Innlent

Rann­sókn lög­reglu á kyn­ferðis­broti í Kópa­vogi í fullum gangi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bíll karlmannsins hefur sést á stöðum í vesturbæ Kópavogs þangað sem börn leggja endurtekið leið sína.
Bíll karlmannsins hefur sést á stöðum í vesturbæ Kópavogs þangað sem börn leggja endurtekið leið sína. Vísir/Arnar

Rannsókn lögreglu á karlmanni sem grunaður er um að hafa gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs á dögunum er í fullum gangi. Lögregla hefur tekið skýrslu af hinum grunaða í málinu.

Þetta staðfestir Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrum barna í vesturbæ Kópavogs barst póstur frá skólastjórnendum Kársnesskóla síðastliðinn þriðjudag. Tæplega sex hundruð nemendur eru í skólanum á aldrinum sex til fimmtán ára.

Í póstinum var varað við einstaklingi á ferð í hverfinu „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið um karlmann sem hefur endurtekið sést í bíl í vesturhluta Kópavogs nærri stöðum þangað sem börn sækja.

Karlmaðurinn er grunaður að hafa í minnsta kosti eitt skipti fróað sér í bíl á meðan börn voru í sjónmáli. Bíllinn er skráður á karlmann á fertugsaldri sem sat inni í tæp átta ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á grunnskólaaldri.

Hann hefur samkvæmt heimildum fréttastofu verið búsettur á Íslandi í á annað ár.


Tengdar fréttir

Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir ­brot gegn barni

Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×