Trump og Stern í hár saman Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 19:44 Donald Trump var tíður gestur í útvarpsþætti Howard Stern fyrir mörgum árum. Nú eiga þeir ekki lengur skap saman. Getty Donald Trump og útvarpsmaðurinn Howard Stern eru komnir í hár saman ef marka má færslu forsetans fyrrverandi á samfélagsmiðlinum Truth Social. Trump segir Stern furðufugl sem sé orðinn „woke“. Stern og Trump hafa í gegnum tíðina báðir verið stóryrtir og skoðanaglaðir. Núna virðist sem þessir gömlu félagar eigi í opinberum deilum. Á mánudag greindi Stern frá því í útvarpsþættinum sínum „The Howard Stern Show“ að hann tæki ásökunum um að vera „woke“ sem hrósi og að hann elskaði það. „Ef woke þýðir að ég geti ekki stutt Trump, sem er það sem ég held að það þýði, eða að ég styðji fólk sem vill vera trans eða að ég trúi á bóluefni, gaur kallaðu mig woke ef þú vilt,“ sagði hann meðal annars. Tók illa í orð Stern Trump virðist hafa tekið þessum yfirlýsingum Stern persónulega af því hann svaraði útvarpsmanninum á hægrisinnaða samfélagsmiðlinum Truth Social. „Hinn raunverulegi Howard Stern er aumur, aumkunarverður og sviksamur gaur sem hefur misst vini sína og MIKIÐ af hlustendum sínum. Fyrr en nýlega hafði ég ekki heyrt minnst á hann í mörg ár,“ skrifaði Trump í færslunni. „Í gömlu góðu dagana fór ég mörgum sinnum í þáttinn hans og síðan varð hann woke og öllum er sama um hann. Ég veit ekki hvað þau borga honum mikið (í alvöru!) en það ætti ekki vera mikið. Áhrif hans eru engin og án þeirra hefur hann EKKERT - bara brotinn furðufugl, óaðlaðandi að innan sem utan,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Hollywood Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira
Stern og Trump hafa í gegnum tíðina báðir verið stóryrtir og skoðanaglaðir. Núna virðist sem þessir gömlu félagar eigi í opinberum deilum. Á mánudag greindi Stern frá því í útvarpsþættinum sínum „The Howard Stern Show“ að hann tæki ásökunum um að vera „woke“ sem hrósi og að hann elskaði það. „Ef woke þýðir að ég geti ekki stutt Trump, sem er það sem ég held að það þýði, eða að ég styðji fólk sem vill vera trans eða að ég trúi á bóluefni, gaur kallaðu mig woke ef þú vilt,“ sagði hann meðal annars. Tók illa í orð Stern Trump virðist hafa tekið þessum yfirlýsingum Stern persónulega af því hann svaraði útvarpsmanninum á hægrisinnaða samfélagsmiðlinum Truth Social. „Hinn raunverulegi Howard Stern er aumur, aumkunarverður og sviksamur gaur sem hefur misst vini sína og MIKIÐ af hlustendum sínum. Fyrr en nýlega hafði ég ekki heyrt minnst á hann í mörg ár,“ skrifaði Trump í færslunni. „Í gömlu góðu dagana fór ég mörgum sinnum í þáttinn hans og síðan varð hann woke og öllum er sama um hann. Ég veit ekki hvað þau borga honum mikið (í alvöru!) en það ætti ekki vera mikið. Áhrif hans eru engin og án þeirra hefur hann EKKERT - bara brotinn furðufugl, óaðlaðandi að innan sem utan,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Hollywood Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira