Fundaði með Guterres Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2023 08:56 Katrín Jakobsdóttir og Antonio Guterres í New York í gær. Sameinuðu þjóðirnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti tvíhliða með António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Á fundinum ræddu þau meðal annars um velsældarhagkerfin og -mælikvarða og hvernig velsældarnálgunin geti stutt við að ná markmiðum í loftslagsmálum vinnu við heimsmarkmiðin að því er segir á vef stjórnarráðsins. Þá segir að þau Katrín og Guterres hafi rætt þau jafnréttis- og mannréttindamál og nauðsyn alþjóðlegs samstarfs til að takast á við áskoranir samtímans. Ennfremur segir að Katrín hafi í gær verið viðstödd opnun leiðtogafundar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York sem haldinn er í tengslum við 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem verður formlega sett í dag. „Markmið leiðtogafundarins er að fá fram skuldbindingar ríkja til að hraða aðgerðum til að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030. Forsætisráðherra og íslensk stjórnvöld stóðu einnig fyrir viðburði í samstarfi við UN Women um stöðu kvenna í Afganistan. Þar flutti forsætisráðherra opnunarávarp og fjallaði um skelfilega stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana og skyldu alþjóðasamfélagsins til að beita sér í málinu. Rithöfundurinn og blaðakonan Christina Lamb stýrði pallborðsumræðum kvenna úr ólíkum áttum sem allar hafa tekið þátt í frelsisbaráttu afganskra kvenna. Í gær flutti forsætisráðherra opnunarávarp á miðannarfundi átaksins Kynslóð jafnréttis (Generation Equality) en Ísland var gestgjafi fundarins ásamt Tansaníu og UN Women. Á fundinum var rætt um hið alvarlega bakslag sem orðið hefur í jafnréttismálum víða um heim og nauðsyn þess að grípa til markvissra aðgerða til að snúa þeirri þróun við. Forsætisráðherra stýrði einnig pallborðsumræðum þar sem rætt var um ábyrgð ríkja, skuldbindingar og árangur af verkefnum átaksins til að auka jafnrétti,“ segir á vef stjórnarráðsins. Forsætisráðherra átti einnig tvíhliðafundi með Lazarus McCarthy Chakwera, forseta Malaví, Taneti Maamau, forseta Kiribati, Xavier Espot Zamora, forsætisráðherra Andorra, Paulinu Brandberg, jafnréttisráðherra Svíþjóðar og Gerd Muller, framkvæmdastjóra UNIDO. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Á fundinum ræddu þau meðal annars um velsældarhagkerfin og -mælikvarða og hvernig velsældarnálgunin geti stutt við að ná markmiðum í loftslagsmálum vinnu við heimsmarkmiðin að því er segir á vef stjórnarráðsins. Þá segir að þau Katrín og Guterres hafi rætt þau jafnréttis- og mannréttindamál og nauðsyn alþjóðlegs samstarfs til að takast á við áskoranir samtímans. Ennfremur segir að Katrín hafi í gær verið viðstödd opnun leiðtogafundar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York sem haldinn er í tengslum við 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem verður formlega sett í dag. „Markmið leiðtogafundarins er að fá fram skuldbindingar ríkja til að hraða aðgerðum til að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030. Forsætisráðherra og íslensk stjórnvöld stóðu einnig fyrir viðburði í samstarfi við UN Women um stöðu kvenna í Afganistan. Þar flutti forsætisráðherra opnunarávarp og fjallaði um skelfilega stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana og skyldu alþjóðasamfélagsins til að beita sér í málinu. Rithöfundurinn og blaðakonan Christina Lamb stýrði pallborðsumræðum kvenna úr ólíkum áttum sem allar hafa tekið þátt í frelsisbaráttu afganskra kvenna. Í gær flutti forsætisráðherra opnunarávarp á miðannarfundi átaksins Kynslóð jafnréttis (Generation Equality) en Ísland var gestgjafi fundarins ásamt Tansaníu og UN Women. Á fundinum var rætt um hið alvarlega bakslag sem orðið hefur í jafnréttismálum víða um heim og nauðsyn þess að grípa til markvissra aðgerða til að snúa þeirri þróun við. Forsætisráðherra stýrði einnig pallborðsumræðum þar sem rætt var um ábyrgð ríkja, skuldbindingar og árangur af verkefnum átaksins til að auka jafnrétti,“ segir á vef stjórnarráðsins. Forsætisráðherra átti einnig tvíhliðafundi með Lazarus McCarthy Chakwera, forseta Malaví, Taneti Maamau, forseta Kiribati, Xavier Espot Zamora, forsætisráðherra Andorra, Paulinu Brandberg, jafnréttisráðherra Svíþjóðar og Gerd Muller, framkvæmdastjóra UNIDO.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira