Fundaði með Guterres Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2023 08:56 Katrín Jakobsdóttir og Antonio Guterres í New York í gær. Sameinuðu þjóðirnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti tvíhliða með António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Á fundinum ræddu þau meðal annars um velsældarhagkerfin og -mælikvarða og hvernig velsældarnálgunin geti stutt við að ná markmiðum í loftslagsmálum vinnu við heimsmarkmiðin að því er segir á vef stjórnarráðsins. Þá segir að þau Katrín og Guterres hafi rætt þau jafnréttis- og mannréttindamál og nauðsyn alþjóðlegs samstarfs til að takast á við áskoranir samtímans. Ennfremur segir að Katrín hafi í gær verið viðstödd opnun leiðtogafundar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York sem haldinn er í tengslum við 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem verður formlega sett í dag. „Markmið leiðtogafundarins er að fá fram skuldbindingar ríkja til að hraða aðgerðum til að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030. Forsætisráðherra og íslensk stjórnvöld stóðu einnig fyrir viðburði í samstarfi við UN Women um stöðu kvenna í Afganistan. Þar flutti forsætisráðherra opnunarávarp og fjallaði um skelfilega stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana og skyldu alþjóðasamfélagsins til að beita sér í málinu. Rithöfundurinn og blaðakonan Christina Lamb stýrði pallborðsumræðum kvenna úr ólíkum áttum sem allar hafa tekið þátt í frelsisbaráttu afganskra kvenna. Í gær flutti forsætisráðherra opnunarávarp á miðannarfundi átaksins Kynslóð jafnréttis (Generation Equality) en Ísland var gestgjafi fundarins ásamt Tansaníu og UN Women. Á fundinum var rætt um hið alvarlega bakslag sem orðið hefur í jafnréttismálum víða um heim og nauðsyn þess að grípa til markvissra aðgerða til að snúa þeirri þróun við. Forsætisráðherra stýrði einnig pallborðsumræðum þar sem rætt var um ábyrgð ríkja, skuldbindingar og árangur af verkefnum átaksins til að auka jafnrétti,“ segir á vef stjórnarráðsins. Forsætisráðherra átti einnig tvíhliðafundi með Lazarus McCarthy Chakwera, forseta Malaví, Taneti Maamau, forseta Kiribati, Xavier Espot Zamora, forsætisráðherra Andorra, Paulinu Brandberg, jafnréttisráðherra Svíþjóðar og Gerd Muller, framkvæmdastjóra UNIDO. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Á fundinum ræddu þau meðal annars um velsældarhagkerfin og -mælikvarða og hvernig velsældarnálgunin geti stutt við að ná markmiðum í loftslagsmálum vinnu við heimsmarkmiðin að því er segir á vef stjórnarráðsins. Þá segir að þau Katrín og Guterres hafi rætt þau jafnréttis- og mannréttindamál og nauðsyn alþjóðlegs samstarfs til að takast á við áskoranir samtímans. Ennfremur segir að Katrín hafi í gær verið viðstödd opnun leiðtogafundar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York sem haldinn er í tengslum við 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem verður formlega sett í dag. „Markmið leiðtogafundarins er að fá fram skuldbindingar ríkja til að hraða aðgerðum til að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030. Forsætisráðherra og íslensk stjórnvöld stóðu einnig fyrir viðburði í samstarfi við UN Women um stöðu kvenna í Afganistan. Þar flutti forsætisráðherra opnunarávarp og fjallaði um skelfilega stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana og skyldu alþjóðasamfélagsins til að beita sér í málinu. Rithöfundurinn og blaðakonan Christina Lamb stýrði pallborðsumræðum kvenna úr ólíkum áttum sem allar hafa tekið þátt í frelsisbaráttu afganskra kvenna. Í gær flutti forsætisráðherra opnunarávarp á miðannarfundi átaksins Kynslóð jafnréttis (Generation Equality) en Ísland var gestgjafi fundarins ásamt Tansaníu og UN Women. Á fundinum var rætt um hið alvarlega bakslag sem orðið hefur í jafnréttismálum víða um heim og nauðsyn þess að grípa til markvissra aðgerða til að snúa þeirri þróun við. Forsætisráðherra stýrði einnig pallborðsumræðum þar sem rætt var um ábyrgð ríkja, skuldbindingar og árangur af verkefnum átaksins til að auka jafnrétti,“ segir á vef stjórnarráðsins. Forsætisráðherra átti einnig tvíhliðafundi með Lazarus McCarthy Chakwera, forseta Malaví, Taneti Maamau, forseta Kiribati, Xavier Espot Zamora, forsætisráðherra Andorra, Paulinu Brandberg, jafnréttisráðherra Svíþjóðar og Gerd Muller, framkvæmdastjóra UNIDO.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira