Stígum öll upp úr skotgröfunum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 28. september 2023 07:30 Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í. Þegar kemur að stjórnmálum, þá þurfum við að hætta að hörfa í þær skotgrafir sem einkenna stjórnmál dagsins í dag. Skotgrafir til þess að verja örfáa hagsmunaaðila. Skotgrafir íhaldssemi til að verjast breyttu heimsmyndinni. Skotgrafir til þess að fela slæm vinnubrögð og frændhygli. Á sama tíma þurfa þeir sem berjast gegn spillingu, ógagnsæi og íhaldssemi einnig að stíga upp úr skotgröfunum og finna sameiginlegar leiðir fram á við. Já, við þurfum að losna undan þeirri pólaríseringu sem hefur átt sér stað í stjórnmálum um allan heim undanfarna áratugi. Við þurfum nýja kynslóð stjórnmálamanna sem ekki er bundin af hlekkjum fortíðarinnar og sligi áratuga spillingar. Kynslóð sem er tilbúin að vinna saman að því að takast á við þær breytingar og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Aðferðafræði síðustu aldar dugar ekki til þess að tækla vandamál nútímans. Einfaldar sviðsmyndir gamalla stjórnmálakenninga duga ekki til þess að leysa flókin vandamál samtímans. Það er nauðsynlegt að hugsa upp á nýtt hvernig við byggjum upp samfélag sem á sama tíma verndar umhverfið og styður við þá sem þurfa aðstoð, án þess þó að setja fjötra sem draga úr frelsi og framtakssemi einstaklingsins. Á meðan við felum okkur bak við „já en svona höfum við alltaf gert það“ og „við þurfum að fara hægt í breytingar“, þá þýtur heimurinn framhjá okkur og skilur okkur eftir í hamfarasvæði þess pólitíska stríðs sem háð er úr skotgröfum. Það er komið að því að við þurfum öll að stíga næsta skrefið til að bæta og þróa stjórnmál á Íslandi. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að berja á öðrum flokkum í von um að slíkt skili sér í atkvæðum næst þegar kemur að kosningum. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að gera þeim flokkum sem eru í ríkisstjórn erfitt fyrir í von um að spennan á stjórnarheimilinu verði svo mikil að upp úr slitni. Nei, við þurfum stjórnmál sem snúa að því að vinna saman að því að tækla hin fjölmörgu stóru vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þessi vandamál eru svo miklu stærri en hin pólitíska refskák sem háð er á Alþingi í dag. Þau eru af þeim skala að einungis með því að standa saman og vinna af heilindum með hvoru öðru getur okkur tekist að standast þann storm sem næstu ár og áratugir munu bera með sér. Við þurfum fólk í stjórnmálum á Íslandi sem er tilbúið að leggja allt sitt að mörkum til þess að tryggja framtíð okkar lands og þeirra kynslóða sem munu erfa það. Fólk sem er tilbúið að vinna þvert á flokka að því að tækla þau mein sem þegar herja á okkar samfélag og búa okkur undir að takast á við enn stærri vandamál sem þegar eru farin að banka að dyrum. Fólk sem ekki setur tímabundna eiginhagsmuni í forgrunn, heldur sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar um komandi kynslóðir. Fólk sem lætur ekki gamlar pólitískar kreddur og aðferðir ráða för, heldur byggir nýjar alvöru lausnir á sameiginlegum gildum og samvinnu. Þetta eru þau stjórnmál sem ég vil sjá, hvað með þig? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í. Þegar kemur að stjórnmálum, þá þurfum við að hætta að hörfa í þær skotgrafir sem einkenna stjórnmál dagsins í dag. Skotgrafir til þess að verja örfáa hagsmunaaðila. Skotgrafir íhaldssemi til að verjast breyttu heimsmyndinni. Skotgrafir til þess að fela slæm vinnubrögð og frændhygli. Á sama tíma þurfa þeir sem berjast gegn spillingu, ógagnsæi og íhaldssemi einnig að stíga upp úr skotgröfunum og finna sameiginlegar leiðir fram á við. Já, við þurfum að losna undan þeirri pólaríseringu sem hefur átt sér stað í stjórnmálum um allan heim undanfarna áratugi. Við þurfum nýja kynslóð stjórnmálamanna sem ekki er bundin af hlekkjum fortíðarinnar og sligi áratuga spillingar. Kynslóð sem er tilbúin að vinna saman að því að takast á við þær breytingar og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Aðferðafræði síðustu aldar dugar ekki til þess að tækla vandamál nútímans. Einfaldar sviðsmyndir gamalla stjórnmálakenninga duga ekki til þess að leysa flókin vandamál samtímans. Það er nauðsynlegt að hugsa upp á nýtt hvernig við byggjum upp samfélag sem á sama tíma verndar umhverfið og styður við þá sem þurfa aðstoð, án þess þó að setja fjötra sem draga úr frelsi og framtakssemi einstaklingsins. Á meðan við felum okkur bak við „já en svona höfum við alltaf gert það“ og „við þurfum að fara hægt í breytingar“, þá þýtur heimurinn framhjá okkur og skilur okkur eftir í hamfarasvæði þess pólitíska stríðs sem háð er úr skotgröfum. Það er komið að því að við þurfum öll að stíga næsta skrefið til að bæta og þróa stjórnmál á Íslandi. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að berja á öðrum flokkum í von um að slíkt skili sér í atkvæðum næst þegar kemur að kosningum. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að gera þeim flokkum sem eru í ríkisstjórn erfitt fyrir í von um að spennan á stjórnarheimilinu verði svo mikil að upp úr slitni. Nei, við þurfum stjórnmál sem snúa að því að vinna saman að því að tækla hin fjölmörgu stóru vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þessi vandamál eru svo miklu stærri en hin pólitíska refskák sem háð er á Alþingi í dag. Þau eru af þeim skala að einungis með því að standa saman og vinna af heilindum með hvoru öðru getur okkur tekist að standast þann storm sem næstu ár og áratugir munu bera með sér. Við þurfum fólk í stjórnmálum á Íslandi sem er tilbúið að leggja allt sitt að mörkum til þess að tryggja framtíð okkar lands og þeirra kynslóða sem munu erfa það. Fólk sem er tilbúið að vinna þvert á flokka að því að tækla þau mein sem þegar herja á okkar samfélag og búa okkur undir að takast á við enn stærri vandamál sem þegar eru farin að banka að dyrum. Fólk sem ekki setur tímabundna eiginhagsmuni í forgrunn, heldur sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar um komandi kynslóðir. Fólk sem lætur ekki gamlar pólitískar kreddur og aðferðir ráða för, heldur byggir nýjar alvöru lausnir á sameiginlegum gildum og samvinnu. Þetta eru þau stjórnmál sem ég vil sjá, hvað með þig? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar