Jón Steinar tekur upp hanskann Sævar Þór Jónsson skrifar 29. september 2023 07:31 Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. Fréttaflutningurinn var í raun viðtal við brotaþola í málinu en málið varðaði gróft og ítrekað ofbeldi í nánu sambandi. Þess má geta að dómurinn vakti athygli fleiri fjölmiðla og var fjallað um hann á nokkrum stöðum. Umfjöllun RÚV var meira í ætt við það sem kalla má umfjöllun af mannlegum toga (e. human interest) heldur en beinn fréttaflutningur. Gagnrýni Jóns Steinars laut að því að umfjöllunin hafi verið einhliða út frá upplifun og sjónarhóli brotaþola, ekki hafi verið gætt þess að fjalla um forsendur dómsins, einkum ástæður þess að sakborningi var ekki dæmd refsing og, eins og hann sjálfur komst að orði, hafi sjálfsagt flestir talið að mannvonsku dómarans hafi verið um að kenna að manninum var ekki refsað. Kastaði Jón Steinar meira að segja fram þeirri spurningu hvort þetta félli undir það sem kallað er æsifréttamennska. Með þessu finnst mér verið að slá ryki í augu lesenda og beina sjónum þeirra frá því sem viðtalið er raunverulega að fjalla um, sem er bágborin staða brotaþola í réttarvörslukerfinu. Þótt Hæstaréttardómarinn fyrrverandi hafi séð sig knúinn til þess að taka upp hanskann fyrir fyrrverandi kollega og benda á forsendur þess að refsing var ekki dæmd, þá finnst mér það ekki vera aðalatriðið. Dómarinn dæmir eftir lögunum en álitaefnið er hvort lögin séu rétt og sanngjörn. Eða nánar tiltekið í þessu tilviki hvort réttarstaða brotaþola, einkum í ofbeldis- og kynferðisbrotum, sé nægilega tryggði í núgildandi lögum. Upprunalega voru mannréttindi lögfest í því skyni að vernda borgarana fyrir afskiptum ríkisvaldsins. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar lýðveldisins Íslands er af sömu rót sprottinn. Í þeim anda þróuðust reglur um réttláta málsmeðferð fyrir dómi en fókus þeirra reglna hefur frá upphafi verið á réttarstöðu þess aðila sem borinn er sökum og að hann fái réttláta meðferð. Sakborningur á rétt á verjanda, aðgang að gögnum, hann getur fengið niðurstöðu neðra dómstigs endurskoðaða af öðru dómstigi o.s.frv. Þessar reglur eiga auðvitað rétt á sér og eru óumdeildar. Þolendur afbrota aftur á móti njóta ekki sömu stöðu í réttarvörslukerfinu. Staða þeirra er takmörkuð og sýnir aðstöðu þeirra oft lítinn skilning. Brotaþolar eru ekki aðilar að sakamáli og njóta þarf af leiðandi ekki sömu réttinda og sökunautur. Brotaþoli hefur ekki sama rétt til aðgangs að gögnum málsins, hann má heldur ekki tjá sig munnlega fyrir dómi um kröfur ákæruvaldsins og hendur hans eru að mestu leyti bundnar við einkaréttarlegar kröfur hans, hafi hann þær á annað borð uppi. Hér er verið að tala um bótakröfu sem að réttargæslumenn brotaþola gera öllu jafna. Þá hefur brotaþoli almennt lítið um það að segja hvort ákæra sé gefin út eða hvort sýknudómi í héraði sé áfrýjað til æðri dóms. Upplifun brotaþola er oft sú að þeir hafi lítið vægi og enn minni áhrif á meðferð sakamála – máls sem snýst um atvik í lífi brotaþolans sjálfs og sem hefur, einkum í tilviki ofbeldis- og kynferðisbrota, haft áhrif á líf hans með afgerandi hætti. Þolandinn er vanmáttugur og bjargráðalaus. Ekki bætir út skák að miskabætur til handa brotaþolum eru afar lágar hér á landi. Upplifun brotaþola getur því stundum verið sú að þeir séu afgangsstærð í réttarvörslukerfinu og þeir upplifa hvorki sanngirni né að réttlætið hafi náð fram að ganga. Annar fyrrverandi Hæstaréttardómari, Hjördís Björk Hákonardóttir, skrifaði um traust til dómstóla í aðsendri grein sem birtist í Kjarnanum árið 2020. Tilefnið var mæling þjóðarpúls Gallups á trausti almennings til dómstóla. Þótt Hjördísi hafi þótt niðurstöður þjóðarpúlsins óverðskuldaðar þá tók hún fram að ásýnd hafi áhrif á traust og ásýnd skipti máli. Í því samhengi vísar hún til orðanna að ekki sé fullnægjandi að réttlætis sé í raun gætt heldur verði það einnig að sjást. Í maí 2019 gerði Hildar Fjólu Antonsdóttur greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola sem unnin var fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í greinargerðinni var vakið máls á framangreindum atriðum og gerðar tillögur til úrbóta. Sumt af því hefur gengið eftir en ekki allt. Það er afar brýnt að áfram verði unnið að úrbótum á þessu sviði. Lögin eiga að tryggja réttlæti og traust almennings til dómstóla helst í hendur við það hversu réttlætið er sýnilegt. