RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2023 15:50 Sigríður Dögg segir það hart að stöndugasti fjölmiðill landsins, sá sem fái 7 milljarða á ári frá skattgreiðendum, tími ekki að borga sínu fólki samkvæmt kjarasamningi BÍ. Stefán Eiríkisson Útvarpsstjóri er fastur fyrir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála. Sigríður Dögg er jafnframt starfsmaður RÚV þannig að hæg eru heimatökin en þar rekur hún raunir sínar sem í stuttu máli ganga út á að RÚV neitar að greiða dagskrárgerðarmönnum RÚV laun/kjör til samræmis við samninga BÍ. Þetta snýst í stórum dráttum um hið svokallaða „þriggja mánaða-leyfi“ blaðamanna. Snýst um skilgreiningu á hugtakinu blaðamennska Vísir heyrði í Sigríði Dögg og bað hana um að útskýra málið í fáum dráttum: „BÍ hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í viðræðum við RÚV fyrir hönd félaga sem eru dagskrárgerðarmenn á RÚV. Þeir hafa hingað til ekki fengið kjör samkvæmt samningi Blaðamannafélagsins. RÚV neitar að skilgreina dagskrárgerðarfólk sem blaðamenn, að þeir séu ekki að vinna sem slíkir,“ segir Sigríður Dögg. Hún telur þetta alveg fráleitan skilning. Og óþolandi að félagsmenn BÍ, sem starfa við þá blaðamennsku sem felst í dagskrárgerð á RÚV búi við lakari kjör en kollegar þeirra sem starfa á fréttadeildinni. „Enda viðgengst það ekki á neinum öðrum fjölmiðli hér á landi. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dagskrárgerð er blaðamennska enda felst blaðamennska í söfnun, mati á og miðlun upplýsinga.“ Þeir bara tíma ekki að borga Sigríður Dögg segir það tómt mál að BÍ muni líða að opinber og stöndug stofnun á borð við RÚV skilgreini blaðamennsku með öðrum hætti en blaðamenn sjálfir og svo Hæstiréttur Íslands. „Þetta er ekki bara mál sem snýr að kjörum þessa tiltekna fólks heldur snýr þetta að stéttinni allri; að stærsti og efnaðasti fjölmiðill landsins hafi annan skilning á því hvað felst í hugtakinu blaðamennska. Sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem staða fagsins og stéttarinnar allrar þar sem sótt er að stéttinni og faginu úr öllum áttum.“ Tíma þeir ekki að borga? „Nei, það er bara það.“ Sigríður Dögg segir Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra bera alla ábyrgð á þvermóðsku stofnunarinnar en hún hefur einkum átt í samskiptum við lögmann RÚV, fyrir hönd hans. Í mörgum tilfellum er um að ræða gamalkunna blaðamenn á borð við Sunnu Valgerðardóttur, Önnu Marsibil, Guðna Tómasson og Guðrúnu Hálfdánardóttur, svo einhver dæmi séu nefnd. Sigríður Dögg segir sárt til þess að vita að stofnun sem fær 7 milljarða á ári sé svo eini fjölmiðillinn sem harðneitar að borga blaðamönnum samkvæmt kjarasamningi. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Félagasamtök Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sigríður Dögg er jafnframt starfsmaður RÚV þannig að hæg eru heimatökin en þar rekur hún raunir sínar sem í stuttu máli ganga út á að RÚV neitar að greiða dagskrárgerðarmönnum RÚV laun/kjör til samræmis við samninga BÍ. Þetta snýst í stórum dráttum um hið svokallaða „þriggja mánaða-leyfi“ blaðamanna. Snýst um skilgreiningu á hugtakinu blaðamennska Vísir heyrði í Sigríði Dögg og bað hana um að útskýra málið í fáum dráttum: „BÍ hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í viðræðum við RÚV fyrir hönd félaga sem eru dagskrárgerðarmenn á RÚV. Þeir hafa hingað til ekki fengið kjör samkvæmt samningi Blaðamannafélagsins. RÚV neitar að skilgreina dagskrárgerðarfólk sem blaðamenn, að þeir séu ekki að vinna sem slíkir,“ segir Sigríður Dögg. Hún telur þetta alveg fráleitan skilning. Og óþolandi að félagsmenn BÍ, sem starfa við þá blaðamennsku sem felst í dagskrárgerð á RÚV búi við lakari kjör en kollegar þeirra sem starfa á fréttadeildinni. „Enda viðgengst það ekki á neinum öðrum fjölmiðli hér á landi. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dagskrárgerð er blaðamennska enda felst blaðamennska í söfnun, mati á og miðlun upplýsinga.“ Þeir bara tíma ekki að borga Sigríður Dögg segir það tómt mál að BÍ muni líða að opinber og stöndug stofnun á borð við RÚV skilgreini blaðamennsku með öðrum hætti en blaðamenn sjálfir og svo Hæstiréttur Íslands. „Þetta er ekki bara mál sem snýr að kjörum þessa tiltekna fólks heldur snýr þetta að stéttinni allri; að stærsti og efnaðasti fjölmiðill landsins hafi annan skilning á því hvað felst í hugtakinu blaðamennska. Sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem staða fagsins og stéttarinnar allrar þar sem sótt er að stéttinni og faginu úr öllum áttum.“ Tíma þeir ekki að borga? „Nei, það er bara það.“ Sigríður Dögg segir Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra bera alla ábyrgð á þvermóðsku stofnunarinnar en hún hefur einkum átt í samskiptum við lögmann RÚV, fyrir hönd hans. Í mörgum tilfellum er um að ræða gamalkunna blaðamenn á borð við Sunnu Valgerðardóttur, Önnu Marsibil, Guðna Tómasson og Guðrúnu Hálfdánardóttur, svo einhver dæmi séu nefnd. Sigríður Dögg segir sárt til þess að vita að stofnun sem fær 7 milljarða á ári sé svo eini fjölmiðillinn sem harðneitar að borga blaðamönnum samkvæmt kjarasamningi.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Félagasamtök Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent