Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2023 20:13 „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl í bréfi til starfsmanna MA. Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. Karl Frímannsson skólameistari MA sendi í dag bréf til allra starfsmanna skólans þar sem hann greindi frá afstöðu sinni. Norðlenski vefmiðillinn Akureyri.net greindi fyrst frá og birti bréfið í heild sinni. Í bréfinu segist Karl frá upphafi málsins hafa ítrekað talað gegn því að farið yrði í þá vinnu að auka samstarf skólanna ef markmiðið yrði að spara og skera niður. „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl til starfsmanna. Þá segist hann ekki getað haldið málinu áfram á meðan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segi málið til þess fallið að spara. „Eins og staðan er núna, þegar ráðherra á undanförnum dögum ítrekar í fjölmiðlum að markmið með vinnunni sé að spara og hagræða, sé ég mér ekki fært sem skólameistari MA að halda málinu áfram og leggst alfarið gegn því að hefja nokkra vinnu um aukið samstarf á þessum forsendum. Hef ég upplýst ráðherra um afstöðu mína,“ skrifar Karl jafnframt. Loks segir hann erfitt að að sjá málið þróast á þann veg sem raun ber vitni. Hann ítrekar að innan Menntaskólans á Akureyri starfi öflugur og framsækinn hópur sem vinni að farsælum breytingum í þágu nemenda og skólans. Fjölgar í hópi mótfallinna Miklar umræður hafa skapast vegna áforma um mögulega sameiningu MA og VMA. Nemendur MA blésu fyrr í mánuðinum til mótmæla á Ráðhústorgi vegna málsins. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti nemendafélags MA sagði nemendur sjokkeraða yfir áformunum. Þá sendi Kennarafélag MA frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kom að félagið væri alfarið á móti sameiningu skólanna og skori á ráðherra að falla frá áformunum. Þá sagði félagið skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Loks hefur Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar skorað á Ásmund, flokksbróður sinn, að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu. Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Karl Frímannsson skólameistari MA sendi í dag bréf til allra starfsmanna skólans þar sem hann greindi frá afstöðu sinni. Norðlenski vefmiðillinn Akureyri.net greindi fyrst frá og birti bréfið í heild sinni. Í bréfinu segist Karl frá upphafi málsins hafa ítrekað talað gegn því að farið yrði í þá vinnu að auka samstarf skólanna ef markmiðið yrði að spara og skera niður. „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl til starfsmanna. Þá segist hann ekki getað haldið málinu áfram á meðan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segi málið til þess fallið að spara. „Eins og staðan er núna, þegar ráðherra á undanförnum dögum ítrekar í fjölmiðlum að markmið með vinnunni sé að spara og hagræða, sé ég mér ekki fært sem skólameistari MA að halda málinu áfram og leggst alfarið gegn því að hefja nokkra vinnu um aukið samstarf á þessum forsendum. Hef ég upplýst ráðherra um afstöðu mína,“ skrifar Karl jafnframt. Loks segir hann erfitt að að sjá málið þróast á þann veg sem raun ber vitni. Hann ítrekar að innan Menntaskólans á Akureyri starfi öflugur og framsækinn hópur sem vinni að farsælum breytingum í þágu nemenda og skólans. Fjölgar í hópi mótfallinna Miklar umræður hafa skapast vegna áforma um mögulega sameiningu MA og VMA. Nemendur MA blésu fyrr í mánuðinum til mótmæla á Ráðhústorgi vegna málsins. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti nemendafélags MA sagði nemendur sjokkeraða yfir áformunum. Þá sendi Kennarafélag MA frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kom að félagið væri alfarið á móti sameiningu skólanna og skori á ráðherra að falla frá áformunum. Þá sagði félagið skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Loks hefur Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar skorað á Ásmund, flokksbróður sinn, að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu.
Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira