„Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2023 08:53 Sveinn Andri ásamt skjólstæðingi sínum Sindra Snæ Birgissyni, sem var ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka. Vísir/Vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. Yfirlýsingin ber yfirskriftina „Hættustig hryðjuverka notað til að þrýsta á dómara“ og meðal annars vísað til viðtals við Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjón sem birtist á mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði Karl Steinar það vissulega koma til greina að lækka hættustig vegna hryðjuverka ef sakfellt yrði í hryðjuverkamálinu. „Það gæti alveg verið, eins og ég segi þá er þetta alveg lifandi plagg,“ sagði Karl Steinar. „Ríkislögreglustjóri virðist hafa meiri áhyggjur af því að halda ekki andliti og að þurfa að gleypa sín eigin stóryrði, frekar en að tveir ungir menn í blóma lífsins séu saklausir dæmdir í margra ára fangelsi. Hefur gripið um sig örvænting á lokastigi,“ segir Sveinn Andri í yfirlýsingu sinni. „Á vef Morgunblaðsins í gær, 24. september, gat að sjá ósvífna tilraun til þess að hafa áhrif á dómara þann sem hefur hryðjuverkamálið til meðferðar, þegar fulltrúi ríkislögreglustjóra lét hafa eftir sér að sakfelling í málinu myndi hjálpa til við að lækka aftur hættustigið. Virðist þetta hættustig vera skiptimynt.“ Sveinn Andri rekur lauslega tildrög málsins en umbjóðandi hans var handtekinn fyrir um ári síðan grunaður um að hafa þrívíddarprentað skotvopn og selt. Sveinn Andri gagnrýnir harðlega blaðamannafund lögreglu þar sem meðal annars kom fram að samfélagið væri nú öruggara eftir að mennirnir tveir hefðu verið handteknir. Að sögn Sveins Andra höfðu umbjóðandi hans og félagi viðhaft „öfgakennt orðfæri“, sem lögregla hefði túlkað sem áform um að fremja fjöldamorð. Segir hann marga lögreglumenn hins vegar hafa verið afar ósátta við blaðamannafund ríkislögreglustjóra og „yfirlýsingagleði“. Sveinn Andri segir rannsóknir lögreglu ekki hafa skotið stoðum undir málflutning hennar og að þvert á mat lögreglu og Europol að um væri að ræða „stórhættulega hryðjuverkamenn“, eins og hann kemst að orði, hefði einn reyndasti geðlæknir landsins komist að þeirri niðurstöðu að engin ógn stafaði af mönnunum. „Þessi rýra uppskera rannsóknar lögreglu sézt bezt á því að tvímenningarnir hafa ekki verið ákærðir fyrir neitt af því sem lýst var yfir á blaðamannafundinum að þeir hefðu haft í undirbúningi, heldur aðeins var hið óvandaða orðfæri þeirra sagt í ákæru sýna ótvíræðan ásetning þeirra til að fremja einhver ótiltekin hryðjuverk. Áttu þeir að hafa ætlað að nota byssur sem læstar voru inni í skáp föður annars þeirra og þrívíddarprentaðar byssur sem þeir höfðu þá þegar selt,“ segir Sveinn Andri. Hann segir öfluga og góða lögreglu öllum samfélögum mikilvæg en á sama tíma þurfi þeir sem fara með löggæsluvaldið að valda starfi sínu, þannig að réttar ákvarðanir séu teknar í þágu borgara, borgaralegra réttinda gætt og að lögregla „gangi í takt við ákæruvald og dómsvald landsins“. „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla. Brýnasta verkefnið í dag er að endurskoða frá grunni starfsemi Ríkislögreglustjóra þannig að samfélag okkar verði öruggara en það er í dag,“ segir hann að lokum. Tengd skjöl Hættustig_hryðjuverka_misnotaðDOCX16KBSækja skjal Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Yfirlýsingin ber yfirskriftina „Hættustig hryðjuverka notað til að þrýsta á dómara“ og meðal annars vísað til viðtals við Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjón sem birtist á mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði Karl Steinar það vissulega koma til greina að lækka hættustig vegna hryðjuverka ef sakfellt yrði í hryðjuverkamálinu. „Það gæti alveg verið, eins og ég segi þá er þetta alveg lifandi plagg,“ sagði Karl Steinar. „Ríkislögreglustjóri virðist hafa meiri áhyggjur af því að halda ekki andliti og að þurfa að gleypa sín eigin stóryrði, frekar en að tveir ungir menn í blóma lífsins séu saklausir dæmdir í margra ára fangelsi. Hefur gripið um sig örvænting á lokastigi,“ segir Sveinn Andri í yfirlýsingu sinni. „Á vef Morgunblaðsins í gær, 24. september, gat að sjá ósvífna tilraun til þess að hafa áhrif á dómara þann sem hefur hryðjuverkamálið til meðferðar, þegar fulltrúi ríkislögreglustjóra lét hafa eftir sér að sakfelling í málinu myndi hjálpa til við að lækka aftur hættustigið. Virðist þetta hættustig vera skiptimynt.“ Sveinn Andri rekur lauslega tildrög málsins en umbjóðandi hans var handtekinn fyrir um ári síðan grunaður um að hafa þrívíddarprentað skotvopn og selt. Sveinn Andri gagnrýnir harðlega blaðamannafund lögreglu þar sem meðal annars kom fram að samfélagið væri nú öruggara eftir að mennirnir tveir hefðu verið handteknir. Að sögn Sveins Andra höfðu umbjóðandi hans og félagi viðhaft „öfgakennt orðfæri“, sem lögregla hefði túlkað sem áform um að fremja fjöldamorð. Segir hann marga lögreglumenn hins vegar hafa verið afar ósátta við blaðamannafund ríkislögreglustjóra og „yfirlýsingagleði“. Sveinn Andri segir rannsóknir lögreglu ekki hafa skotið stoðum undir málflutning hennar og að þvert á mat lögreglu og Europol að um væri að ræða „stórhættulega hryðjuverkamenn“, eins og hann kemst að orði, hefði einn reyndasti geðlæknir landsins komist að þeirri niðurstöðu að engin ógn stafaði af mönnunum. „Þessi rýra uppskera rannsóknar lögreglu sézt bezt á því að tvímenningarnir hafa ekki verið ákærðir fyrir neitt af því sem lýst var yfir á blaðamannafundinum að þeir hefðu haft í undirbúningi, heldur aðeins var hið óvandaða orðfæri þeirra sagt í ákæru sýna ótvíræðan ásetning þeirra til að fremja einhver ótiltekin hryðjuverk. Áttu þeir að hafa ætlað að nota byssur sem læstar voru inni í skáp föður annars þeirra og þrívíddarprentaðar byssur sem þeir höfðu þá þegar selt,“ segir Sveinn Andri. Hann segir öfluga og góða lögreglu öllum samfélögum mikilvæg en á sama tíma þurfi þeir sem fara með löggæsluvaldið að valda starfi sínu, þannig að réttar ákvarðanir séu teknar í þágu borgara, borgaralegra réttinda gætt og að lögregla „gangi í takt við ákæruvald og dómsvald landsins“. „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla. Brýnasta verkefnið í dag er að endurskoða frá grunni starfsemi Ríkislögreglustjóra þannig að samfélag okkar verði öruggara en það er í dag,“ segir hann að lokum. Tengd skjöl Hættustig_hryðjuverka_misnotaðDOCX16KBSækja skjal
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira