„Að sjálfsögðu eru það vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2023 18:38 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðrún Arnardóttir voru skiljanlega svekktar eftir tapið stóra í Þýskalandi í kvöld. Getty/Gerrit van Cologne „Við töpuðum bara fyrir góðu liði. Náðum kannski ekki alveg að spila agressívt á móti þeim. Þær unnu öll návígi og það var erfitt fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við RÚV í Bochum eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Íslenska liðið lenti undir eftir tæplega tuttugu mínútna leik og var 2-0 undir í hálfleik. Þýska liðið hafði í raun fullkomna stjórn á leiknum allan tímann. „Auðvitað er alveg hægt að segja það að uppleggið hafi ekki gengið upp. Við töpuðum náttúrulega 4-0. Við náðum aldrei að flytja boltann fram á við til að raunverulega eiga möguleika á að pressa þær uppi. Það var vandamál. Okkur gekk illa að halda í boltann, og töpuðum návígum þegar við vorum með boltann, þannig að það er erfitt að flytja liðið upp þegar þú tapar alltaf boltanum á eigin vallarhelmingi. Þetta var svona það erfiðasta. Þær [þýsku] voru bara drullugóðar á móti okkur. Vel agressívar og pressuðu okkur hátt. Bara læti í þeim allan tímann,“ sagði Þorsteinn við RÚV. Ísland skapaði sér ekki eitt einasta færi í leiknum. „Já, að sjálfsögðu eru það vonbrigði. En ef við setjum þetta í samhengi þá vorum við ekki fyrir fram að leggja upp með það að við kæmum til Þýskalands og myndum vinna. Við auðvitað förum í alla leiki til að vinna og gerum allt sem við getum, en auðvitað var sóknarleikurinn erfiður og þungur hjá okkur. Sendingar, móttaka og önnur „basic“ atriði voru erfið og þung hjá okkur. Svona er þetta bara. Leikurinn fór illa en það breytir því ekki að við þurfum bara að gíra okkur upp og vera áfram í þessari baráttu,“ sagði Þorsteinn. Spurður út í stöðuna á Sveindísi Jane Jónsdóttur, sem missti af leikjunum við Þýskaland og Wales vegna meiðsla, og hvort hún yrði með í lok október þegar Ísland mætir Danmörku og Þýskalandi á Laugardalsvelli, svaraði Þorsteinn: „Nei, ég veit raunverulega ekki neitt fyrr en í næsta glugga.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Íslenska liðið lenti undir eftir tæplega tuttugu mínútna leik og var 2-0 undir í hálfleik. Þýska liðið hafði í raun fullkomna stjórn á leiknum allan tímann. „Auðvitað er alveg hægt að segja það að uppleggið hafi ekki gengið upp. Við töpuðum náttúrulega 4-0. Við náðum aldrei að flytja boltann fram á við til að raunverulega eiga möguleika á að pressa þær uppi. Það var vandamál. Okkur gekk illa að halda í boltann, og töpuðum návígum þegar við vorum með boltann, þannig að það er erfitt að flytja liðið upp þegar þú tapar alltaf boltanum á eigin vallarhelmingi. Þetta var svona það erfiðasta. Þær [þýsku] voru bara drullugóðar á móti okkur. Vel agressívar og pressuðu okkur hátt. Bara læti í þeim allan tímann,“ sagði Þorsteinn við RÚV. Ísland skapaði sér ekki eitt einasta færi í leiknum. „Já, að sjálfsögðu eru það vonbrigði. En ef við setjum þetta í samhengi þá vorum við ekki fyrir fram að leggja upp með það að við kæmum til Þýskalands og myndum vinna. Við auðvitað förum í alla leiki til að vinna og gerum allt sem við getum, en auðvitað var sóknarleikurinn erfiður og þungur hjá okkur. Sendingar, móttaka og önnur „basic“ atriði voru erfið og þung hjá okkur. Svona er þetta bara. Leikurinn fór illa en það breytir því ekki að við þurfum bara að gíra okkur upp og vera áfram í þessari baráttu,“ sagði Þorsteinn. Spurður út í stöðuna á Sveindísi Jane Jónsdóttur, sem missti af leikjunum við Þýskaland og Wales vegna meiðsla, og hvort hún yrði með í lok október þegar Ísland mætir Danmörku og Þýskalandi á Laugardalsvelli, svaraði Þorsteinn: „Nei, ég veit raunverulega ekki neitt fyrr en í næsta glugga.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira