Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2023 21:05 María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, segir mikilvægt að ræða um stafrænt kynferðisofbeldi við fólk. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. Slík máli hafi þó ekki komið á borð lögreglu, en tilkynningum um stafrænt kynferðisofbeldi hefur fjölgað. El País fjallaði um það í vikunni að unglingsstúlkur á Spáni hefðu lent í því að koma aftur í skólann og komist að því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Umræddar myndir hafi verið gerðar í gervigreind. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, ræddi um stafrænt kynferðisofbeldi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún veit ekki til þess að mál líkt og það á Spáni hafi komið upp á Íslandi. Slíkt myndi þó ekki koma henni á óvart vegna þess hversu nýjungagjarnir Íslendingar séu. Líkt og oft áður, segir María, sé bæði hægt að nota tæknina til góðs og ills. „Þetta er ansi gott dæmi um það. Þarna er verið að nota tæknina til ills. Og það er eitthvað sem við verðum alltaf að hafa í huga: allar þessar framfarir eru ekki bara jákvæðar. Þær fela líka í sér neikvæðar hliðar,“ segir hún. Eins og ef um raunverulega mynd væri að ræða María bendir á að lagaákvæði varðandi kynferðislegt friðhelgi einstaklinga myndi vernda fólk í málum sem þessum. Spurð um hvort sömu viðurlög væru við því að deila raunverulegum nektarmyndum og samskonar myndum gerðar af gervigreind segir hún svo vera. „Það sem að við horfum til varðandi matið á viðurlögunum er til dæmis hversu umfangsmikil dreifingin er. Hvers eðlis myndirnar eru og til hverra þeirra er dreift,“ Þá segir María löggjöfina á Íslandi betri en víða í Evrópu þar sem dreifing á nektarmyndum, fölsuðum af gervigreind, myndi ekki endilega teljast til lögbrota. Spurð um hvort ábyrgð gerenda geti verið óljós þegar gervigreind eigi í hlut bendir María á að í sumum gervigreindarforritum þurfi ekki að skrá sig inn. Það verði til þess að erfitt geti verið að finna út hver hafi látið gera myndina. Telji brotin stundum fyndin Eitt af vandamálum þessara mála sé að þeir sem fremji stafræn kynferðisbrot geri það ekki með illum ásetningi. Það telji til að mynda að brotin geti verið fyndin. María bendir á að fræðimenn hafi bent á að normalísering brota í líkingu við þau sem um er rætt hafi mikil áhrif. „Þá erum við um leið að breyta félagslegum viðmiðum okkar um það hvað sé ásættanlegt í samskiptum okkar við aðra einstaklinga.“ Því segir hún mikilvægt að bregðast við ef einhver haldi því fram að stafrænt kynferðisbrot sé framið í háði. „Ef við ýtum ekki til baka þá verður það normaliserað, og hefur síðan áhrif á það hvað okkur finnst eðlilegt og ásættanlegt alveg óháð löggjöfinni.“ María segir mikilvægt að ræða við börn, og fólk almennt, um það hvað sé viðeigandi að gera á netinu og með tækni eins og þessa. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tækni Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Slík máli hafi þó ekki komið á borð lögreglu, en tilkynningum um stafrænt kynferðisofbeldi hefur fjölgað. El País fjallaði um það í vikunni að unglingsstúlkur á Spáni hefðu lent í því að koma aftur í skólann og komist að því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Umræddar myndir hafi verið gerðar í gervigreind. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, ræddi um stafrænt kynferðisofbeldi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún veit ekki til þess að mál líkt og það á Spáni hafi komið upp á Íslandi. Slíkt myndi þó ekki koma henni á óvart vegna þess hversu nýjungagjarnir Íslendingar séu. Líkt og oft áður, segir María, sé bæði hægt að nota tæknina til góðs og ills. „Þetta er ansi gott dæmi um það. Þarna er verið að nota tæknina til ills. Og það er eitthvað sem við verðum alltaf að hafa í huga: allar þessar framfarir eru ekki bara jákvæðar. Þær fela líka í sér neikvæðar hliðar,“ segir hún. Eins og ef um raunverulega mynd væri að ræða María bendir á að lagaákvæði varðandi kynferðislegt friðhelgi einstaklinga myndi vernda fólk í málum sem þessum. Spurð um hvort sömu viðurlög væru við því að deila raunverulegum nektarmyndum og samskonar myndum gerðar af gervigreind segir hún svo vera. „Það sem að við horfum til varðandi matið á viðurlögunum er til dæmis hversu umfangsmikil dreifingin er. Hvers eðlis myndirnar eru og til hverra þeirra er dreift,“ Þá segir María löggjöfina á Íslandi betri en víða í Evrópu þar sem dreifing á nektarmyndum, fölsuðum af gervigreind, myndi ekki endilega teljast til lögbrota. Spurð um hvort ábyrgð gerenda geti verið óljós þegar gervigreind eigi í hlut bendir María á að í sumum gervigreindarforritum þurfi ekki að skrá sig inn. Það verði til þess að erfitt geti verið að finna út hver hafi látið gera myndina. Telji brotin stundum fyndin Eitt af vandamálum þessara mála sé að þeir sem fremji stafræn kynferðisbrot geri það ekki með illum ásetningi. Það telji til að mynda að brotin geti verið fyndin. María bendir á að fræðimenn hafi bent á að normalísering brota í líkingu við þau sem um er rætt hafi mikil áhrif. „Þá erum við um leið að breyta félagslegum viðmiðum okkar um það hvað sé ásættanlegt í samskiptum okkar við aðra einstaklinga.“ Því segir hún mikilvægt að bregðast við ef einhver haldi því fram að stafrænt kynferðisbrot sé framið í háði. „Ef við ýtum ekki til baka þá verður það normaliserað, og hefur síðan áhrif á það hvað okkur finnst eðlilegt og ásættanlegt alveg óháð löggjöfinni.“ María segir mikilvægt að ræða við börn, og fólk almennt, um það hvað sé viðeigandi að gera á netinu og með tækni eins og þessa.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tækni Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira