Fundaði með Guterres Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2023 08:56 Katrín Jakobsdóttir og Antonio Guterres í New York í gær. Sameinuðu þjóðirnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti tvíhliða með António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Á fundinum ræddu þau meðal annars um velsældarhagkerfin og -mælikvarða og hvernig velsældarnálgunin geti stutt við að ná markmiðum í loftslagsmálum vinnu við heimsmarkmiðin að því er segir á vef stjórnarráðsins. Þá segir að þau Katrín og Guterres hafi rætt þau jafnréttis- og mannréttindamál og nauðsyn alþjóðlegs samstarfs til að takast á við áskoranir samtímans. Ennfremur segir að Katrín hafi í gær verið viðstödd opnun leiðtogafundar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York sem haldinn er í tengslum við 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem verður formlega sett í dag. „Markmið leiðtogafundarins er að fá fram skuldbindingar ríkja til að hraða aðgerðum til að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030. Forsætisráðherra og íslensk stjórnvöld stóðu einnig fyrir viðburði í samstarfi við UN Women um stöðu kvenna í Afganistan. Þar flutti forsætisráðherra opnunarávarp og fjallaði um skelfilega stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana og skyldu alþjóðasamfélagsins til að beita sér í málinu. Rithöfundurinn og blaðakonan Christina Lamb stýrði pallborðsumræðum kvenna úr ólíkum áttum sem allar hafa tekið þátt í frelsisbaráttu afganskra kvenna. Í gær flutti forsætisráðherra opnunarávarp á miðannarfundi átaksins Kynslóð jafnréttis (Generation Equality) en Ísland var gestgjafi fundarins ásamt Tansaníu og UN Women. Á fundinum var rætt um hið alvarlega bakslag sem orðið hefur í jafnréttismálum víða um heim og nauðsyn þess að grípa til markvissra aðgerða til að snúa þeirri þróun við. Forsætisráðherra stýrði einnig pallborðsumræðum þar sem rætt var um ábyrgð ríkja, skuldbindingar og árangur af verkefnum átaksins til að auka jafnrétti,“ segir á vef stjórnarráðsins. Forsætisráðherra átti einnig tvíhliðafundi með Lazarus McCarthy Chakwera, forseta Malaví, Taneti Maamau, forseta Kiribati, Xavier Espot Zamora, forsætisráðherra Andorra, Paulinu Brandberg, jafnréttisráðherra Svíþjóðar og Gerd Muller, framkvæmdastjóra UNIDO. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Á fundinum ræddu þau meðal annars um velsældarhagkerfin og -mælikvarða og hvernig velsældarnálgunin geti stutt við að ná markmiðum í loftslagsmálum vinnu við heimsmarkmiðin að því er segir á vef stjórnarráðsins. Þá segir að þau Katrín og Guterres hafi rætt þau jafnréttis- og mannréttindamál og nauðsyn alþjóðlegs samstarfs til að takast á við áskoranir samtímans. Ennfremur segir að Katrín hafi í gær verið viðstödd opnun leiðtogafundar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York sem haldinn er í tengslum við 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem verður formlega sett í dag. „Markmið leiðtogafundarins er að fá fram skuldbindingar ríkja til að hraða aðgerðum til að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030. Forsætisráðherra og íslensk stjórnvöld stóðu einnig fyrir viðburði í samstarfi við UN Women um stöðu kvenna í Afganistan. Þar flutti forsætisráðherra opnunarávarp og fjallaði um skelfilega stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana og skyldu alþjóðasamfélagsins til að beita sér í málinu. Rithöfundurinn og blaðakonan Christina Lamb stýrði pallborðsumræðum kvenna úr ólíkum áttum sem allar hafa tekið þátt í frelsisbaráttu afganskra kvenna. Í gær flutti forsætisráðherra opnunarávarp á miðannarfundi átaksins Kynslóð jafnréttis (Generation Equality) en Ísland var gestgjafi fundarins ásamt Tansaníu og UN Women. Á fundinum var rætt um hið alvarlega bakslag sem orðið hefur í jafnréttismálum víða um heim og nauðsyn þess að grípa til markvissra aðgerða til að snúa þeirri þróun við. Forsætisráðherra stýrði einnig pallborðsumræðum þar sem rætt var um ábyrgð ríkja, skuldbindingar og árangur af verkefnum átaksins til að auka jafnrétti,“ segir á vef stjórnarráðsins. Forsætisráðherra átti einnig tvíhliðafundi með Lazarus McCarthy Chakwera, forseta Malaví, Taneti Maamau, forseta Kiribati, Xavier Espot Zamora, forsætisráðherra Andorra, Paulinu Brandberg, jafnréttisráðherra Svíþjóðar og Gerd Muller, framkvæmdastjóra UNIDO.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira