Þetta staðfestir Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrum barna í vesturbæ Kópavogs barst póstur frá skólastjórnendum Kársnesskóla síðastliðinn þriðjudag. Tæplega sex hundruð nemendur eru í skólanum á aldrinum sex til fimmtán ára.
Í póstinum var varað við einstaklingi á ferð í hverfinu „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið um karlmann sem hefur endurtekið sést í bíl í vesturhluta Kópavogs nærri stöðum þangað sem börn sækja.
Karlmaðurinn er grunaður að hafa í minnsta kosti eitt skipti fróað sér í bíl á meðan börn voru í sjónmáli. Bíllinn er skráður á karlmann á fertugsaldri sem sat inni í tæp átta ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á grunnskólaaldri.
Hann hefur samkvæmt heimildum fréttastofu verið búsettur á Íslandi í á annað ár.