Þetta segir í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook. Þar segir að brak úr húsinu hafi dreifst yfir stórt svæði og valdið tjóni á nærliggjandi húsum og mannvirkjum. Rýma hafi þurft eitt hús.
Vegna þessa sé umferð um Aðalgötu á Siglufirði, frá Vetrarbraut, lokað fyrir umferð þar til búið verður að tryggja svæðið. Einnig sé lokað fyrir umferð um bifreiðastæði við skrifstofu Ramma á hafnarsvæðinu. Opnað verði aftur fyrir umferð um leið og svæðið verður tryggt.
Allt tiltækt lið kallað út
Öll tiltæk björgunartæki björgunarsveita á svæðinu, slökkviliðs og lögreglu hafi verið notuð við lokanir í nótt. Þá hafi björgunarsveitarmenn verið á ferðinni um bæinn til að lágmarka foktjón á öðrum stöðum.