Borgarstjóranum mögulega meinað að sækja viðburði í Buchenwald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 13:12 Jörg Prophet er umdeildur en virðist eiga góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri Nordhausen. AfD Nordhausen Svo getur farið að borgarstjóranum í Nordhausen í ríkinu Thuringia í Þýskalandi verði bannað að sækja atburði til minningar um helförina sem haldnar verða í Buchenwald og Mittelbau-Dora. Jörg Prophet, frambjóðandi Annars valkosts fyrir Þýskaland, á góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri Nordhausen en hann hefur vakið mikla athygli og gagnrýni fyrir grein sem birtist árið 2020, á afmæli sprengjuárása bandamanna á borgina undir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Sagði Prophet meðal annars að sigurvegarinn í stríðnu hefðu verið á sama siðferðilega plani og nasistarnir og að bandamenn hefðu aðeins frelsað Mittelbau-Dora til að komast yfir hernaðarleyndarmál á staðnum. Kallaði Prophet eftir endalokum „sektarkenndarkúltúr“ í Þýskalandi en um er að ræða hugtak sem stuðningsmenn Annars valkosts hafa notað um nútímanálgun Þjóðverja við helförina. Wäre Nordhausens OB-Kandidat #Prophet (AfD) auch nur ansatzweise der anständige Konservative, als der sich inszeniert, müsste er seine Kandidatur angesichts der nun bekannt gewordenen #NS-verharmlosenden Pamphlete aus seiner Feder sofort zurückziehen. https://t.co/YJ1Y3DCMEA— Jens-Christian Wagner (@JensChristianW1) September 14, 2023 Jens-Christian Wagner, framkvæmdastjóri Buchenwald og Mittelbau-Dora stofnunarinnar, segir sigur Prophet myndu þýða algjöran viðsnúning frá þeirri hefð Þjóðverja að halda minningunni um helförina á lofti. „Ef Prophet væri þegar borgarstjóri Nordhausen hefði hann þurft að segja af sér á grundvelli þessara ummæla einna,“, sagði Wagner á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að Prophet væri velkomið að heimsækja búðirnar en yrði meinuð þátttaka í viðburðum í virðingarskyni við þá sem létust þar. Öryggisyfirvöld í Þýskalandi hafa flokkað Annan valkost í Thuringia sem öfgahóp. Um 20.000 gyðingar og pólitískir fangar létust í Mittelbau-Dora, undirbúðum Buchenwald, sem voru starfræktar frá ágúst 1943 til apríl 1945. Myndir úr búðunum voru meðal þeirra fyrstu sem fóru um heimin og sýndu fram á hroðaverk nasista. Annar valkostur nýtur 32 prósenta fylgi í Thuringia samkvæmt skoðanakönnunum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Jörg Prophet, frambjóðandi Annars valkosts fyrir Þýskaland, á góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri Nordhausen en hann hefur vakið mikla athygli og gagnrýni fyrir grein sem birtist árið 2020, á afmæli sprengjuárása bandamanna á borgina undir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Sagði Prophet meðal annars að sigurvegarinn í stríðnu hefðu verið á sama siðferðilega plani og nasistarnir og að bandamenn hefðu aðeins frelsað Mittelbau-Dora til að komast yfir hernaðarleyndarmál á staðnum. Kallaði Prophet eftir endalokum „sektarkenndarkúltúr“ í Þýskalandi en um er að ræða hugtak sem stuðningsmenn Annars valkosts hafa notað um nútímanálgun Þjóðverja við helförina. Wäre Nordhausens OB-Kandidat #Prophet (AfD) auch nur ansatzweise der anständige Konservative, als der sich inszeniert, müsste er seine Kandidatur angesichts der nun bekannt gewordenen #NS-verharmlosenden Pamphlete aus seiner Feder sofort zurückziehen. https://t.co/YJ1Y3DCMEA— Jens-Christian Wagner (@JensChristianW1) September 14, 2023 Jens-Christian Wagner, framkvæmdastjóri Buchenwald og Mittelbau-Dora stofnunarinnar, segir sigur Prophet myndu þýða algjöran viðsnúning frá þeirri hefð Þjóðverja að halda minningunni um helförina á lofti. „Ef Prophet væri þegar borgarstjóri Nordhausen hefði hann þurft að segja af sér á grundvelli þessara ummæla einna,“, sagði Wagner á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að Prophet væri velkomið að heimsækja búðirnar en yrði meinuð þátttaka í viðburðum í virðingarskyni við þá sem létust þar. Öryggisyfirvöld í Þýskalandi hafa flokkað Annan valkost í Thuringia sem öfgahóp. Um 20.000 gyðingar og pólitískir fangar létust í Mittelbau-Dora, undirbúðum Buchenwald, sem voru starfræktar frá ágúst 1943 til apríl 1945. Myndir úr búðunum voru meðal þeirra fyrstu sem fóru um heimin og sýndu fram á hroðaverk nasista. Annar valkostur nýtur 32 prósenta fylgi í Thuringia samkvæmt skoðanakönnunum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira