Skólabörn frá Vopnafirði urðu strandaglópar í Amsterdam Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2023 14:05 Hópurinn í hefur verið í Amsterdam í viku og hafa krakkarnir tekið þátt í Erasmus-verkefni um ungt fólk og stjórmál. Skólabörn frá Vopnafjarðarskóla urðu strandaglópar í Amsterdam í dag eftir að yfirbókað var í flugvél frá Play sem flogið var heim til Íslands. Þau verða flutt til Brussel og flogið til Íslands á morgun. Börnin eru ellefu, úr níunda og tíunda bekk, og með þeim eru tveir kennarar. Berglind Wiium Árnadóttir, annar kennarinn, segir í samtali við Vísi að útlit sé fyrir að hópurinn þurfi að verða sér út um gistingu þar til á sunnudaginn, þegar næst verður flogið frá Amsterdam til Keflavíkur. Berglind segir að hópurinn hafi mætt snemma í innbókun í morgun. Það var eftir að þau fengu skilaboð í gær um að búið væri að yfirbóka í flugvélina og þau spurð hvort þau hefðu áhuga á að breyta áætlunum sínum. Skilaboðunum svöruðu þau og sögðust ætla að fara með þessari flugvél heim. Þess vegna mættu þau snemma í innbókun í og voru fyrst í röðinni. Skólabörnin eru búin að vera í viku í Amsterdam, þar sem þau tóku þátt í Erasmus verkefni með öðrum börnum frá Grikklandi, Póllandi, Hollandi og Rúmeníu. Þetta unga fólk hefur talað um stjórnmál og það hvernig hægt sé að fá þau til að taka meiri þátt í stjórnmálum. Berglind segir krakkana einnig hafa farið í evrópska mannréttindadómstólinn, evrópska þinghúsið og ráðhúsið í Amsterdam og á fleiri staði. „Þetta er búin að vera góð upplifun,“ sagði Berglind. „Börnin myndu eflaust segja fyrst frá því að þau fóru í go-kart og laser tag.“ Stressið mikið um tíma Hópnum var vísað úr innritunarröðinni í morgun, þar sem þeim var sagt að þau væru of snemma og misstu þau stöðu sína fremst í röðinni. Þegar að innritun kom tók hún langan tíma og er þeim svo tilkynnt að þrír úr hópnum geti komist með flugvélinni og aðrir þurfi að vera eftir í Amsterdam. Krakkarnir og kennararnir biðu við hliðið til að sjá hvernig færi og við byrðingu kom í ljós að átta sæti voru laus. Á meðan þau voru að skoða hvað best væri að gera í stöðunni. Hvort best væri að senda hlut hópsins aftur heim og þá hverja, var þeim tilkynnt að enginn úr hópnum fengi að fara með flugvélinni. Berglind segir að stressið hafi verið mikið á þessum tíma og að einhverjir hafi farið að gráta. Þá hafi gengið erfiðlega að fá frekari upplýsingar og ná í starfsmenn Play hér á landi. Starfsfólkið á flugvellinum sagt að þau gætu ekkert gert og bent á Play. Þegar blaðamaður ræddi við Berglindi sagði hún þetta svíða þar sem um væri að ræða fjórtán og fimmtán ára börn og að þau hefðu gert allt rétt í stöðunni. Þau stæðu frammi fyrir því að þurfa að finna sér hótel og bíða fram á sunnudag til að komast aftur heim. Í millitíðinni eru þau búin að missa af fluginu heim til Vopnafjarðar, sem var í dag. Eins og áður segir komst þó lending í málið, skömmu eftir að blaðamaður ræddi við Berglindi. Samband náðist við Play á Íslandi og segir Berglind að þar á bæ hafi strax verið gripið til aðgerða. Hópurinn verður fluttur til Brussel í kvöld þar sem þau munu gista á hóteli og verður þeim flogið heim í fyrramálið. Gera allt sem þau geta Birgir Olgeirsson, talsmaður Play, segir að mistök hafi leitt til þess að þau hafi ekki komist um borð út af yfirbókun. Nú standi til að flytja hópinn til Brussel og fljúga þeim heim aftur á morgun. