Meint kynferðisbrot Brand til rannsóknar hjá lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2023 20:13 Rannsóknarlögreglan Scotland Yard hefur meint kynferðisbrot Russell Brand til rannsóknar. AP/James Manning Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard hefur nú til rannsóknar nokkrar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur grínistanum Russel Brand. Til rannsóknar eru bæði ásakanir um ofbeldi sem á að hafa átt sér stað á breskri grundu og annars staðar. Fram kemur í umfjöllun fréttastofu Sky að lögreglan hafi greint frá því að allar ásakanirnar, sem eru til rannsóknar, séu um brot sem áttu sér ekki stað nýlega. Í kjölfar umfjöllunar The Sunday Times og Channel 4 um meint brot Brands hafi lögreglunni borist fjöldi ásakana um brot sem eigi að hafa átt sér stað í Lundúnum. „Við höfum einnig fengið ásakanir á borð okkar um kynferðisbrot sem framin voru utan landsteinanna og munum taka þær til rannsóknar,“ er haft eftir Scotland Yard í umfjöllun Sky. Lögreglan greindi frá því síðastliðinn mánudag að henni hafi borist ásökun gegn Brand um kynferðisbrot, sem á að hafa átt sér stað árið 2003. Í kjölfarið hvatti lögreglan fleiri mögulega þolendur grínistans til að stíga fram. Brand birti á föstudagskvöld þriggja mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti enn og aftur yfir sakleysi sínu og sagði síðastliðna viku verið „stórfurðulega og erfiða“. Hann talaði undir rós en bað aðdáendur sína um að „taka upplýsingum með fyrirvara“. Þá kvartaði hann einnig yfir fjölmiðlum, sagði þá spillta og minntist á svokallað „djúpríki“, sem er vinsælt hugtak meðal samsæriskenningasmiða. Óásættanleg vinnustaðahegðun Fjórar konur stigu fram 16. september síðastliðinn og sökuðu Brand um að hafa brotið á sér kynferðislega. Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum á Bretlandi og hafa breska ríkissjónvarpið, Chanel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafið rannsókn á Brand. Brand starfaði hjá öllum þremur vinnustöðum og hafa komið fram lýsingar af óásættanlegri vinnustaðahegðun hans. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Ásakanirnar ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í fjölmiðlum birti Brand myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti nokkra furðu þar sem enginn vissi hverju Brand væri að neita fyrr en nokkru síðar, þegar umfjöllun fjölmiðla um meint brot hans birtist. Bretland Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Russell Brand Tengdar fréttir Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. 18. september 2023 16:14 Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22. september 2023 22:17 YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19. september 2023 07:36 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun fréttastofu Sky að lögreglan hafi greint frá því að allar ásakanirnar, sem eru til rannsóknar, séu um brot sem áttu sér ekki stað nýlega. Í kjölfar umfjöllunar The Sunday Times og Channel 4 um meint brot Brands hafi lögreglunni borist fjöldi ásakana um brot sem eigi að hafa átt sér stað í Lundúnum. „Við höfum einnig fengið ásakanir á borð okkar um kynferðisbrot sem framin voru utan landsteinanna og munum taka þær til rannsóknar,“ er haft eftir Scotland Yard í umfjöllun Sky. Lögreglan greindi frá því síðastliðinn mánudag að henni hafi borist ásökun gegn Brand um kynferðisbrot, sem á að hafa átt sér stað árið 2003. Í kjölfarið hvatti lögreglan fleiri mögulega þolendur grínistans til að stíga fram. Brand birti á föstudagskvöld þriggja mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti enn og aftur yfir sakleysi sínu og sagði síðastliðna viku verið „stórfurðulega og erfiða“. Hann talaði undir rós en bað aðdáendur sína um að „taka upplýsingum með fyrirvara“. Þá kvartaði hann einnig yfir fjölmiðlum, sagði þá spillta og minntist á svokallað „djúpríki“, sem er vinsælt hugtak meðal samsæriskenningasmiða. Óásættanleg vinnustaðahegðun Fjórar konur stigu fram 16. september síðastliðinn og sökuðu Brand um að hafa brotið á sér kynferðislega. Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum á Bretlandi og hafa breska ríkissjónvarpið, Chanel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafið rannsókn á Brand. Brand starfaði hjá öllum þremur vinnustöðum og hafa komið fram lýsingar af óásættanlegri vinnustaðahegðun hans. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Ásakanirnar ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í fjölmiðlum birti Brand myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti nokkra furðu þar sem enginn vissi hverju Brand væri að neita fyrr en nokkru síðar, þegar umfjöllun fjölmiðla um meint brot hans birtist.
Bretland Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Russell Brand Tengdar fréttir Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. 18. september 2023 16:14 Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22. september 2023 22:17 YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19. september 2023 07:36 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. 18. september 2023 16:14
Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22. september 2023 22:17
YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19. september 2023 07:36