Vildi spila viðtal við brotaþola Árni Sæberg skrifar 28. september 2023 13:40 Verjendur í málinu eru 25 talsins. Ómar Valdimarsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps er hér lengst til hægri. Vísir/Vilhelm Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. Líkt og sakborningar síðustu daga mega vitni ekki hlýða hvert á annað. Því voru verjendur ekki sérstaklega ánægðir með það þegar brotaþoli gekk inn í dómsal í fylgd dómvarða og lögreglumanna á meðan annar brotaþoli gaf skýrslu. Honum var snarlega fylgt út á ný eftir mótmæli verjenda. Lagði fram ný gögn og vildi sýna myndskeið og spila viðtal Þá hófst þinghald í morgun á því að Ómar Valdimarsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, óskaði eftir því að leggja fram frekari gögn í málinu. Hann vildi fá að sýna myndskeið af samfélagsmiðlinum Snapchat en dómari leyfði það ekki. Hann fékk þó að deila út skjáskotum og senda myndskeiðið á aðra verjendur. Aðrir verjendur mótmæltu því að myndskeiðin og lýsingar á þeim yrðu lögð fram í málinu og sögðu gögnin þegar fram komin og að lýsingar á þeim væru skriflegur málflutningur, sem er óheimill. Þá óskaði Ómar eftir því að viðtal útvarpsmannsins Gústa B við þá Lúkas Geir og John Sebastian, brotaþola, sem tekið var tveimur dögum eftir árásina, yrði spilað. Dómari tók fyrir það. Nú eftir hádegi koma önnur vitni en brotaþolar fyrir dóminn og gefa skýrslur. Að þinghaldi loknu í dag verður fjölmiðlabanni aflétt og þá verður umfjöllun um aðalmeðferðina birt á Vísi. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Sjá meira
Líkt og sakborningar síðustu daga mega vitni ekki hlýða hvert á annað. Því voru verjendur ekki sérstaklega ánægðir með það þegar brotaþoli gekk inn í dómsal í fylgd dómvarða og lögreglumanna á meðan annar brotaþoli gaf skýrslu. Honum var snarlega fylgt út á ný eftir mótmæli verjenda. Lagði fram ný gögn og vildi sýna myndskeið og spila viðtal Þá hófst þinghald í morgun á því að Ómar Valdimarsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, óskaði eftir því að leggja fram frekari gögn í málinu. Hann vildi fá að sýna myndskeið af samfélagsmiðlinum Snapchat en dómari leyfði það ekki. Hann fékk þó að deila út skjáskotum og senda myndskeiðið á aðra verjendur. Aðrir verjendur mótmæltu því að myndskeiðin og lýsingar á þeim yrðu lögð fram í málinu og sögðu gögnin þegar fram komin og að lýsingar á þeim væru skriflegur málflutningur, sem er óheimill. Þá óskaði Ómar eftir því að viðtal útvarpsmannsins Gústa B við þá Lúkas Geir og John Sebastian, brotaþola, sem tekið var tveimur dögum eftir árásina, yrði spilað. Dómari tók fyrir það. Nú eftir hádegi koma önnur vitni en brotaþolar fyrir dóminn og gefa skýrslur. Að þinghaldi loknu í dag verður fjölmiðlabanni aflétt og þá verður umfjöllun um aðalmeðferðina birt á Vísi.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Sjá meira
Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17
„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48