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma þeim heim,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Play Holland Vopnafjörður Íslendingar erlendis Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Börnin eru ellefu, úr níunda og tíunda bekk, og með þeim eru tveir kennarar. Berglind Wiium Árnadóttir, annar kennarinn, segir í samtali við Vísi að útlit sé fyrir að hópurinn þurfi að verða sér út um gistingu þar til á sunnudaginn, þegar næst verður flogið frá Amsterdam til Keflavíkur. Berglind segir að hópurinn hafi mætt snemma í innbókun í morgun. Það var eftir að þau fengu skilaboð í gær um að búið væri að yfirbóka í flugvélina og þau spurð hvort þau hefðu áhuga á að breyta áætlunum sínum. Skilaboðunum svöruðu þau og sögðust ætla að fara með þessari flugvél heim. Þess vegna mættu þau snemma í innbókun í og voru fyrst í röðinni. Skólabörnin eru búin að vera í viku í Amsterdam, þar sem þau tóku þátt í Erasmus verkefni með öðrum börnum frá Grikklandi, Póllandi, Hollandi og Rúmeníu. Þetta unga fólk hefur talað um stjórnmál og það hvernig hægt sé að fá þau til að taka meiri þátt í stjórnmálum. Berglind segir krakkana einnig hafa farið í evrópska mannréttindadómstólinn, evrópska þinghúsið og ráðhúsið í Amsterdam og á fleiri staði. „Þetta er búin að vera góð upplifun,“ sagði Berglind. „Börnin myndu eflaust segja fyrst frá því að þau fóru í go-kart og laser tag.“ Stressið mikið um tíma Hópnum var vísað úr innritunarröðinni í morgun, þar sem þeim var sagt að þau væru of snemma og misstu þau stöðu sína fremst í röðinni. Þegar að innritun kom tók hún langan tíma og er þeim svo tilkynnt að þrír úr hópnum geti komist með flugvélinni og aðrir þurfi að vera eftir í Amsterdam. Krakkarnir og kennararnir biðu við hliðið til að sjá hvernig færi og við byrðingu kom í ljós að átta sæti voru laus. Á meðan þau voru að skoða hvað best væri að gera í stöðunni. Hvort best væri að senda hlut hópsins aftur heim og þá hverja, var þeim tilkynnt að enginn úr hópnum fengi að fara með flugvélinni. Berglind segir að stressið hafi verið mikið á þessum tíma og að einhverjir hafi farið að gráta. Þá hafi gengið erfiðlega að fá frekari upplýsingar og ná í starfsmenn Play hér á landi. Starfsfólkið á flugvellinum sagt að þau gætu ekkert gert og bent á Play. Þegar blaðamaður ræddi við Berglindi sagði hún þetta svíða þar sem um væri að ræða fjórtán og fimmtán ára börn og að þau hefðu gert allt rétt í stöðunni. Þau stæðu frammi fyrir því að þurfa að finna sér hótel og bíða fram á sunnudag til að komast aftur heim. Í millitíðinni eru þau búin að missa af fluginu heim til Vopnafjarðar, sem var í dag. Eins og áður segir komst þó lending í málið, skömmu eftir að blaðamaður ræddi við Berglindi. Samband náðist við Play á Íslandi og segir Berglind að þar á bæ hafi strax verið gripið til aðgerða. Hópurinn verður fluttur til Brussel í kvöld þar sem þau munu gista á hóteli og verður þeim flogið heim í fyrramálið. Gera allt sem þau geta Birgir Olgeirsson, talsmaður Play, segir að mistök hafi leitt til þess að þau hafi ekki komist um borð út af yfirbókun. Nú standi til að flytja hópinn til Brussel og fljúga þeim heim aftur á morgun. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma þeim heim,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Play Holland Vopnafjörður Íslendingar erlendis Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent