Ófær um að mæta í dómsal vegna pyntinga CIA Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. september 2023 23:31 Maðurinn er talinn ósakhæfur að svo stöddu vegna pyntinga CIA. AP/Brandon Jemenskur maður sem hefur verið í haldi síðustu ár vegna grunaðra tengsla við hryðjuverkin á Tvíburaturnana í New York er ófær um að mæta fyrir dóm vegna geðtruflana. Bandaríska leyniþjónustan pyntaði manninn mikið í kjölfar handtöku og er talið að hann hafi orðið veikur á geði við pyntingarnar. Maðurinn Ramzi bin al-Shibh er einn fimmmenninga sem hafa verið í haldi bandarískra yfirvalda í um tuttugu ár vegna meintra tengsla við hryðjuverkin í New York 11. september árið 2001. Hann er talinn hafa tekið þátt í skipulagningu ódæðisins. Næstum því þrjú þúsund manns létust í árásunum. Maðurinn hefur setið í fangelsinu á Guantanamo Bay í langan tíma og er einn fárra sem þar eru enn eftir. Læknar greindu hann nýlega með áfallastreituröskun og geðtruflanir. Hann er því talinn ósakhæfur í augnablikinu, enda þýðir lítið að draga hann fyrir dóm vegna ástandsins, að sögn Guardian. Réttarhöld yfir fimmmenningunum munu því halda áfram að honum fjarstöddum. Leyniþjónustan beitti ýmsum brögðum eftir hryðjuverkin árið 2001. Bandaríkjaforseti fyrirskipaði innrás í Írak og Afganistan og fangelsinu, Guantanamo Bay, var komið á fót. Harkalegum yfirheyrsluaðferðum var beitt ítrekað gagnvart hverjum þeim sem talinn var hafa komið að hryðjuverkunum með einum eða öðrum hætti. Al-Shibh segist hafa verið pyntaður ítrekað. Hann segist hafa verið neyddur til að standa nakinn í allt að þrjá daga í senn. Fangaverðir hafi passað upp á að hann gæti ekki sofnað með því að skvetta köldu vatni á hann í loftkældum klefanum. Svefnleysið og líkamlegar árásir eru taldar hafa valdið honum miklum andlegum skaða, mögulega óafturkræfum. Fimmmenningarnir voru allir pyntaðir ítrekað af CIA en leyniþjónustan segist hafa hætt að beita pyntingaraðferðunum árið 2009. Rannsókn öldungadeildar Bandaríkjaþings leiddi síðar í ljós að pyntingarnar hefðu litlum upplýsingum skilað. Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Maðurinn Ramzi bin al-Shibh er einn fimmmenninga sem hafa verið í haldi bandarískra yfirvalda í um tuttugu ár vegna meintra tengsla við hryðjuverkin í New York 11. september árið 2001. Hann er talinn hafa tekið þátt í skipulagningu ódæðisins. Næstum því þrjú þúsund manns létust í árásunum. Maðurinn hefur setið í fangelsinu á Guantanamo Bay í langan tíma og er einn fárra sem þar eru enn eftir. Læknar greindu hann nýlega með áfallastreituröskun og geðtruflanir. Hann er því talinn ósakhæfur í augnablikinu, enda þýðir lítið að draga hann fyrir dóm vegna ástandsins, að sögn Guardian. Réttarhöld yfir fimmmenningunum munu því halda áfram að honum fjarstöddum. Leyniþjónustan beitti ýmsum brögðum eftir hryðjuverkin árið 2001. Bandaríkjaforseti fyrirskipaði innrás í Írak og Afganistan og fangelsinu, Guantanamo Bay, var komið á fót. Harkalegum yfirheyrsluaðferðum var beitt ítrekað gagnvart hverjum þeim sem talinn var hafa komið að hryðjuverkunum með einum eða öðrum hætti. Al-Shibh segist hafa verið pyntaður ítrekað. Hann segist hafa verið neyddur til að standa nakinn í allt að þrjá daga í senn. Fangaverðir hafi passað upp á að hann gæti ekki sofnað með því að skvetta köldu vatni á hann í loftkældum klefanum. Svefnleysið og líkamlegar árásir eru taldar hafa valdið honum miklum andlegum skaða, mögulega óafturkræfum. Fimmmenningarnir voru allir pyntaðir ítrekað af CIA en leyniþjónustan segist hafa hætt að beita pyntingaraðferðunum árið 2009. Rannsókn öldungadeildar Bandaríkjaþings leiddi síðar í ljós að pyntingarnar hefðu litlum upplýsingum skilað.
Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira