Bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir leik kvöldsins og því mátti búast við hörkuleik. Harry Kane heldur áfram á sömu braut en hann kom Bayern yfir á sjöundu mínútu leiksins. Hans fjórða mark í fjórum leikjum. Alejandro Grimaldo jafnaði metin fyrir Leverkusen og staðan jöfn í hálfleik.
Leon Goretzka hélt hann hefði tryggt Bæjurum sigurinn með marki á 86. mínútu en í uppbótartíma fengu gestirnir vítaspyrnu. Exequiel Palacios fór á punktinn og jafnaði metin.
Dayot Upamecano kom boltanum í netið á áttundu mínútu uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu og leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Bayer Leverkusen s start to this season:
— Madrid Zone (@theMadridZone) September 15, 2023
5 games
4 wins
1 draw
21 goals scored
5 goals conceded
Top of Bundesliga
100% record
Mister Xabi Alonso. pic.twitter.com/9omxVx739h
Eftir fjóra leiki eru Leverkusen og Bayern jöfn á toppnum með 10 stig hvort. Leverkusen trónir þó á toppnum þar sem liðið er með betri markatölu.