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Dómstólar Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. Fréttaflutningurinn var í raun viðtal við brotaþola í málinu en málið varðaði gróft og ítrekað ofbeldi í nánu sambandi. Þess má geta að dómurinn vakti athygli fleiri fjölmiðla og var fjallað um hann á nokkrum stöðum. Umfjöllun RÚV var meira í ætt við það sem kalla má umfjöllun af mannlegum toga (e. human interest) heldur en beinn fréttaflutningur. Gagnrýni Jóns Steinars laut að því að umfjöllunin hafi verið einhliða út frá upplifun og sjónarhóli brotaþola, ekki hafi verið gætt þess að fjalla um forsendur dómsins, einkum ástæður þess að sakborningi var ekki dæmd refsing og, eins og hann sjálfur komst að orði, hafi sjálfsagt flestir talið að mannvonsku dómarans hafi verið um að kenna að manninum var ekki refsað. Kastaði Jón Steinar meira að segja fram þeirri spurningu hvort þetta félli undir það sem kallað er æsifréttamennska. Með þessu finnst mér verið að slá ryki í augu lesenda og beina sjónum þeirra frá því sem viðtalið er raunverulega að fjalla um, sem er bágborin staða brotaþola í réttarvörslukerfinu. Þótt Hæstaréttardómarinn fyrrverandi hafi séð sig knúinn til þess að taka upp hanskann fyrir fyrrverandi kollega og benda á forsendur þess að refsing var ekki dæmd, þá finnst mér það ekki vera aðalatriðið. Dómarinn dæmir eftir lögunum en álitaefnið er hvort lögin séu rétt og sanngjörn. Eða nánar tiltekið í þessu tilviki hvort réttarstaða brotaþola, einkum í ofbeldis- og kynferðisbrotum, sé nægilega tryggði í núgildandi lögum. Upprunalega voru mannréttindi lögfest í því skyni að vernda borgarana fyrir afskiptum ríkisvaldsins. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar lýðveldisins Íslands er af sömu rót sprottinn. Í þeim anda þróuðust reglur um réttláta málsmeðferð fyrir dómi en fókus þeirra reglna hefur frá upphafi verið á réttarstöðu þess aðila sem borinn er sökum og að hann fái réttláta meðferð. Sakborningur á rétt á verjanda, aðgang að gögnum, hann getur fengið niðurstöðu neðra dómstigs endurskoðaða af öðru dómstigi o.s.frv. Þessar reglur eiga auðvitað rétt á sér og eru óumdeildar. Þolendur afbrota aftur á móti njóta ekki sömu stöðu í réttarvörslukerfinu. Staða þeirra er takmörkuð og sýnir aðstöðu þeirra oft lítinn skilning. Brotaþolar eru ekki aðilar að sakamáli og njóta þarf af leiðandi ekki sömu réttinda og sökunautur. Brotaþoli hefur ekki sama rétt til aðgangs að gögnum málsins, hann má heldur ekki tjá sig munnlega fyrir dómi um kröfur ákæruvaldsins og hendur hans eru að mestu leyti bundnar við einkaréttarlegar kröfur hans, hafi hann þær á annað borð uppi. Hér er verið að tala um bótakröfu sem að réttargæslumenn brotaþola gera öllu jafna. Þá hefur brotaþoli almennt lítið um það að segja hvort ákæra sé gefin út eða hvort sýknudómi í héraði sé áfrýjað til æðri dóms. Upplifun brotaþola er oft sú að þeir hafi lítið vægi og enn minni áhrif á meðferð sakamála – máls sem snýst um atvik í lífi brotaþolans sjálfs og sem hefur, einkum í tilviki ofbeldis- og kynferðisbrota, haft áhrif á líf hans með afgerandi hætti. Þolandinn er vanmáttugur og bjargráðalaus. Ekki bætir út skák að miskabætur til handa brotaþolum eru afar lágar hér á landi. Upplifun brotaþola getur því stundum verið sú að þeir séu afgangsstærð í réttarvörslukerfinu og þeir upplifa hvorki sanngirni né að réttlætið hafi náð fram að ganga. Annar fyrrverandi Hæstaréttardómari, Hjördís Björk Hákonardóttir, skrifaði um traust til dómstóla í aðsendri grein sem birtist í Kjarnanum árið 2020. Tilefnið var mæling þjóðarpúls Gallups á trausti almennings til dómstóla. Þótt Hjördísi hafi þótt niðurstöður þjóðarpúlsins óverðskuldaðar þá tók hún fram að ásýnd hafi áhrif á traust og ásýnd skipti máli. Í því samhengi vísar hún til orðanna að ekki sé fullnægjandi að réttlætis sé í raun gætt heldur verði það einnig að sjást. Í maí 2019 gerði Hildar Fjólu Antonsdóttur greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola sem unnin var fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í greinargerðinni var vakið máls á framangreindum atriðum og gerðar tillögur til úrbóta. Sumt af því hefur gengið eftir en ekki allt. Það er afar brýnt að áfram verði unnið að úrbótum á þessu sviði. Lögin eiga að tryggja réttlæti og traust almennings til dómstóla helst í hendur við það hversu réttlætið er sýnilegt. Höfundur er lögmaður.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun