Steve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. september 2023 18:29 Miriam Margolyes segir Steve Martin hafa kýlt sig og skellt hurðum á sig við tökur á Litlu hryllingsbúðinni. Steve Martin kannast ekki við neitt slíkt. EPA/Getty Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni. Margolyes lék ónefndan tanntækni í myndinni sem aðstoðar sadíska tannlækninn Orin Scrivello sem var leikinn af Martin. Í einu atriði myndarinnar syngur Scrivello lagið „Tannlæknir“ og bæði kýlir tanntækninn og skellir hurð framan í hana. Í sjálfsævisögunni Oh Miriam! Stories From an Extraordinary Life sem kom út í mánuðinum greindi Margolyes frá því að Martin hefði kýlt sig í alvörunni í tökum á atriðinu. Hér fyrir neðan má sjá „Tannlækni“: „Hurðum var skellt á mig allan daginn; ég var ítrekað kýld, löðrunguð og slegin í jörðina af ógeðfelldum og kærulausum Steve Martin— kannski var hann að method-leika — og kom önug heim með dúndrandi höfuðverk,“ skrifaði hún í ævisögunni. Þá sagði hún að Martin væri snjall en hefði verið „hryllilegur“ við sig. Kannast ekki við lýsingar Margolyes Skrif Margolyes vöktu mikla athygli þegar þær fóru í dreifingu á netinu í dag og hefur Martin þegar svarað fyrir sig. Í viðtali við The Hollywood Reporter sagðist Martin muna allt öðruvísi eftir tökunum og hann hefði gætt sín sérstaklega í senunum með Margolyes. „Þegar ég las fyrst niðrandi frásögn Margolyes af senunni okkar í Litlu hryllingsbúðinni var ég hissa. Mig minnti að við hefðum verið í góðum samskiptum sem atvinnuleikarar,“ sagði í yfirlýsingu Martin. „Þegar það er ýjað að því að ég hafi skaðað hana eða verið kærulaus á einhvern í áhættuatriðum verð ég andmæla. Ég man eftir því að hafa sýnt GRÍÐARLEGA aðgát hvað varðar gervi-hnefahöggið - sömu aðgát og ég myndi sýna í sambærilegum atriðum.“ Þá sagði Martin einnig í yfirlýsingunni að þau hefðu talað saman á setti og hún fullvissað hann um að það væri allt í lagi með hana. Það hafi ekki neinar líkamlegar snertingar átt sér stað þeirra á milli, hvorki óvart né viljandi, í neinum af þeim senum sem þau tóku upp. Leikstjórinn Frank Oz hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Margolyes. „Atriðið átti að innihalda gervi-hnefahögg. Það er óskiljanlegt hvað hún er að tala um. Þetta er ekki sá Steve sem ég eða nokkur annar þekkir. Hann hefur alltaf verið fagmannlegur og sýnt öðrum virðingu við tökur á mínum myndum,“ sagði i yfirlýsingunni. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Margolyes lék ónefndan tanntækni í myndinni sem aðstoðar sadíska tannlækninn Orin Scrivello sem var leikinn af Martin. Í einu atriði myndarinnar syngur Scrivello lagið „Tannlæknir“ og bæði kýlir tanntækninn og skellir hurð framan í hana. Í sjálfsævisögunni Oh Miriam! Stories From an Extraordinary Life sem kom út í mánuðinum greindi Margolyes frá því að Martin hefði kýlt sig í alvörunni í tökum á atriðinu. Hér fyrir neðan má sjá „Tannlækni“: „Hurðum var skellt á mig allan daginn; ég var ítrekað kýld, löðrunguð og slegin í jörðina af ógeðfelldum og kærulausum Steve Martin— kannski var hann að method-leika — og kom önug heim með dúndrandi höfuðverk,“ skrifaði hún í ævisögunni. Þá sagði hún að Martin væri snjall en hefði verið „hryllilegur“ við sig. Kannast ekki við lýsingar Margolyes Skrif Margolyes vöktu mikla athygli þegar þær fóru í dreifingu á netinu í dag og hefur Martin þegar svarað fyrir sig. Í viðtali við The Hollywood Reporter sagðist Martin muna allt öðruvísi eftir tökunum og hann hefði gætt sín sérstaklega í senunum með Margolyes. „Þegar ég las fyrst niðrandi frásögn Margolyes af senunni okkar í Litlu hryllingsbúðinni var ég hissa. Mig minnti að við hefðum verið í góðum samskiptum sem atvinnuleikarar,“ sagði í yfirlýsingu Martin. „Þegar það er ýjað að því að ég hafi skaðað hana eða verið kærulaus á einhvern í áhættuatriðum verð ég andmæla. Ég man eftir því að hafa sýnt GRÍÐARLEGA aðgát hvað varðar gervi-hnefahöggið - sömu aðgát og ég myndi sýna í sambærilegum atriðum.“ Þá sagði Martin einnig í yfirlýsingunni að þau hefðu talað saman á setti og hún fullvissað hann um að það væri allt í lagi með hana. Það hafi ekki neinar líkamlegar snertingar átt sér stað þeirra á milli, hvorki óvart né viljandi, í neinum af þeim senum sem þau tóku upp. Leikstjórinn Frank Oz hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Margolyes. „Atriðið átti að innihalda gervi-hnefahögg. Það er óskiljanlegt hvað hún er að tala um. Þetta er ekki sá Steve sem ég eða nokkur annar þekkir. Hann hefur alltaf verið fagmannlegur og sýnt öðrum virðingu við tökur á mínum myndum,“ sagði i yfirlýsingunni.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira