Hringdi í neyðarlínuna og sagðist ekki vita hvar orrustuþotan væri Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2023 10:37 Orrustuþota af gerðinni F-35 Lightning II. Enn liggur ekki fyrir af hverju flugmaður einnar stökk úr henni á flugi yfir Suður-Karólínu en flugvélin flaug áfram meira en hundrað kílómetra. AP/Michel Euler Flugmaður F-35 orrustuþotu sem týndist á dögunum í Bandaríkjunum, lenti í fallhlíf í bakgarði manns í Suður-Karólínu. Þegar eigandi hússins hringdi í neyðarlínuna virtist sú sem svaraði eiga erfitt með að átta sig á hvað væri að gerast, sem gæti ef til vill talist eðlilegt, en flugmaðurinn tilkynnti henni að hann hefði skotið sér úr orrustuþotu og vissi ekki hvar flugvélin væri. Eigandi hússins sagði að flugmaðurinn hefði lent í garði sínum og vildi kanna hvort hann gæti fengið sjúkrabíl sendan til sín þar sem flugmaðurinn fann til í bakinu eftir að hafa skotið sér úr flugvélinni í tvö þúsund feta hæð, sem samsvarar um sex hundruð metrum. Eftir að flugmaðurinn yfirgaf herþotuna mun hún hafa flogið á sjálfstýringu, í um þúsund feta hæð. Flugmaðurinn, sem er 47 ára gamall landgönguliði með mikla reynslu af flugstörfum, yfirgaf orrustuþotuna vegna ótilgreindrar bilunar. Flugvélin flaug þá áfram á sjálfstýringu meira en hundrað kílómetra og brotlenti á strjálbýlu svæði í Suður-Karólínu. Það tók meira en sólarhring að finna brak orrustuþotunnar en málið hefur vakið mikla furðu. „Fröken. Herþota brotlenti. Ég er flugmaðurinn. Við þurfum að koma björgunarsveitum af stað. Ég er ekki viss um hvar flugvélin er en hún hefur væntanlega brotlent. Ég skaut mér úr henni." Seinan meir bað hann aftur um sjúkrabíl, vegna þess að hann hefði svifið til jarðar í fallhlíf. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir upptöku af símtalinu til Neyðarlínunnar og má heyra það hér að neðan. Myndbandið er þó ekki textað. Forsvarsmenn Landgönguliðs Bandaríkjanna segjast ekki vita með vissu af hverju flugvélin flaug svo langt áfram en það gæti verið vegna öryggisbúnaðar sem ætlað er að verja flugmenn í neyðartilfellum. Vísa þeir til hugbúnaðar sem á að halda þotum stöðugum ef flugmaður er ekki með hendur á stjórntækjum hennar. Hugbúnaðurinn er hannaður til að bjarga flugmönnum ef þeir missa meðvitund eða tapa áttum á flugi. Eins og áður segir liggur ekki fyrir af hverju flugmaðurinn yfirgaf flugvélina en samkvæmt upplýsingum frá landgönguliðinu er talið að þessi hugbúnaður hafi mögulega bjargað lífi hans og annarra á jörðinni með því að fljúga þotunni áfram. Mörgum spurningum um atvikið er ósvarað og þá helst þeirri af hverju það tók rúman sólarhring að finna brak þotunnar. F-35 eru hannaðar til að vera illgreinanlegar á ratsjám og þær eru einnig með hugbúnað sem eyðir uupplýsingum úr tölvukerfi þeirra og samskiptakerfi en þessum hugbúnaði er ætlað að vernda flugmenn þurfi þeir að yfirgefa þoturnar yfir yfirráðasvæði óvina. Þetta í samblandi við veðrið og hversu lágskýjað var, gerði leitina að orrustuþotuni erfiða. Eitt vitni sem sá herþotuna á flugi hefur vakið mikla lukku á internetinu síðustu daga. A F-35 crash witness describes the sounds he heard. Not uncommon that people don t think it s an aircraft crashing when it comes to loud sounds and don t report it. WBTW pic.twitter.com/tK62V0AMeJ— Thenewarea51 (@thenewarea51) September 20, 2023 Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Tengdar fréttir Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. 19. september 2023 07:20 Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18. september 2023 07:21 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Eigandi hússins sagði að flugmaðurinn hefði lent í garði sínum og vildi kanna hvort hann gæti fengið sjúkrabíl sendan til sín þar sem flugmaðurinn fann til í bakinu eftir að hafa skotið sér úr flugvélinni í tvö þúsund feta hæð, sem samsvarar um sex hundruð metrum. Eftir að flugmaðurinn yfirgaf herþotuna mun hún hafa flogið á sjálfstýringu, í um þúsund feta hæð. Flugmaðurinn, sem er 47 ára gamall landgönguliði með mikla reynslu af flugstörfum, yfirgaf orrustuþotuna vegna ótilgreindrar bilunar. Flugvélin flaug þá áfram á sjálfstýringu meira en hundrað kílómetra og brotlenti á strjálbýlu svæði í Suður-Karólínu. Það tók meira en sólarhring að finna brak orrustuþotunnar en málið hefur vakið mikla furðu. „Fröken. Herþota brotlenti. Ég er flugmaðurinn. Við þurfum að koma björgunarsveitum af stað. Ég er ekki viss um hvar flugvélin er en hún hefur væntanlega brotlent. Ég skaut mér úr henni." Seinan meir bað hann aftur um sjúkrabíl, vegna þess að hann hefði svifið til jarðar í fallhlíf. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir upptöku af símtalinu til Neyðarlínunnar og má heyra það hér að neðan. Myndbandið er þó ekki textað. Forsvarsmenn Landgönguliðs Bandaríkjanna segjast ekki vita með vissu af hverju flugvélin flaug svo langt áfram en það gæti verið vegna öryggisbúnaðar sem ætlað er að verja flugmenn í neyðartilfellum. Vísa þeir til hugbúnaðar sem á að halda þotum stöðugum ef flugmaður er ekki með hendur á stjórntækjum hennar. Hugbúnaðurinn er hannaður til að bjarga flugmönnum ef þeir missa meðvitund eða tapa áttum á flugi. Eins og áður segir liggur ekki fyrir af hverju flugmaðurinn yfirgaf flugvélina en samkvæmt upplýsingum frá landgönguliðinu er talið að þessi hugbúnaður hafi mögulega bjargað lífi hans og annarra á jörðinni með því að fljúga þotunni áfram. Mörgum spurningum um atvikið er ósvarað og þá helst þeirri af hverju það tók rúman sólarhring að finna brak þotunnar. F-35 eru hannaðar til að vera illgreinanlegar á ratsjám og þær eru einnig með hugbúnað sem eyðir uupplýsingum úr tölvukerfi þeirra og samskiptakerfi en þessum hugbúnaði er ætlað að vernda flugmenn þurfi þeir að yfirgefa þoturnar yfir yfirráðasvæði óvina. Þetta í samblandi við veðrið og hversu lágskýjað var, gerði leitina að orrustuþotuni erfiða. Eitt vitni sem sá herþotuna á flugi hefur vakið mikla lukku á internetinu síðustu daga. A F-35 crash witness describes the sounds he heard. Not uncommon that people don t think it s an aircraft crashing when it comes to loud sounds and don t report it. WBTW pic.twitter.com/tK62V0AMeJ— Thenewarea51 (@thenewarea51) September 20, 2023
Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Tengdar fréttir Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. 19. september 2023 07:20 Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18. september 2023 07:21 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. 19. september 2023 07:20
Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18. september 2023 07:21