijörðinni Grónesi, milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar.Teikning/Vegagerðin Grónes er á milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Framundan er að þvera og brúa báða firðina og þegar því verki lýkur mun Vestfjarðavegur færast af Ódrjúgshálsi og yfir á Grónes. Grónes er vestan við mynni Djúpafjarðar en Hallsteinsnes austan. Teikningin sýnir fyrirhugaða þverun en ný hönnun gerir ráð fyrir tveimur brúm en ekki einni.Teikning/Vegagerðin „Þar er náma samkvæmt skipulagi og við frágang á henni verður útbúinn áningarstaður og námuvegur notaður sem aðkomuleið,“ segir verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
„Framkvæmdaleyfið áskilur að rask sé sem minnst og einnig á þeim tíma sem samningar voru gerðir voru landeigendur ekki áfjáðir í að setja áningarstað á þessari leið og því var ekki samið um það,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri Vestfjarðavegar hjá Vegagerðinni, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit.Egill Aðalsteinsson Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi var vakin athygli á því að hvergi á leiðinni væri gert ráð fyrir áningarstað svo vegfarendur gætu staldrað við og notið dásemdar svæðisins. Fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra verktakans Borgarverks, Atla Þór Jóhannsson, að við hönnun vegarins hefði Vegagerðin ekki gert ráð fyrir áningarstað. Atli Þór tók þó fram að hægt væri að bæta áningarstað inn í verkið, ef þess yrði óskað. Veglínan liggur að mestu ofan við hinn eiginlega Teigsskóg.Egill Aðalsteinsson „Það er aftur á móti ætlunin að setja áningarstað í Grónesi. Það er þó ekki endanlega búið að ganga frá þessu,“ segir Sigurþór hjá Vegagerðinni. Hér sést hvernig áningarstaður er hannaður á eyðijörðinni Grónesi, milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar.Teikning/Vegagerðin Grónes er á milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Framundan er að þvera og brúa báða firðina og þegar því verki lýkur mun Vestfjarðavegur færast af Ódrjúgshálsi og yfir á Grónes. Grónes er vestan við mynni Djúpafjarðar en Hallsteinsnes austan. Teikningin sýnir fyrirhugaða þverun en ný hönnun gerir ráð fyrir tveimur brúm en ekki einni.Teikning/Vegagerðin „Þar er náma samkvæmt skipulagi og við frágang á henni verður útbúinn áningarstaður og námuvegur notaður sem aðkomuleið,“ segir verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41
Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent