Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2023 14:48 Dianne Feinstein lést á heimili sínu í Washington DC í gærkvöldi. Hún var níræð. AP/J. Scott Applewhite Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá starfsfólki hennar segir að Feinstein hafi skilið eftir sig merka arfleið. Hún hafi aldrei skorast undan hólmi og barist fyrir því sem hún taldi réttlátt. Á sama tíma hafi hún verið tilbúin til að starfa með hverjum sem er, jafnvel þó hún væri ósammála viðkomandi, til að bæta líf íbúa Kaliforníu og Bandaríkjanna. „Það eru fáar konur sem geta kallað sig öldungadeildarþingmann, formann, borgarstjóra, eiginkonu, móður og ömmu. Feinstein var náttúruafl sem hafði ótrúleg áhrif á þjóð okkar og heimaríki.“ From the office of Senator Dianne Feinstein: pic.twitter.com/rvcAmVk8O0— Senator Dianne Feinstein (@SenFeinstein) September 29, 2023 Feinstein var kjörin á öldungadeildina fyrir Demókrataflokkinn árið 1992 en var þar áður umfangsmikil í borgarstjórnarmálum San Francisco. Hún varð borgarstjóri þar árið 1978 eftir að George Moscone, borgarstjóri, og Harvey Milk, næstráðandi, voru skotnir til bana í ráðhúsi San Francisco. Hún varð þar með fyrsta konan til að verða borgarstjóri San Francisco. seinna varð hún önnur af tveimur fyrstu konum til að taka sæti í öldungadeildinni fyrir Kaliforníu. Síðan varð hún fyrsta konan til að stýra leyniþjónustumálanefnd öldungadeildarinnar. Sem öldungadeildarþingmaður barðist Feinstein fyrir aukinni umhverfisvernd, réttindum kvenna og hertri löggjöf varðandi eign skotvopna, svo eitthvað sé nefnt. Einn af stærri sigrum hennar á ferlinum var samþykkt árásarvopnabannsins árið 1994, sem bannaði ákveðnar tegundir skotvopna. Bannið rann þó út tíu árum síðar og hefur aldrei verið framlengt. Í veikindafrí og ætlaði að setjast í helgan stein Eins og áður segir hafði Feinstein glímt við heilsuvanda á undanförnum árum. Hún virtist oft rugluð í rýminu og tilkynnti nýverið að hún ætlaði ekki að gefa aftur kost á sér eftir að kjörtímabili hennar lýkur árið 2025. Skömmu eftir þá tilkynningu þurfti hún að fara í nokkurra vikna veikindafrí og sagði hún af formennsku í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar eftir kosningarnar 2020. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Í tilkynningu frá starfsfólki hennar segir að Feinstein hafi skilið eftir sig merka arfleið. Hún hafi aldrei skorast undan hólmi og barist fyrir því sem hún taldi réttlátt. Á sama tíma hafi hún verið tilbúin til að starfa með hverjum sem er, jafnvel þó hún væri ósammála viðkomandi, til að bæta líf íbúa Kaliforníu og Bandaríkjanna. „Það eru fáar konur sem geta kallað sig öldungadeildarþingmann, formann, borgarstjóra, eiginkonu, móður og ömmu. Feinstein var náttúruafl sem hafði ótrúleg áhrif á þjóð okkar og heimaríki.“ From the office of Senator Dianne Feinstein: pic.twitter.com/rvcAmVk8O0— Senator Dianne Feinstein (@SenFeinstein) September 29, 2023 Feinstein var kjörin á öldungadeildina fyrir Demókrataflokkinn árið 1992 en var þar áður umfangsmikil í borgarstjórnarmálum San Francisco. Hún varð borgarstjóri þar árið 1978 eftir að George Moscone, borgarstjóri, og Harvey Milk, næstráðandi, voru skotnir til bana í ráðhúsi San Francisco. Hún varð þar með fyrsta konan til að verða borgarstjóri San Francisco. seinna varð hún önnur af tveimur fyrstu konum til að taka sæti í öldungadeildinni fyrir Kaliforníu. Síðan varð hún fyrsta konan til að stýra leyniþjónustumálanefnd öldungadeildarinnar. Sem öldungadeildarþingmaður barðist Feinstein fyrir aukinni umhverfisvernd, réttindum kvenna og hertri löggjöf varðandi eign skotvopna, svo eitthvað sé nefnt. Einn af stærri sigrum hennar á ferlinum var samþykkt árásarvopnabannsins árið 1994, sem bannaði ákveðnar tegundir skotvopna. Bannið rann þó út tíu árum síðar og hefur aldrei verið framlengt. Í veikindafrí og ætlaði að setjast í helgan stein Eins og áður segir hafði Feinstein glímt við heilsuvanda á undanförnum árum. Hún virtist oft rugluð í rýminu og tilkynnti nýverið að hún ætlaði ekki að gefa aftur kost á sér eftir að kjörtímabili hennar lýkur árið 2025. Skömmu eftir þá tilkynningu þurfti hún að fara í nokkurra vikna veikindafrí og sagði hún af formennsku í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar eftir kosningarnar 2020.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira