Engar frekari skýringar voru gefnar á því um hvers konar muni var að ræða en fréttastofa setti sig í samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og fékk þær upplýsingar að munirnir sem fundust í ruslinu hefðu verið vegabréf erlendra einstaklinga.
Lögregla sagði ómögulegt að segja til um það hvort vegabréfin hefðu týnst eða hvort þeim hefði verið stolið en hið síðarnefnda væri ekki síður líklegt. Vegabréfunum yrði komið til skila í gegnum alþjóðasamstarf lögreglu eða til viðkomandi sendiráða.
Munurinn sem fannst við hótelið var reiðhjól. Reynt verður að hafa upp á eiganda þess.